Gerðir kirkjuþings - 2021, Page 40

Gerðir kirkjuþings - 2021, Page 40
40 41 maí fyrr á þessu ári og hefur staðið yfir með hléum fram til október. Drög að fjárhagsáætlun voru kynntar vel og ræddar reglulega á kirkjuráðsfundum og voru lokadrög þau sem hér eru lögð fram kynnt kirkjuráði 7. október síðastliðinn. Fjárhagsnefnd kirkjuþings hefur verið kynnt áætlunin og hefur nefndin rætt hana á fundi sínum í aðdraganda kirkjuþings nú. Helsti óvissuþáttur fjárhagsáætlunar er tekjuliðurinn, þ.e. endurgjald samkvæmt viðaukasamningi sem gerður var 2019 um kirkjujarðasamkomulag. Upplýsingar um heildartekjur liggja ekki fyrir eins og fram hefur komið en áætluð tala er rúmlega 3,9 milljarðar króna. Fjármál sókna Sóknargjöld ársins 2020 voru 975 kr. á mánuði fyrir einstaklinga 16 ára og eldri og hækkuðu um 50 kr. milli ára. Þau eiga að taka breytingum til samræmis við þá hækkun sem verður á meðtaltekjuskattsstofni einstaklinga á öllu landinu, en það hefur ekki orðið. Það er mjög brýnt að fá leiðréttingu á sóknargjöldum því flestar sóknir eru í miklum eða mjög miklum vandræðum með að fjármagna kirkjustarf sitt. Þetta mál þarf að setja á oddinn í starfsemi þjóðkirkjunnar á næstu misserum. Það þarf að kynna enn betur allt það fjölbreytta, góða starf og þjónustu sem sóknir um land allt eru að sinna. Þá gegnir þjóðkirkjan afar mikilvægu hlutverki í velferðarmálum allrar þjóðarinnar sem vekja þarf athygli á. Mikilvægt er að einhver taki að sér að leiða þetta mál og sjái um að stilla saman strengi hinna mörgu sókna. Það gæti t.d. verið í höndum kirkjuþings að styðja við og leiðbeina í þessu máli. Hver sóknargjöldin verða á komandi ári kemur ekki í ljós fyrr en fjárlög fyrir næsta ár verða samþykkt á Alþingi. Rekstrarafkoma Þjóðkirkjunnar-Biskupsstofu. Rekstrarhalli ársins 2020 nam 653,9 milljónum kr. en þar af nam tap af sölu fasteigna 207,5 milljónum kr. Hrein eign félagsins í árslok 2020 nam 4.136,7 milljónum kr. Til að bregðast við taprekstri kirkjunnar var unnin aðgerðaáætlun með skýrum verkferlum sem snúa að milliuppgjörum til að hægt sé að nota bókhaldið sem stjórntæki við betri ákvörðunartöku og getu til að bregðast hratt við ófyrirsjáanlegum atvikum. Fjárhagsáætlun Þjóðkirkjunnar-Biskupsstofu fyrir árið 2022. Fjárhagsáætlun ársins 2022 er fylgiskjal með þessu skjali. Áætluð greiðsla frá ríkinu til Þjóðkirkjunnar-Biskupsstofu á árinu 2022 er 3,9 milljarðar króna. Eins og fyrr segir hefur sú fjárhæð ekki fengist staðfest hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu eða verið birt í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2022, en vænta má staðfestingar í lok nóvember eða byrjun desember þegar fjárlög verða samþykkt. Gert er ráð fyrir að launakostnaður verði um 3,1 milljarðar króna, þar af nemur launakostnaður presta og biskupa tæpum 2,5 milljarði króna. Úthlutanir og styrkir til sókna og annarra eru um 12% af heildartekjum þjóðkirkjunnar, eða um 495 milljónir kr. Rekstrar og viðhaldskostnaður fasteigna í eigu þjóðkirkjunnar er áætlaður 329 milljónir kr.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.