Fréttablaðið - 18.03.2023, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 18.03.2023, Blaðsíða 44
Kvikmyndin The Grump: In search of an Escort, var frum- sýnd í Bíó Paradís í vikunni. Af því tilefni kom leikstjóri myndarinnar, Mika Kauris- mäki, til landsins og ber hann landi og þjóð vel söguna. Ég held að þetta sé í fjórða skiptið sem ég kem til Íslands og mér finnst það alltaf jafn frábært,“ segir finnski stórleikstjórinn Mika Kaurismäki. Hann var staddur hér á landi í vikunni í tilefni frum- sýningar á kvikmyndinni The Grump: In Search of an Escort. „Ég kom hingað fyrst á kvik- myndahátíð á níunda áratugnum. Þá kynntist ég Friðriki Þór og fleira kvikmyndagerðarfólki. Svo þegar ég kom í annað skipti, á níunda ára- tugnum, þá kynntist ég Ingvari,“ segir Mika. Þar á hann við kvik- myndaframleiðandann Ing var Þórðarson en hann er einn fram- leiðenda The Grump. „Í þessari ferð fór ég ásamt fleira fólki á Kaffibarinn og þar var Ing- var á bak við barinn, var einn eig- endanna. Þarna var fullt af fólki og mjög gaman,“ segir Mika. Hann og Ingvar hafa síðan unnið að ýmsum verkefnum saman og eru góðir vinir. „Ég kalla hann son minn, það er alveg nægur aldursmunur á okkur til þess,“ segir Mika kíminn. Fjölmargar kvikmyndir Grump hefur fengið afar jákvæð viðbrögð eftir að hún var frum- sýnd fyrir fullu húsi í Bíó Paradís í vikunni. Mika segir húmor Íslend- inga og Finna að mörgu leyti líkan, það geti útskýrt vinsældirnar. „Ég held að við séum lík að mörgu leyti. Sérstaklega húmorinn. Kannski er það af því við erum að einhverju leyti bæði einangruð. Tungumál Íslendinga og Finna eru til dæmis ólík hinum skandinavísku tungu- málunum,“ segir hann. „Maður sér það oft á norrænum kvikmyndahátíðum að Finnar og Íslendingar hópast saman.“ Mika hefur framleitt, skrifað og leikstýrt tugum kvikmynda og er afar mikils metinn í Finnlandi. Hann og bróðir hans, Aki Kauris- mäki, vinna einnig mikið saman og hafa þeir bræður komið að um fimmtungi kvikmynda sem gefnar hafa verið út í Finnlandi frá árinu 1980. Mika stefndi þó ekki alltaf að því að vinna við kvikmyndir. Hann vann á tímabili sem húsamálari og lærði síðar arkitektúr í Tækni- háskólanum í München. „Það var erfitt að komast inn, ég var mjög ánægður með að hafa tekist það og fannst mjög gaman að vera þarna. Við hliðina á arki- tektúrskólanum var hins vegar kvikmyndaskóli sem ég labbaði fram hjá á hverjum degi og ég var mjög áhugasamur um kvikmyndir, horfði á tvær kvikmyndir á hverjum degi, svo einn daginn ákvað ég bara að fara inn,“ segir Mika. „Það var enn erfiðara að komast inn í kvikmyndaskólann en það var að komast inn í Tækniháskólann og ég bjóst alls ekki við því að ég kæm- ist inn, svo það kom mér skemmti- lega á óvart þegar ég var einn af þeim 30 sem komust inn. Það voru nefnilega 7.000 sem sóttu um,“ segir hann. Bjó undir Jesú Mika fæddist í Helsinki en ólst upp í finnskum smábæ, hann flutti svo til Alltaf frábært að koma til Íslands Mika Kauris- mäki og bróðir hans Aki hafa komið að út- gáfu fimmtungs allra kvikmynda sem gefnar hafa verið út í Finn- landi síðan árið 1980. Fréttablaðið/ anton brink Þýskalands þar sem hann menntaði sig en síðar fór hann á kvikmynda- hátíð í Brasilíu. „Ég ætlaði bara að vera í eina viku en var í 20 eða 30 ár,“ segir hann. „Um leið og ég kom til Brasilíu áttaði ég mig á því að mig langaði að ferðast um landið og svo bara ílengdist ég,“ segir hann. „Þú hefur séð styttuna af Jesú Kristi í Rio De Janeiro er það ekki? Ég keypti mér hús undir hendinni á honum, bara undir handarkrikan- um á Jesú. Á myndum af styttunni og póstkortum sést alltaf í húsið mitt,“ segir hann. „Brasilía er svo stór og Ríó er algjör suðupottur. Þar eru ýmis félagslega vandamál og mikil stétta- skipting en fólkið er svo vingjarn- legt. Margir spyrja mig að því hvort það sé ekki hættulegt að vera þar, það getur auðvitað verið það ef þú ert á röngum stað á röngum tíma. En meirihluti fólks er heiðarlegur og ég þekki landið vel,“ segir Mika. Fann ástina „Það héldu margir að ég hefði elt konu til Brasilíu en það var ekki þannig. Þar kynntist ég hins vegar konunni minni, hún er frá El Salva- dor en þar bjuggum við í nokkur ár,“ segir Mika en hann býr nú ásamt fjölskyldu sinni í Finnlandi. „Mig langaði mikið að hafa þau með mér hér á Íslandi en þetta er svo stutt stopp núna,“ segir Mika. Hann kom til Íslands á þriðjudag og fór aftur til Finnlands í gær þar sem nýjasta mynd hans var frum- sýnd, heimildarmynd um finnsku rokkhljómsveitina Hassisen Kone. „Já, það er búið að vera skemmti- legt og mér finnst mjög gaman að gera heimildarmyndir og ég hef mikinn áhuga á tónlist,“ segir Mika, sem sjálfur spilar á trommur. „Ég fór aldrei í tónlistarskóla heldur spilaði bara inni í bílskúr. Svo hef ég spilaði í alls konar hljómsveitum og strák- arnir í Hassisen Kone eru góðir vinir mínir.“ The Grump: In Search of an Escort er þriðja myndin um gaml- an nöldursegg sem lendir í hinum ýmsu ævintýrum og hefur myndin notið mikilla vinsælda víða. „Já, þessi mynd var á toppnum í Finn- landi yfir aðsóknarmestu innlendu myndina, eina myndin sem toppaði okkur var Top Gun,“ segir Mika. „Finnar elska þessar myndir og allir geta tengt við karakterana. Það gæti vel farið svo að ég myndi leikstýra fjórðu myndinni um The Grump,“ segir hann. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég var bara að leikstýra. Ég hef alltaf líka verið að framleiða eða skrifa eða eitthvað slíkt. Þetta var mjög þægilegt og ég gæti alveg hugsað mér að gera fjórðu myndina, hún yrði þá sú síðasta í röðinni,“ segir Mika að lokum. n Ég keypti mér hús undir hendinni á honum, bara undir handarkrikanum á Jesú. Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is 28 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 18. mARs 2023 lAUgARDAgUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.