Gerðir kirkjuþings - 2021, Side 64

Gerðir kirkjuþings - 2021, Side 64
64 65 Þegar kjörskrá hefur verið gerð getur viðkomandi kannað á þar til gerðu vefsetri hvort nafn hans er á kjörskrá. Við aðgang að vefsetrinu er notuð almenn innskráningarþjónusta sem kjörstjórn ákveður, s.s. rafræn skilríki eða Íslykill Þjóðskrár Íslands. 10. gr. Leiðréttingar á kjörskrá. Athugasemdir vegna kjörskrár skulu berast kjörstjórn eigi síðar en fimm sólarhringum áður en tilnefning hefst, sbr. 3. mgr. 11. gr. Kjörstjórn skal þegar taka til meðferðar athugasemdir sem henni berast vegna kjörskrár og gera viðeigandi leiðréttingar á henni. Kjörstjórn skal í síðasta lagi gera leiðréttingar á kjörskrá tveimur sólarhringum áður en tilnefning hefst. Ef kjörstjórn verður þess áskynja að villa hafi átt sér stað við kjörskrárgerðina skal hún leiðrétt. Óheimilt er að breyta kjörskrá ef skilyrði 6. gr. hafa ekki verið uppfyllt fyrir þann tíma sem þar greinir. Berist kjörstjórn athugasemd þess efnis að nafn skuli tekið af eða sett á kjörskrá skal það þegar, sannanlega, tilkynnt hlutaðeigandi nema athugasemdin stafi frá honum sjálfum. Skal hlutaðeigandi veittur frestur, eftir því sem tími og atvik leyfa, til að koma að athugasemdum. Kjörstjórn skal þegar í stað tilkynna hlutaðeigandi um niðurstöðu málsins. Skal það gert með sannanlegum hætti. Kjörstjórn skal fram að þeim degi er tilnefning hefst leiðrétta kjörskrá ef henni berst vitneskja um andlát manns sem er á skránni. Ákvörðun kjörstjórnar um leiðréttingu á kjörskrá má skjóta til yfirkjörstjórnar þjóðkirkjunnar. Skal niðurstaða yfirkjörstjórnar liggja fyrir ekki síðar en einum sólarhring áður en tilnefning hefst. 11. gr. Tilnefning til biskups Íslands og vígslubiskups. Hver vígður maður sem kosningarréttar nýtur skv. 4. gr. hefur rétt á að tilnefna allt að þrjá einstaklinga sem uppfylla skilyrði 1. gr. til kjörs biskups Íslands. Hver vígður maður sem kosningarréttar nýtur skv. 5. gr. hefur rétt á að tilnefna allt að þrjá einstaklinga sem uppfylla skilyrði 1. gr. til kjörs vígslubiskups. Tilnefning skv. 1. og 2. mgr. skal hefjast a.m.k. fimm vikum áður en kjör til biskups Íslands eða vígslubiskups hefst. 12. gr. Framkvæmd og fyrirkomulag tilnefninga. Tilnefningin skal vera rafræn og standa í fimm sólarhringa samfellt. Skal henni lokið a.m.k. fjórum vikum áður en kosning biskups Íslands eða vígslubiskups hefst. Kjörstjórn sér um undirbúning og ákveður nánari framkvæmd tilnefningarinnar, en rekstrarskrifstofa þjóðkirkjunnar skal sjá til þess að aðgangur sé tryggður að öruggu kosningakerfi til að nota við tilnefninguna. Tryggt skal að kerfi það sem notað er sé þannig úr garði gert að ekki sé hægt að breyta tilnefningu án þess að það sé greinanlegt. Óheimilt er að kanna hvern viðkomandi tilnefndi í kerfinu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.