Fréttablaðið - 18.03.2023, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.03.2023, Blaðsíða 6
Þeir hafa staðið undir því trausti sem þeim er sýnt með þessum flutningum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra Iðnskólarnir á Íslandi eru nú þegar keyrðir á fullum afköstum. Þór Pálsson, framkvæmda- stjóri Raf- menntar ser@frettabladid.is IÐNAÐUR Ætla má að á annað þús- und rafvirkja og rafeindavirkja vanti til starfa hér á landi ef mark- mið stjórnvalda um kolefnishlut- leysi á að ganga eftir fyrir árið 2040. Þetta kom fram í ávarpi Hjörleifs Stefánssonar, formanns Samtaka rafverktaka (SART), á ráðstefnu í vikunni og bar yfirskriftina Orku- mál – horft til framtíðar. Þar vitnaði hann í fulltrúa frá sænskum systursamtökum SART sem segir að þar í landi vanti 30 þúsund raftæknimenntaða iðn- aðarmenn til starfa til að geta mætt loftslagsmarkmiðum sænsku ríkis- stjórnarinnar í þessum efnum. Á ráðstefnunni kom einnig fram í máli Þórs Pálssonar, framkvæmda- stjóra Rafmenntar, að iðnskólarnir á Íslandi eru nú þegar keyrðir á fullum afköstum, en þeir fullnýti fjárveitingar sem þeir fái til kennslu í iðngreinum. Fyrir vikið sé svo komið að fjöl- margir komist ekki að í náminu því skólarnir hafa ekki fjármagn til að taka við fleiri nemendum. Fram kom á ráðstefnunni að 120 til 150 manns ljúka að jafnaði sveinsprófi í rafiðngreinum á ári. Á sama tíma eru hins vegar um það bil 100 rafiðnaðarmenn sem fara á eftirlaun þannig að nettó fjölgun í greininni er sáralítil. Af þeim sem taka sveinspróf er svo allt að fimmtungur sem heldur áfram í framhaldsnám þannig að einungis er um að ræða árlega fjölgun um 10 til 5 rafiðnaðarmenn. „Það er því ljóst að ef á að ná markmiðum um kolefnishlutleysi þarf að fjölga rafiðnaðarfólki og þá þurfa skólarnir meiri fjármuni til að geta skilað fleiri faglærðum í rafiðn út á vinnumarkaðinn,“ segir Þór. n Vantar á annað þúsund rafvirkja Þórdís Kolbrún R. Gylfa- dóttir utanríkisráðherra segir gamlar herþotur sem Pólverjar senda til Úkraínu munu hafa áhrif á gang mála en ekki jafn mikil og ef nýrri þotur væru sendar. Úkraínu- menn hafi staðið undir trausti sem þeim er sýnt. helenaros@frettabladid.is UTANRÍKISMÁL Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra telur að fyrirhuguð herþotusending Pól- verja til Úkraínu muni skapa pressu á aðrar þjóðir sendi einnig þotur. Hún segir að tíminn muni leiða í ljós hvort önnur ríki fylgi fordæmi Pólverja. Að sögn Þórdísar Kolbrúnar eru pólsku þoturnar allt annars eðlis en þær sem kæmu frá Bandaríkja- mönnum ef þeir myndu senda orr- ustuþotur, sem þeir hyggjast ekki gera. „Áhrif á gang stríðsins, varnir Úkraínumanna, yrðu meiri með öðrum tegundum en þær sem Pól- land er að senda.“ Greint hefur verið frá því að Pól- verjar verði fyrstir þjóða til að senda herþotur til Úkraínu en þeir áætla að afhenda fyrstu þoturnar á næstu dögum. Fleiri þjóðir hafa íhugað að gera slíkt hið sama. Vélarnar sem Pólverjar ætla að senda eru gamlar herþotur frá tímum Sovétríkjanna sem úkra- ínskir hermenn hafa hlotið þjálfun á. „Þróunin hefur auðvitað verið sú allt frá upphafi stríðsins að Úkraínumenn biðja um tegundir af vopnum og það fer alla jafna frekar hægt af stað og er síðan samþykkt og ég hef ekki séð annað en að Úkraínumenn hafi staðið undir því trausti. Í þessu felst oft mikil þjálfun og þeir hafa sinnt því mjög hratt og vel. Þeir hafa staðið undir því trausti sem þeim er sýnt með þessum flutn- ingum,“ segir Þórdís Kolbrún. Utanríkisráðherra bætir við að Úkraínumenn hafi þrýst mjög á að fá orrustuþotur sendar og að það geri þeir ekki að ástæðulausu. „Þannig að þetta mun hafa einhver áhrif,“ segir hún. Þórdís Kolbrún er sjálf nýkomin frá Úkraínu ásamt Katrínu Jakobs- dóttur forsætisráðherra. Segir hún meðal annars að rætt hafi verið um stuðning Íslands við Úkraínu. Í ferðinni hafi gefist tækifæri til að spyrja hvernig sá stuðningur hefur gengið eftir þar sem hann komi úr ýmsum áttum. „Svörin voru að við höfum verið að setja fjármuni heilt yfir á rétta staði. Líka áður en við tökum þær ákvarðanir þá erum við í sambandi við Úkraínumenn alla jafna. Þann- ig að það var gott að finna það að þessi stuðningur er að skila sér og er almennt skilvirkur og skilar sér hratt, sem skiptir máli fyrir þau,“ segir Þórdís Kolbrún. n Herþotusending Pólverja skapi fordæmi fyrir aðra Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra kemur af ríkisstjórnarfundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Rannís auglýsir eftir umsóknum í Jafnréttissjóð Íslands Jafnréttissjóður Íslands var stofnaður 2015 í tilefni af 100 ára kosningarréttarafmæli íslenskra kvenna. Tilgangur sjóðsins er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem auka jafnrétti kynjanna. Jafnréttissjóður Íslands nýtur framlaga af fjárlögum og gert er ráð fyrir úthlutun á tveggja ára fresti. Árið 2023 hefur sjóðurinn 60. m.kr. til ráðstöfunar. Úthlutað verður næst úr sjóðnum 19. júní 2023. Umsóknarfrestur rennur út 27. apríl 2023, kl. 15:00. Umsóknum skal skila á rafrænu formi í gegnum umsóknar- kerfi Rannís. Ekki er tekið við umsóknum á öðru formi. Nánari upplýsingar er að finna á www.rannis.is. Jafnréttissjóður Íslands Umsóknarfrestur til 27. apríl kl. 15:00 Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir eftir umsóknum um Nýræktarstyrki sem veittir eru fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum. Umsóknarfrestur er til 17. apríl 2023. Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð á www.islit.is katrinasta@torg.is RÚSSLAND Handtökuskipun á Vladimír Pútín Rússlandsforseta var gefin út í gær af dómara við Alþjóðlega sakamáladómstólinn fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Pútín er sagður ábyrgur fyrir ólöglegum flutningi á börnum. Rússar neitar öllum ásökunum um alla stríðsglæpi og eiga ekki aðild að dómstólnum. Pútín er ákærður fyrir þátttöku sína í f lutn- ingi barna frá Úkraínu til Rússlands. Talið er að Rússar hafi rænt að minnsta kosti 6 þúsund börnum en líklega er heildartalan hærri. Vísindamenn frá Yale-háskóla hafa fundið 43 búðir í Rússlandi sem úkraínsk börn hafa verið flutt í, allt frá fjögurra mánaða aldri. Ástæða flutninganna er talin vera pólitísk endurmenntun. n Handtökuskipun á hendur Pútín Vladimír Pútín, Rússlandsforseti 6 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 18. MARS 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.