Gerðir kirkjuþings - 2021, Síða 89
89
15. mál 2021-2022
Flutt af Gísla Gunnarssyni, Stefáni Magnússyni og Þuríði Björgu Wiium Árnadóttur.
Þingsályktun um kaup og sölu fasteigna.
Kirkjuþing 2021-2022 samþykkir að fela kirkjuráði/framkvæmdanefnd kirkjuþings að
selja eftirtaldar fasteignir enda fáist viðunandi söluverð:
1. Árnes 1, Árneshreppi.
2. Voli, Flóahreppi.
3. Skeggjastaðir, Langanesbyggð.
4. Syðra-Laugaland, Eyjafjarðarsveit (íbúðarhús og lóð).
5. Brúnir (úr Syðra-Laugalandi), Eyjafjarðarsveit.
6. Hamrahlíð 12, Vopnafirði.
7. Hvammstangabraut 21, Hvammstanga.
II.
Kirkjuþing samþykkir að fela fjárhagsnefnd, í samvinnu við framkvæmdanefnd
kirkjuþings, að vinna að heildstæðri eignastefnu þjóðkirkjunnar og þar verði m.a. horft til
þeirra skýrslu um fasteignamál þjóðkirkjunnar sem lögð var fram í 3. máli á yfirstandandi
kirkjuþingi. Sérstaklega verði þar horft til þeirra flokkunar sem þar er gerð á fasteignum
kirkjunnar. Sömuleiðis verði horft til þess, að almenna reglan verði sú, að prestssetrum
í þéttbýli þar sem búa 500 manns eða fleiri verði fækkað þar sem slíkt er hægt vegna
aðstæðna á fasteignamarkaði. Búi fleiri en 500 manns í þéttbýliskjarna getur kirkjuþing þó
samþykkt að embættisbústaður skuli lagður til í eftirfarandi tilvikum:
• Þar sem aðstæður á fasteignamarkaði réttlæta slíkt
• Þar sem staðhættir, til að mynda eftir sameiningar prestakalla, réttlæta slíkt
• Þar sem söguleg eða menningarleg rök þykja mæla með því
Búi færri en 500 manns í þéttbýliskjarna getur kirkjuþing þó ákveðið að ekki skuli
lagður til prestsbústaður þar, ef sérstök rök mæla með því, s.s. að nálægð sé við fjölmennari
þéttbýlisstaði eða til að gæta samræmis innan sömu landsvæða.
III.
Kirkjuþing samþykkir, að horft skuli til þess, að þegar eignir kirkjunnar eru seldar
geta komið upp þær aðstæður að fjárhagslegir hagsmunir þjóðkirkjunnar og/eða landslög
krefjist þess, að víkja þurfi frá því ákvæði 5. mgr. 4. gr. starfsreglna um prestssetur og aðrar
fasteignir þjóðkirkjunnar þar sem segir:
Kirkjuráð skal auglýsa á almennum markaði allar fasteignir þjóðkirkjunnar, sem það
hefur ákveðið að selja með samþykki kirkjuþings. Kirkjuráð skal taka hæsta tilboði eða
hafna öllum.