Gerðir kirkjuþings - 2021, Blaðsíða 128

Gerðir kirkjuþings - 2021, Blaðsíða 128
128 129 Aðgengileiki. Til að gera þjóðkirkjuna aðgengilegri fyrir innflytjendur þurfa fulltrúar hennar að nálgast þá. Ekki er nóg að bjóða þeim til hennar í almennum auglýsingum á íslensku. Þátttaka innflytjenda í safnaðarstarfi. Söfnuðir kirkjunnar þurfa að skapa vettvang svo að innflytjendur geti tekið þátt í helgihaldi, lagt sitt af mörkum í safnaðarstarfi og átt samfélag við Íslendinga. Þátttaka Íslendinga. Þátttaka sjálfboðaliða af íslenskum uppruna er mjög mikilvæg. Fjölbreytileiki. Fagna ber fjölbreytileika þjóðfélagsins sem þarf að endurspeglast í starfi þjóðkirkjunnar, helgihaldi, sálmavali og notkun annarra tungumála. Sálgæsla og ráðgjafaþjónusta. Margir innflytjendur eru félagslega einangraðir og vita ekki af sálgæsluþjónustu kirkjunnar og annarri aðstoð sem hún veitir. Þeir þurfa að fá vitneskju um þetta tilboð. Stuðningur við söfnuði. Söfnuðir sem bjóða upp á starf fyrir innflytjendur þurfa að fá fræðslu fyrir starfsfólk sitt og sjálfboðaliða. Ljóst er að mikil þörf er á fjölgun starfsfólks á þessu sviði, prestum, djáknum eða öðrum sem hafa sérþekkingu á þessum málaflokki. Gagnkvæm aðlögun Íslendinga og innflytjenda. Mikilvægt er að hjálpa innflytjendum að aðlagast íslensku samfélagi en Íslendingar þurfa líka að læra að umgangast þá, bæði í safnaðarlífi og almennt í þjóðfélaginu. Stuðningur við starf fyrir innflytjendur. Nú þegar eru nokkrir söfnuðir með starf fyrir fólk af erlendum uppruna. Dæmi um það eru foreldramorgnar í Hallgrímskirkju, íslensku- kennsla í Ástjarnarkirkju og starf Alþjóðlega safnaðarins í Breiðholtskirkju sem veitir inn flytjendum og flóttafólki víðtæka þjónustu, einstaklingsbundna ráðgjöf og sál gæslu- þjónustu auk helgihalds. Slíkt starf þarf þjóðkirkjan að efla og styðja í fleiri söfnuðum. II. KAFLI Þjóðkirkjan og málefni flóttafólks 1. Tilgangur Þjóðkirkjan þarf að auka þjónustu við fólk á flótta í söfnuðum landsins. Mikilvægt er að þau geti fundið sig heima í kirkjum landsins. Margar af mikilvægustu sögum Biblíunnar fjalla um fólk á flótta og fólk sem flytur á milli landa, þar sjáum við hve viðkvæm staða þeirra er og hvaða stöðu þau hafa í augum Guðs. Þess vegna ber þjóðkirkjunni að þjóna hælisleitendum og fólki sem flytur í kærleika. 2. Hlutverk þjóðkirkjunnar í málefnum flóttafólks • Þjóðkirkjan er sjálfstæður aðili í málefnum flóttafólks á Íslandi. • Þjóðkirkjan er opin fyrir öllu flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd. • Þjóðkirkjan er athvarf flóttamanna og vinnur að því að réttindi þeirra séu virt og hugað sé að velferð þeirra. Það á einnig við um þá sem fengið hafa vernd í öðru landi en treysta sér ekki til að dvelja þar vegna óbærilegra lífskjara og sækja því um hæli hérlendis í von um betri framtíð. • Þjóðkirkjan styður sérstaklega börn á flótta og þá sem eru á flótta vegna kristinnar trúar sinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.