Gerðir kirkjuþings - 2021, Side 84
84 85
Um málsmeðferð vegna úthlutunar styrkja sem áður heyrðu undir ákvæði um
Jöfnunarsjóð sókna og kristnisjóð, er féllu brott með 4. gr. - 6. gr. laga nr. 95/2020, fer
samkvæmt 6. gr.-10. gr. starfsreglna þessara.
Rekstrarstofan skal að jafnaði ganga frá endanlegri tillögu að fjárhagsáætlun vegna
næsta árs fyrir 20. september ár hvert og skulu þær þá birtar í samráðsgátt kirkjunnar.
5. gr.
Fjárhagsáætlun skal sett fram með áætluðum heildartekjum, þ.m.t. sértekjum
Þjóðkirkjunnar, á árinu svo og með heildargjöldum.
Skal sundurliða gjaldahlið áætlunarinnar eftir liðum sem hér segir:
a. Launa- og starfskostnaður vegna prestsþjónustunnar í landinu. Kirkjuþing skal
árlega uppfæra fjárhæðir þær sem greiðast sem starfskostnaður vegna prestsþjónustu
og prófastsstarfa. Kirkjuþing ákvarðar einnig árlegt verð eininga sem notaðar eru til
að ákvarða þóknanir sem þóknananefnd kirkjunnar mælir fyrir um og þóknanir
vegna gæslu veiðihlunninda á prestssetrum.
b. Rekstrar- og launakostnaður biskups Íslands – biskupsstofu og rekstrarskrifstofu
Þjóðkirkjunnar.
c. Rekstrar- og launakostnaður vegna starfsmanna sem ráðnir eru til sérstakra verkefna
í þágu Þjóðkirkjunnar skv. ákvörðun kirkjuþings.
d. Rekstrarkostnaður vegna prestssetra og annarra fasteigna kirkjunnar.
e. Kostnaður vegna kirkjuþings, framkvæmdanefndar kirkjuþings, prestastefnu og
leikmannastefnu.
f. Kostnaður vegna nefnda sem starfa á grundvelli laga, starfsreglna eða annarra
samþykkta kirkjuþings og samkvæmt ákvörðun biskups Íslands eða kirkjuþings.
6. gr.
Tillögur í fjárhagsáætlun vegna verkefna sem kristnisjóður, sbr. II. kafla laga um
Kristnisjóð o.fl. nr. 35/1970 og Jöfnunarsjóður sókna, sbr. II. kafla laga um sóknargjöld
o.fl. nr. 91/1987 sinntu, skulu settar fram á eftirfarandi hátt:
1. Fjárheimildir til að styðja hvers konar starfsemi kirkjunnar til eflingar kristinni trú, svo
sem útgáfu á hjálpargögnum í safnaðarstarfi og kristilegu fræðsluefni, enn fremur félög
og stofnanir, sem vinna að mikilvægum verkefnum á kirkjunnar vegum.
2. Fjárheimild til þeirra verkefna sem áður heyrðu undir Jöfnunarsjóð sókna, svo sem:
a. Að veita styrki til þeirra kirkna, sem hafa sérstöðu umfram aðrar sóknarkirkjur,
þannig að þær vegna sögulegra eða annarra sérstakra ástæðna geta talist kirkjur alls
landsins. Er hér fyrst og fremst átt við Dómkirkjuna í Reykjavík, Hóladómkirkju,
Skálholtsdómkirkju, Hallgrímskirkju í Reykjavík og Hallgrímskirkju í Saurbæ.
b. Að leitast við að jafna aðstöðu sókna og styrkja sóknir, þar sem tekjur skv. lögum um
sóknargjöld o.fl., nægja ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum að dómi sóknarnefndar
og sóknarprests og að fenginni umsögn héraðsnefndar.
c. Að veita styrki til nauðsynlegra verklegra framkvæmda á vegum sókna, til að styrkja