Gerðir kirkjuþings - 2021, Blaðsíða 45
45
Austurlandsprófastsdæmi
Í Austurlandsprófastsdæmi eru nú 5 prestssetur. Prestssetursjörð er jörðin Heydalir. Önnur
prestssetur eru Hamrahlíð 12 Vopnafirði, Króksholt 1 Fáskrúðsfirði, Öldugata 2 Seyðisfirði
og Steinar 1 á Djúpavogi. Aðrar eignir eru jarðirnar Hof, Desjarmýri, Kolfreyjustaður,
Skeggjastaðir og Valþjófsstaður (1 og 2), auk lóða sem leigðar hafa veri úr jörðunum.
Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
Í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra er ekkert prestssetur. Eignir eru Bergstaðastræti 75,
aðsetur biskups, Hjarðarhagi 30 og Háaleitisbraut 66 (hluti Grensáskirkju).
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra
Engar eignir eru í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.
Öll prófastsdæmi
Jarðir kirkjunnar eru nú 33 talsins, auk Skálholts. Þar af eru 18 jarðir setnar prestum.
Þjóðkirkjan á auk þess 27 fasteignir sem nýttar eru sem íbúðarhúsnæði. Af þeim eru
tvær í útleigu til annarra en presta. Þessu til viðbótar eru svo Löngumýrarskóli og húsnæði
í Grensáskirkju. Ótaldar eru lóðir úr jörðunum sem flestar eru leigðar á lóðarleigu.
Breytingar á fjölda prestssetra
Töluverðar breytingar hafa orðið á fjölda prestssetra frá því svokallað kirkjujarða-
samkomulag var gert. Á árunum 2008-2014 fækkaði prestssetrum um 27, og þar af voru
15 prestssetursjarðir. Frá þeim tíma hafa 14 eignir verið seldar, þar af eru tíu prestssetur,
þar af er ein prestssetursjörð (aðrar eignir eru tvær spildur úr Valþjófsstað, Laugavegur 31
og gamli prestsbústaðurinn að Glaumbæ).
Ábendingar varðandi nánari útfærslu á fasteignastefnu þjóðkirkjunnar
Upphafsákvæði fasteignastefnu þjóðkirkjunnar kveða á um að leggja skuli til fasteignir
til þess að styðja þjónustu þjóðkirkjunnar, hlutverk hennar og markmið þar sem nauðsyn
krefur og eftir því sem fjárhagur leyfir. Auk þessi eigi þjóðkirkjan að varðveita tilteknar
fasteignir þyki sérstök söguleg, menningarleg eða önnur veigamikil rök hníga til þess. Með
þessi sjónarmið að leiðarljósi hefur starfshópurinn farið yfir eignasafn þjóðkirkjunnar og
metið hvaða eignir sé rétt að varðveita og hvaða eignir sé rétt að selja.
Starfshópurinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að horft verði til þess að prestssetrum
í þéttbýli verði fækkað þar sem slíkt er hægt vegna aðstæðna á fasteignamarkaði. Horft
var til þess að þar sem þéttbýliskjarnar eru með innan við 500 íbúa væri rétt að halda
þeim eignum sem þar eru. Búi fleiri en 500 manns í þéttbýliskjarna getur kirkjuþing þó
samþykkt að embættisbústaður skuli lagður til í eftirfarandi tilvikum:
• Þar sem aðstæður á fasteignamarkaði réttlæta slíkt
• Þar sem staðhættir, til að mynda eftir sameiningar prestakalla, réttlæta slíkt
• Þar sem söguleg eða menningaleg rök þykja mæla með því