Gerðir kirkjuþings - 2021, Page 41

Gerðir kirkjuþings - 2021, Page 41
41 Rekstrarkostnaður vegna kirkjuþings og kirkjuráðs er áætlaður tæpar 100 milljónir kr. Áætlaður húsnæðiskostnaður þjóðkirkjunnar í Katrínartúni 4 er áætlaður tæp 75 milljónir kr. Rekstrarkostnaður Tónskóla þjóðkirkjunnar lækkar á milli ára og er áætlaður 21,3 milljónir kr. Verkefnatengdir kostnaðarliðir eru unnir í samræmi við verkefnaáætlun en aðrir liðir hækka vegna verðlagsbreytinga. Kirkjuþing afgreiddi skýrslu um fjármál Þjóðkirkjunnar-Biskupsstofu með eftirfarandi þingsályktun: Kirkjuþing 2021-2022 samþykkir fjárhagsáætlun kirkjunnar fyrir árið 2022. Nefndarálit fjárhagsnefndar um skýrslu um fjármál Þjóðkirkjunnar-Biskupsstofu. Fjárhagsnefnd hefur farið yfir tillögu að fjárhagsáætlun þjóðkirkjunnar fyrir árið 2022 og hefur nefndin lagt til margvíslegar breytingar- og hagræðingartillögur sem birtast í þeirri áætlun sem hér er lögð fram. Sú fjárhagsáætlun sem lögð var fram á októberþingi kirkjuþings gerði ráð fyrir rekstrarhalla upp á 465 milljónir. Ekki tókst að ná fram jöfnuði gjalda og tekna í meðförum nefndarinnar, en með margvíslegum og oft sársaukafullum niðurskurði tókst að ná rekstrahallanum niður í 175 milljónir. Fjárhagsnefnd bendir á að afar brýnt er að ná jafnvægi í fjármálum Þjóðkirkjunnar og telur óhjákvæmilegt að því markmiði verði náð á næstu tveimur árum. Er því beint til allra aðila sem koma að starfi kirkjunnar að gæta ýtrasta aðhalds í fjármálum og leita allra leiða til hagræðingar. Einnig þarf að ljúka vinnu við að endurskipuleggja rekstrarsvið kirkjunnar þannig að allt verklag og verkferlar verði sem skýrast og þjóni þörfum kirkjunnar sem best. Fjárhagsnefnd bendir á, að til þess að fjármagna þann hallarekstur sem fyrirsjánlegur er á næsta ári þarf að eiga sér stað áframhaldandi hagræðing á fasteignasviðinu og jafnframt einhver sala eigna. Nefndin bendir einnig á að mjög brýnt er, að þegar í stað verði farið í þá vinnu að móta heildstæða eignastefnu þjóðkirkjunnar þannig að öll sala eigna og hugsanlegar fjárfestingar verði samkvæmt skýrri eignastefnu. Í þessari vinnu ber þá líka að skoða sérstaklega þá margvíslegu möguleika, sem fyrir hendi kunna að vera, til að auka tekjur af eignum kirkjunnar, t.d. með samstarfi við aðra aðila. Þá bendir fjárhagsnefnd einnig á, að nauðsynlegt er að endurskoða allt starfsmannahald kirkjunnar og leita aukinnar hagræðingar í þeim efnum enda nema launagreiðslur u.þ.b. 77% af heildartekjum kirkjunnar. Vegna fyrirliggjandi fjárhagsstöðu er ljóst, að á árinu 2022 verður að leita allar leiða til að fækka stöðugildum starfsmanna Þjóðkirkjunnar. Er því brýnt að þeirri skoðun á þjónustuþörf í grunnþjónustu kirkjunnar sem lögð er til í 22. máli þessa þings verði unnin eins hratt og framast er unnt, þannig að sú heildarstefna sem þar verður mörkuð nýtist sem best við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023. Fjárhagsnefnd bendir einnig á, að nýsamþykkt skipulag á yfirstjórn kirkjunnar, sem innleitt verður um næstu áramót, mun væntanlega leiða til einhverra þeirra breytinga
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.