Gerðir kirkjuþings - 2021, Side 40
40 41
maí fyrr á þessu ári og hefur staðið yfir með hléum fram til október. Drög að fjárhagsáætlun
voru kynntar vel og ræddar reglulega á kirkjuráðsfundum og voru lokadrög þau sem hér
eru lögð fram kynnt kirkjuráði 7. október síðastliðinn. Fjárhagsnefnd kirkjuþings hefur
verið kynnt áætlunin og hefur nefndin rætt hana á fundi sínum í aðdraganda kirkjuþings
nú. Helsti óvissuþáttur fjárhagsáætlunar er tekjuliðurinn, þ.e. endurgjald samkvæmt
viðaukasamningi sem gerður var 2019 um kirkjujarðasamkomulag. Upplýsingar um
heildartekjur liggja ekki fyrir eins og fram hefur komið en áætluð tala er rúmlega 3,9
milljarðar króna.
Fjármál sókna
Sóknargjöld ársins 2020 voru 975 kr. á mánuði fyrir einstaklinga 16 ára og eldri og
hækkuðu um 50 kr. milli ára. Þau eiga að taka breytingum til samræmis við þá hækkun
sem verður á meðtaltekjuskattsstofni einstaklinga á öllu landinu, en það hefur ekki orðið.
Það er mjög brýnt að fá leiðréttingu á sóknargjöldum því flestar sóknir eru í miklum
eða mjög miklum vandræðum með að fjármagna kirkjustarf sitt. Þetta mál þarf að setja
á oddinn í starfsemi þjóðkirkjunnar á næstu misserum. Það þarf að kynna enn betur allt
það fjölbreytta, góða starf og þjónustu sem sóknir um land allt eru að sinna. Þá gegnir
þjóðkirkjan afar mikilvægu hlutverki í velferðarmálum allrar þjóðarinnar sem vekja þarf
athygli á. Mikilvægt er að einhver taki að sér að leiða þetta mál og sjái um að stilla saman
strengi hinna mörgu sókna. Það gæti t.d. verið í höndum kirkjuþings að styðja við og
leiðbeina í þessu máli.
Hver sóknargjöldin verða á komandi ári kemur ekki í ljós fyrr en fjárlög fyrir næsta ár
verða samþykkt á Alþingi.
Rekstrarafkoma Þjóðkirkjunnar-Biskupsstofu.
Rekstrarhalli ársins 2020 nam 653,9 milljónum kr. en þar af nam tap af sölu fasteigna
207,5 milljónum kr. Hrein eign félagsins í árslok 2020 nam 4.136,7 milljónum kr.
Til að bregðast við taprekstri kirkjunnar var unnin aðgerðaáætlun með skýrum
verkferlum sem snúa að milliuppgjörum til að hægt sé að nota bókhaldið sem stjórntæki
við betri ákvörðunartöku og getu til að bregðast hratt við ófyrirsjáanlegum atvikum.
Fjárhagsáætlun Þjóðkirkjunnar-Biskupsstofu fyrir árið 2022.
Fjárhagsáætlun ársins 2022 er fylgiskjal með þessu skjali.
Áætluð greiðsla frá ríkinu til Þjóðkirkjunnar-Biskupsstofu á árinu 2022 er 3,9
milljarðar króna. Eins og fyrr segir hefur sú fjárhæð ekki fengist staðfest hjá fjármála- og
efnahagsráðuneytinu eða verið birt í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2022, en vænta má
staðfestingar í lok nóvember eða byrjun desember þegar fjárlög verða samþykkt. Gert er
ráð fyrir að launakostnaður verði um 3,1 milljarðar króna, þar af nemur launakostnaður
presta og biskupa tæpum 2,5 milljarði króna.
Úthlutanir og styrkir til sókna og annarra eru um 12% af heildartekjum þjóðkirkjunnar,
eða um 495 milljónir kr.
Rekstrar og viðhaldskostnaður fasteigna í eigu þjóðkirkjunnar er áætlaður 329 milljónir kr.