Gerðir kirkjuþings - 2021, Page 89

Gerðir kirkjuþings - 2021, Page 89
89 15. mál 2021-2022 Flutt af Gísla Gunnarssyni, Stefáni Magnússyni og Þuríði Björgu Wiium Árnadóttur. Þingsályktun um kaup og sölu fasteigna. Kirkjuþing 2021-2022 samþykkir að fela kirkjuráði/framkvæmdanefnd kirkjuþings að selja eftirtaldar fasteignir enda fáist viðunandi söluverð: 1. Árnes 1, Árneshreppi. 2. Voli, Flóahreppi. 3. Skeggjastaðir, Langanesbyggð. 4. Syðra-Laugaland, Eyjafjarðarsveit (íbúðarhús og lóð). 5. Brúnir (úr Syðra-Laugalandi), Eyjafjarðarsveit. 6. Hamrahlíð 12, Vopnafirði. 7. Hvammstangabraut 21, Hvammstanga. II. Kirkjuþing samþykkir að fela fjárhagsnefnd, í samvinnu við framkvæmdanefnd kirkjuþings, að vinna að heildstæðri eignastefnu þjóðkirkjunnar og þar verði m.a. horft til þeirra skýrslu um fasteignamál þjóðkirkjunnar sem lögð var fram í 3. máli á yfirstandandi kirkjuþingi. Sérstaklega verði þar horft til þeirra flokkunar sem þar er gerð á fasteignum kirkjunnar. Sömuleiðis verði horft til þess, að almenna reglan verði sú, að prestssetrum í þéttbýli þar sem búa 500 manns eða fleiri verði fækkað þar sem slíkt er hægt vegna aðstæðna á fasteignamarkaði. Búi fleiri en 500 manns í þéttbýliskjarna getur kirkjuþing þó samþykkt að embættisbústaður skuli lagður til í eftirfarandi tilvikum: • Þar sem aðstæður á fasteignamarkaði réttlæta slíkt • Þar sem staðhættir, til að mynda eftir sameiningar prestakalla, réttlæta slíkt • Þar sem söguleg eða menningarleg rök þykja mæla með því Búi færri en 500 manns í þéttbýliskjarna getur kirkjuþing þó ákveðið að ekki skuli lagður til prestsbústaður þar, ef sérstök rök mæla með því, s.s. að nálægð sé við fjölmennari þéttbýlisstaði eða til að gæta samræmis innan sömu landsvæða. III. Kirkjuþing samþykkir, að horft skuli til þess, að þegar eignir kirkjunnar eru seldar geta komið upp þær aðstæður að fjárhagslegir hagsmunir þjóðkirkjunnar og/eða landslög krefjist þess, að víkja þurfi frá því ákvæði 5. mgr. 4. gr. starfsreglna um prestssetur og aðrar fasteignir þjóðkirkjunnar þar sem segir: Kirkjuráð skal auglýsa á almennum markaði allar fasteignir þjóðkirkjunnar, sem það hefur ákveðið að selja með samþykki kirkjuþings. Kirkjuráð skal taka hæsta tilboði eða hafna öllum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.