Gerðir kirkjuþings - 2021, Page 77
77
24. gr.
Að loknu forsetakjöri fer fram kosning tveggja þingskrifara úr hópi kirkjuþingsfulltrúa
og að svo búnu kosning fastanefnda þingsins.
25. gr.
Skylt er kirkjuþingsfulltrúum að sækja alla þingfundi nema leyfi forseta komi til. Í
forföllum kirkjuþingsfulltrúa skal ávallt kalla til varamann hans hafi tilkynning um forföll
borist skriflega til forseta eigi síðar en einni viku fyrir boðaðan þingfund.
Heimilt er forsætisnefnd að ákveða að störf kirkjuþings fari fram með fjarfundarbúnaði
þegar um sérstakar aðstæður er að ræða. Forseta kirkjuþings er heimilt að samþykkja að
einstakir kirkjuþingsfulltrúar, sem þess óska, geti tekið þátt í störfum þingsins með notkun
fjarfundarbúnaðar, kosið og greitt atkvæði með handauppréttingu eða rafrænum hætti.
26. gr.
Forseti kirkjuþings stýrir umræðum og kosningum á þinginu. Kosningar skulu fara
fram með handauppréttingu eða vera skriflegar sé þess óskað eða forseti ákveði það. Starfi
kirkjuþing með notkun fjarfundarbúnaðar fara kosningarnar fram með rafrænum hætti.
Varaforseti gegnir störfum forseta í forföllum hans. Ef forseti tekur þátt í umræðum,
öðrum en þingstjórn gefur tilefni til, víkur hann sæti á meðan og varaforseti stýrir fundi.
27. gr.
Forseti kirkjuþings ákveður fyrir lok hvers fundar dagskrá fyrir næsta fund og birtir á
opnum vef kirkjunnar. Þar skal tilgreint hvenær næsti fundur verður.
Forseti getur ákveðið og tilkynnt þingheimi að til næsta fundar verði boðað með
dagskrá sem þá verði komið til kirkjuþingsfulltrúa.
Forseti getur breytt röð á þeim málum sem eru á dagskrá og einnig tekið mál út af
dagskrá.
Forseti getur ákveðið, ef enginn kirkjuþingsfulltrúi andmælir því, að umræður fari
fram um tvö eða fleiri dagskrármál í einu eftir því sem hentugt þykir.
Dagskrár, umræður og úrslit mála má birta jafnóðum í fjölmiðlum.
28. gr.
Málfrelsi og tillögurétt á fundum kirkjuþings hafa auk kirkjuþingsfulltrúa biskup
Íslands, vígslu biskuparnir í Skálholti og á Hólum, fulltrúi guðfræði- og trúarbragðafræði-
deildar Háskóla Íslands og fulltrúi kirkjuþings unga fólksins.
Biskup Íslands og forseti kirkjuþings geta falið fulltrúa sínum að gera grein fyrir
þingmáli og taka þátt í umræðum fyrir sína hönd.
29. gr.
Forseti kirkjuþings heldur mælendaskrá og gefur kirkjuþingsfulltrúum orðið í þeirri
röð sem þeir æskja þess. Forseti getur þó vikið frá þeirri reglu ef hann telur ástæðu til
vegna umræðunnar.