Gerðir kirkjuþings - 2021, Page 84

Gerðir kirkjuþings - 2021, Page 84
84 85 Um málsmeðferð vegna úthlutunar styrkja sem áður heyrðu undir ákvæði um Jöfnunarsjóð sókna og kristnisjóð, er féllu brott með 4. gr. - 6. gr. laga nr. 95/2020, fer samkvæmt 6. gr.-10. gr. starfsreglna þessara. Rekstrarstofan skal að jafnaði ganga frá endanlegri tillögu að fjárhagsáætlun vegna næsta árs fyrir 20. september ár hvert og skulu þær þá birtar í samráðsgátt kirkjunnar. 5. gr. Fjárhagsáætlun skal sett fram með áætluðum heildartekjum, þ.m.t. sértekjum Þjóðkirkjunnar, á árinu svo og með heildargjöldum. Skal sundurliða gjaldahlið áætlunarinnar eftir liðum sem hér segir: a. Launa- og starfskostnaður vegna prestsþjónustunnar í landinu. Kirkjuþing skal árlega uppfæra fjárhæðir þær sem greiðast sem starfskostnaður vegna prestsþjónustu og prófastsstarfa. Kirkjuþing ákvarðar einnig árlegt verð eininga sem notaðar eru til að ákvarða þóknanir sem þóknananefnd kirkjunnar mælir fyrir um og þóknanir vegna gæslu veiðihlunninda á prestssetrum. b. Rekstrar- og launakostnaður biskups Íslands – biskupsstofu og rekstrarskrifstofu Þjóðkirkjunnar. c. Rekstrar- og launakostnaður vegna starfsmanna sem ráðnir eru til sérstakra verkefna í þágu Þjóðkirkjunnar skv. ákvörðun kirkjuþings. d. Rekstrarkostnaður vegna prestssetra og annarra fasteigna kirkjunnar. e. Kostnaður vegna kirkjuþings, framkvæmdanefndar kirkjuþings, prestastefnu og leikmannastefnu. f. Kostnaður vegna nefnda sem starfa á grundvelli laga, starfsreglna eða annarra samþykkta kirkjuþings og samkvæmt ákvörðun biskups Íslands eða kirkjuþings. 6. gr. Tillögur í fjárhagsáætlun vegna verkefna sem kristnisjóður, sbr. II. kafla laga um Kristnisjóð o.fl. nr. 35/1970 og Jöfnunarsjóður sókna, sbr. II. kafla laga um sóknargjöld o.fl. nr. 91/1987 sinntu, skulu settar fram á eftirfarandi hátt: 1. Fjárheimildir til að styðja hvers konar starfsemi kirkjunnar til eflingar kristinni trú, svo sem útgáfu á hjálpargögnum í safnaðarstarfi og kristilegu fræðsluefni, enn fremur félög og stofnanir, sem vinna að mikilvægum verkefnum á kirkjunnar vegum. 2. Fjárheimild til þeirra verkefna sem áður heyrðu undir Jöfnunarsjóð sókna, svo sem: a. Að veita styrki til þeirra kirkna, sem hafa sérstöðu umfram aðrar sóknarkirkjur, þannig að þær vegna sögulegra eða annarra sérstakra ástæðna geta talist kirkjur alls landsins. Er hér fyrst og fremst átt við Dómkirkjuna í Reykjavík, Hóladómkirkju, Skálholtsdómkirkju, Hallgrímskirkju í Reykjavík og Hallgrímskirkju í Saurbæ. b. Að leitast við að jafna aðstöðu sókna og styrkja sóknir, þar sem tekjur skv. lögum um sóknargjöld o.fl., nægja ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum að dómi sóknarnefndar og sóknarprests og að fenginni umsögn héraðsnefndar. c. Að veita styrki til nauðsynlegra verklegra framkvæmda á vegum sókna, til að styrkja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.