Gerðir kirkjuþings - 2021, Blaðsíða 85
85
rekstur kirkna, t.d. til kaupa á nauðsynlegum búnaði þeirra og til að styðja kirkjulegt
starf innan sókna. Enn fremur er heimilt að veita styrki til að greiða fyrir sameiningu
fámennra sókna og til að styrkja sóknir, sem bera sérstakan kostnað. Með styrkjum
til verklegra framkvæmda er átt við framlög til viðhalds, endurbóta og nýbygginga
kirkna. Enn fremur styrki til byggingar þjónusturýmis og safnaðarheimila, þar sem
þeirra er þörf.
d. Að veita styrki til að auðvelda stofnun sókna í nýjum byggðahverfum og greiða fyrir
kirkjulegu starfi þar.
e. Að styrkja safnaðaruppbyggingu og aðra kirkjulega félags- og menningarstarfsemi
innan sókna eða prófastsdæma og veita héraðssjóðum styrki til verkefna, er undir
þá féllu, sbr. 8. gr. laga um sóknargjöld o.fl. Við mat á styrkveitingum til héraðssjóða,
skal m.a. höfð hliðsjón af því, hvort þeir fullnýti tekjustofna sína, samkvæmt gildandi
starfsreglum um héraðsfundi og héraðsnefndir hverju sinni.
Enn fremur er heimilt samkvæmt 2. tölul. 1. mgr. að veita styrki til kirkjulegrar félags-
og menningarstarfsemi og verkefna, sem Þjóðkirkjan í heild eða einstakar stofnanir
hennar standa fyrir. Enn fremur að styrkja landssamtök, sem eiga rétt á að tilnefna fulltrúa
á leikmannastefnu kirkjunnar.
7. gr.
Framlag skv. 1. mgr. 6. gr. skal aldrei vera lægra en 0,5% til 1. tölul. og 10% til 2.
tölul. af árlegu gagngjaldi ríkisins á grundvelli viðbótarsamnings íslenska ríkis og kirkju
frá 6. september 2019. Sé talin nauðsyn á að skerða fjárheimild til þessa töluliða frá því
lágmarki sem ákveðið er í starfsreglum þessum, þarf samþykki a.m.k. 2/3 atkvæðisbærra
kirkjuþingsmanna miðað við fullskipað þing.
III. KAFLI
Umsóknir um framlög og styrki.
8. gr.
Umsóknir um styrki samkvæmt 6. gr. skulu að jafnaði berast Þjóðkirkjunni fyrir 1.
september ár hvert.
Umsóknir skulu rökstuddar og þeim skulu fylgja greinargerðir, þar sem m.a. skal gerð
grein fyrir fjárþörf og þeim verkefnum, sem sótt er um styrk til, ásamt ársreikningum.
Úthlutun skal að jafnaði lokið fyrir 1. febrúar ár hvert.
Styrkir skulu að jafnaði greiðast á því ári sem þeir eru veittir. Í undantekningar-tilvikum
má færa styrk milli ára, s.s. ef framkvæmdir hafa farið seint af stað eða ekki hefur verið
unnt að greiða út styrkinn af öðrum ástæðum. Styrkur færist þó ekki yfir um ár oftar en
einu sinni. Sé ekki hægt að greiða styrkinn út innan þess tíma fellur hann niður. Það er á
ábyrgð styrkþega að óska eftir að ógreiddur styrkur færist yfir á næsta ár. Slík beiðni skal
lögð fram fyrir 1. desember úthlutunarárs.
Úthlutunarnefnd skal gæta þess að upplýsingar um fresti, skilyrði, heimildir til að færa
styrki til milli ára og önnur atriði, séu ávallt aðgengilegar umsækjendum.