Gerðir kirkjuþings - 2021, Page 129
129
• Þjóðkirkjan sem athvarf miðlar fólki, óháð trú, kærleika Guðs og veitir því trúarlega
þjónustu.
3. Leiðarljós
Sjálfstæður aðili: Þjóðkirkjan sem sjálfstæður aðili í málefnum flóttafólks á Íslandi
stendur vörð um mannhelgi og mannréttindi flóttafólks sem hefur ekki rödd í íslensku
samfélagi. Þannig endurspeglast gullna reglan í lífi kirkjunnar.
Skjólshús: Þjóðkirkjan er athvarf fyrir flóttamenn og vinnur gegn öllu sem vegur að
mannhelgi fólks og gefur þeim tækifæri til að kynnast kristinni trú.
Með skjólshúsi er átt við að kirkjan styður fólk á flótta og veitir því skjól og umhyggju,
fyrirbæn og trúarlega þjónustu.
Móttökusöfnuðir: Til þess að auðvelda framkvæmd og þjónustu við flóttafólk er lagt
til að nokkrir söfnuðir verði tilnefndir sem móttökusöfnuðir er vinni að því að byggja
upp starf með flóttafólki í söfnuðum sínum. Þeir eru Háteigskirkja, Breiðholtskirkja,
Ástjarnarkirkja og Keflavíkurkirkja. Með þessu er ekki verið að hindra aðra söfnuði í að
vinna að málefnum flóttafólks. Þvert á móti geta allir söfnuðir gerst móttökusöfnuðir óski
þeir þess. Hver móttökusöfnuður hagar starfi sínu eftir þörfum þess samfélags sem hann
þjónar.
Samstarf við aðila innanlands- og utan. Mikilvægt er að vera í góðu sambandi við þá
aðila innan lands sem láta sig málefni flóttafólks varða t.d. Rauða kross Íslands, Amnesty
International á Íslandi, sveitarfélög, lögmenn flóttafólks og frjáls félagasamtök. Einnig er
mikilvægt að vera í tengslum við samtök á erlendum vettvangi sem láta sig þessi málefni
varða eins og t.d. Lútherska heimssambandið, Alkirkjuráðið og norrænar systurkirkjur.
III. Kafli
Skipulag
Lagt er til að biskup Íslands skipi framkvæmdanefnd með fólki sem hefur reynslu og
þekkingu á málefnum innflytjenda og flóttafólks. Nefndin fylgi eftir stefnu þjóðkirkjunnar
í þessum málaflokki með því að skipuleggja þjónustu fyrir flóttafólk, leiði framkvæmd
þjónustunnar og leggi mat á árangur stefnunnar. Hún leiðbeini og aðstoði söfnuði
þjóðkirkjunnar í þessum málaflokki.
Framkvæmdanefndin skili skýrslu árlega, endurskoði stefnu um málefni flóttafólks og
innflytjenda, leggi fram tillögur að nýrri framtíðarsýn og starfsáætlun á fjögurra ára fresti
til biskups Íslands.
IV. KAFLI
Verkefni og markmið þjóðkirkjunnar
í málefnum innflytjenda og fólks á flótta
Mikilvægt er að málefni innflytjenda og flóttamanna komist á dagkrá safnaða
Þjóðkirkjunnar og að starfsfólk þeirra og sóknarnefndir fái fræðslu og hjálp við að
koma slíku starfi á fót. Hér þurfa leiðtogar kirkjunnar og fræðsludeild hennar að koma
myndarlega að málum.