Fréttablaðið - 18.03.2023, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 18.03.2023, Blaðsíða 54
Í ytri hönnun EV9 er mikilvægur sá hluti hugmyndafræðinnar sem kallast „Bold for Nature“ og felst í að sameina þætti úr náttúrulegu og efnislegu umhverfi. MYNDIR/KIA Tveir 12,3 tommu snertiskjáir eru samþættir við einn fimm tommu skjá til að bæta stafræna upplifun. Kia EV9 var frumsýndur á miðvikudag í framleiðsluút- gáfu sinni en áætlað er að bíll- inn fari á markað í lok ársins. Um 6–7 sæta bíl er að ræða í svipuðum stærðarflokki og Kia Telluride í Bandaríkj- unum. njall@frettabladid.is Kia hefur ekki gefið miklar upplýs- ingar með bílnum enn þá en þó er sagt að hann hafi 540 km drægi sem ætti að þýða rafhlöðu í kringum 100 kWst. Kia EV9 kemur á sama E-GMP undirvagni og EV6 og er því með 800 volta rafkerfi. Það þýðir að bíll- inn getur tekið hraðhleðslu allt að 350 kW og hlaðið 100 km hleðslu á aðeins sex mínútum. Bíllinn verður bæði fáanlegur í afturhjóladrifinni útgáfu eða með fjórhjóladrifi og GT-útgáfa EV9 gæti verið í kringum fimm sekúndur í hundraðið. Það er margt sem vekur athygli í hönnun EV9 eins og ljósabún- aður og aftursæti sem geta snúist í hring. „Kia EV9 er nýstárlegur þar sem markmiðið er að endurskil- greina staðla fyrir hönnun, tengi- möguleika, notagildi og ábyrgð í umhverfismálum,“ sagði Karim Habib, aðstoðarframkvæmdastjóri og yfirmaður Kia Global Design Center. „Kia EV9 er einkar hátækni- legur og nútímalegur rafvæddur valkostur á markaðinum fyrir stærri fjölskyldubíla. Þessi nýja gerð öku- tækja veitir bæði ökumanni og farþegum einstaka upplifun og mikil þægindi með hugvitsamlegri nýtingu á rými, tækni og hönnun.“ Betur verður fjallað um Kia EV9 í næsta Bílablaði Fréttablaðsins. n Kia sviptir hulunni af EV9 Kia hefur sagt að EV9 komi með allt að 540 km drægi samkvæmt WLTP-staðlinum. Bíllinn verður svipaður Cayenne í útliti en með meira kúpulagi. MYND/STUTTCARS njall@frettabladid.is Porsche hélt í vikunni blaðamanna- fund þar sem að farið var yfir hvað er væntanlegt á næstu árum. Þar voru meðal annars sýndar fyrstu myndir af væntanlegum sjö sæta lúxusjeppa sem kallast eins og er K1. Myndin sýndi reyndar aðeins bíl undir segli en að sögn forstjóra Porsche, Oliver Blume, mun bíllinn bjóða upp á mikið afl, sjálfkeyrslu og nýja gerð innréttingar. Þegar hefur komið fram að bíllinn verður byggður á útgáfu SSP-undirvagnsins sem einnig fer undir Macan EV og Audi Q6 e-tron. Rafútgáfa Macan mun koma á markað strax á næsta ári, en svo er von á rafdrifnum Porsche 718 bíl árið 2025. Loks er rafútgáfu Cayenne að vænta árið 2026 og K1-bíllinn mun koma í kjöl- farið. Það þarf ekki að koma á óvart að Porsche færi sig enn meira inn í fram- leiðslu jeppa og jepplinga ef skoð- aðar eru sölutölur síðustu ára. Árið 2022 seldi Porsche merkið 87.000 Macan og 96.000 Cayenne á móti 40.000 Porsche 911 og 34.000 Pana- mera. Oliver Blume lét einnig hafa eftir sér að K1-bíllinn yrði smíðaður í verksmiðju Porsche í Leipzig.  n Porsche K1 kemur á markað 2027 VW ID.2all er fyrsti bíllinn með MEB Entry-undirvagninum og framdrifi. MYND/VW GROUP njall@frettabladid.is Volkswagen hefur lengi verið bíla- merki fjöldans enda á það velgengni sinni að þakka bílum eins og VW Bjöllu og Golf. Þess vegna skiptir miklu máli að vel takist núna með ID.2all sem fara mun í samkeppni við Peugeot e-208, Opel Corsa-e og á næstunni Tesla Model 2. VW ID.2all verður fyrsti bíll merkisins á nýja MEB Entry-undirvagninum. Markmiðið með honum er að smíða bíl sem yrði undir 25.000 evrum í verði. Munurinn á honum miðað við MEB-undirvagninn er að hann er framdrifinn og þar af leiðandi með einfaldari afturfjöðrun. Frumsýningu ID.2all bar brátt að og er sagt að hönnun tilraunaútgáf- unnar hafi aðeins tekið tvo mánuði. Bíllinn er svipaður að stærð og VW Polo en með aðeins meira hjólhafi. Tilraunaútgáfan kemur með 223 hestafla rafmótor svo að upptakið verður um sjö sekúndur í hund- raðið. Rafhlöður munu koma í tveimur stærðum, 38 og 56 kWst, og drægi stærri rafhlöðunnar 450 km sam- kvæmt WLTP-staðlinum. Innan- dyra verða stærri skjáir en áður, 10,9 tommu skjár fyrir framan ökumann og 12,9 tommu margmiðlunarskjár fyrir miðju. Farangursrými bílsins vekur eftirtekt en það er 440 lítrar sem er meira en í ID.3 og meira en 100 lítrum stærra en í VW Polo. n VW forsýnir ID.2all njall@frettabladid.is Tikynnt hefur verið hvaða þrír bílar í hverjum flokki eru komir í úrslit í vali á Heimsbíl ársins. Tilkynnt verður um sigurvegara 5. apríl næstkomandi við sérstaka athöfn á Bílasýningunni í New York. Alls eru það 100 bílablaðamenn frá 32 löndum sem sjá um valið að þessu sinni. Sá flokkur sem skiptir mestu máli er Heimsbíll ársins, en þeir þrír bílar sem keppa þar til úrslita eru BMW iX1, Hyundai Ioniq 6 og Kia Niro. Einnig eru veitt verðlaun í f lokki rafknúinna bíla, lúxusbíla, sportbíla, borgarbíla og fyrir bestu hönnunina. Hér að aftan má sjá hvaða bílar komust í úrslit í þessum flokkum: n Rafbíll ársins: BMW i7, Hyundai Ioniq 6, Lucid Air. n Lúxusbíll ársins: BMW i7, Genesis G90, Lucid Air. n Sportbíll ársins: Kia EV6 GT, Nissan Z, Toyota GR Corolla. n Borgarbíll ársins: Citroen C3, ORA Funky Cat, VW Taigo. n Hönnun ársins: Hyundai Ioniq 6, Range Rover, Lucid Air. Tilkynnt um bíla í úrslit Heimsbíls ársins 38 bílar FRÉTTABLAÐIÐ 18. mARs 2023 laUGarDaGUr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.