Gerðir kirkjuþings - 2021, Side 45

Gerðir kirkjuþings - 2021, Side 45
45 Austurlandsprófastsdæmi Í Austurlandsprófastsdæmi eru nú 5 prestssetur. Prestssetursjörð er jörðin Heydalir. Önnur prestssetur eru Hamrahlíð 12 Vopnafirði, Króksholt 1 Fáskrúðsfirði, Öldugata 2 Seyðisfirði og Steinar 1 á Djúpavogi. Aðrar eignir eru jarðirnar Hof, Desjarmýri, Kolfreyjustaður, Skeggjastaðir og Valþjófsstaður (1 og 2), auk lóða sem leigðar hafa veri úr jörðunum. Reykjavíkurprófastsdæmi vestra Í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra er ekkert prestssetur. Eignir eru Bergstaðastræti 75, aðsetur biskups, Hjarðarhagi 30 og Háaleitisbraut 66 (hluti Grensáskirkju). Reykjavíkurprófastsdæmi eystra Engar eignir eru í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Öll prófastsdæmi Jarðir kirkjunnar eru nú 33 talsins, auk Skálholts. Þar af eru 18 jarðir setnar prestum. Þjóðkirkjan á auk þess 27 fasteignir sem nýttar eru sem íbúðarhúsnæði. Af þeim eru tvær í útleigu til annarra en presta. Þessu til viðbótar eru svo Löngumýrarskóli og húsnæði í Grensáskirkju. Ótaldar eru lóðir úr jörðunum sem flestar eru leigðar á lóðarleigu. Breytingar á fjölda prestssetra Töluverðar breytingar hafa orðið á fjölda prestssetra frá því svokallað kirkjujarða- samkomulag var gert. Á árunum 2008-2014 fækkaði prestssetrum um 27, og þar af voru 15 prestssetursjarðir. Frá þeim tíma hafa 14 eignir verið seldar, þar af eru tíu prestssetur, þar af er ein prestssetursjörð (aðrar eignir eru tvær spildur úr Valþjófsstað, Laugavegur 31 og gamli prestsbústaðurinn að Glaumbæ). Ábendingar varðandi nánari útfærslu á fasteignastefnu þjóðkirkjunnar Upphafsákvæði fasteignastefnu þjóðkirkjunnar kveða á um að leggja skuli til fasteignir til þess að styðja þjónustu þjóðkirkjunnar, hlutverk hennar og markmið þar sem nauðsyn krefur og eftir því sem fjárhagur leyfir. Auk þessi eigi þjóðkirkjan að varðveita tilteknar fasteignir þyki sérstök söguleg, menningarleg eða önnur veigamikil rök hníga til þess. Með þessi sjónarmið að leiðarljósi hefur starfshópurinn farið yfir eignasafn þjóðkirkjunnar og metið hvaða eignir sé rétt að varðveita og hvaða eignir sé rétt að selja. Starfshópurinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að horft verði til þess að prestssetrum í þéttbýli verði fækkað þar sem slíkt er hægt vegna aðstæðna á fasteignamarkaði. Horft var til þess að þar sem þéttbýliskjarnar eru með innan við 500 íbúa væri rétt að halda þeim eignum sem þar eru. Búi fleiri en 500 manns í þéttbýliskjarna getur kirkjuþing þó samþykkt að embættisbústaður skuli lagður til í eftirfarandi tilvikum: • Þar sem aðstæður á fasteignamarkaði réttlæta slíkt • Þar sem staðhættir, til að mynda eftir sameiningar prestakalla, réttlæta slíkt • Þar sem söguleg eða menningaleg rök þykja mæla með því
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.