Fréttablaðið - 18.03.2023, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.03.2023, Blaðsíða 8
Fólk dregur saman seglin, nær að selja fyrir sæmilegt verð og kaupir ódýrara úti á landi. Sigrún Hulda Jónsdóttir, leikskólastjóri á Urðarhvoli Húsnæðiskrísan keyrir fólks- flutninga áfram. Eftir áratuga flótta frá landsbyggðinni suður snýst dæmið nú við. Dæmi eru um 22-faldan mun á verði íbúðarhúsnæðis eftir svæðum. bth@frettabladid.is HÚSNÆÐISMÁL Leikskólastjóri í Kópavogi segist þekkja þrjú dæmi um að barnafjölskyldur standi í þeim sporum að þurfa að flytja út á land til að búa í ódýrara húsnæði. Afborganir af húsnæðislánum sligi foreldra. Sigrún Hulda Jónsdóttir, leik- skólastjóri á leikskólanum Urðar- hvoli, segist ekki þekkja dæmi um að barnafjölskyldur hafi f lúið Reykjavík gagngert vegna skorts á leikskólaplássum líkt og ung reyk- vísk móðir í Vesturbænum sagði vera staðreynd í Fréttablaðinu í gær. „Hins vegar kannast ég við að fólk er í óvenjulegum mæli að flytja út á land eftir að hafa tekið íbúðalán sem reynast mjög óhagstæð,“ segir Sigrún Hulda. Sigrún þekkir að minnsta kosti þrjú dæmi um flutning foreldra sem hafi átt börn á Urðarhvoli. „Þetta eru ungar fjölskyldur sem hafa tekið lán fyrir sínu húsnæði og eru með há lán. Þegar verðbólgan tikkar inn og vextirnir fara upp er erfiðara að borga af húsnæðinu og þá dregur fólk saman seglin, nær að selja fyrir sæmilegt verð og kaupir ódýrara úti á landi.“ Áfangastaðir barnafólks sem f lytur brott eru misjafnir. Sigrún Hulda nefnir Akranes, Akureyri og Stokkseyri sem segla fyrir barnafólk sem áður bjó í Kópavogi. Í mörg ár hefur þekkst að fólk sem fæðist úti á landi flytji á höfuðborg- arsvæðið. Viðsnúningurinn er nýr af nálinni, að sögn leikskólastjórans. „Þetta er mjög óvenjulegt ástand.“ Á fasteignavef Fréttablaðsins sést að fermetraverð er oft margfalt hærra á höfuðborgarsvæðinu en úti á landi þótt munurinn hafi dregist saman á sumum svæðum. Landsbyggðin orðin fyrirheitna landið Sú breyting hefur orðið vegna húsnæðisvandans að fólk flytur nú að sunnan og norður. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Aðalfundur VR VR | Kringlunni 7 | 103 Reykjavík | Sími 510 1700 | vr@vr.is | vr.is Aðalfundur VR verður haldinn miðvikudaginn 29. mars 2023 kl. 19:30 á Grand hótel Reykjavík. Fundurinn verður bæði stað- og fjarfundur. VR félagar verða að skrá sig fyrirfram fyrir kl. 12:00 á hádegi á fundardegi. Túlkun á ensku verður einungis í boði í fjarfundi. Allar kosningar á fundinum verða rafrænar og fundargögn sömuleiðis. Mikilvægt er að öll sem mæta á fundinn hafi meðferðis viðeigandi búnað (tölvu eða snjalltæki) til þess að geta tekið þátt í kosningum. Á dagskrá eru hefðbundin aðal- fundar störf, lagabreytingar, reglu- gerðarbreytingar og ákvörðun um innborgun í VR varasjóð. Skráning og upplýsingar er að finna á vr.is/adalfundur 173 fermetra einbýlishús við Ásgötu á Raufarhöfn kostar nú 14 milljónir króna. Fermetraverðið er 81.000 krónur. Við Kirkjuveg í Ólafsfirði er fer- metrinn einnig mjög ódýr á lands- vísu eða 220.000 krónur miðað við ásett verð á 76,8 fermetra einbýlis- húsi sem auglýst er til sölu á innan við 17 milljónir króna. Á Sauðárkróki er 50 fermetra blokkaríbúð til sölu á 18 milljónir króna. Fermetraverðið er 367.000 krónur. Á Dalvík er hægt að kaupa 77 fer- metra íbúð í fjölbýlishúsi á tæpar 24 milljónir, fermetraverð er 310.000 krónur. Verðmunur hefur minnkað milli höfuðborgarsvæðisins, Suðurnesja, Selfoss, Akraness og Akureyrar. Víða er þó enn hægt að gera góð kaup á þessum stöðum. Á Akureyri virðist ódýrasta fermetraverðið um 424.000 krónur miðað við fasteigna- auglýsingu á eign við Þórunnar- stræti sem selst á 22 milljónir. Mörg dæmi eru um að fermetrinn kosti 500.000–600.000 krónur í þétt- býli nálægt höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík hafa verið seldar eign- ir síðustu misseri þar sem verð hvers fermetra er 1,8 milljónir króna. Það er 22-falt hærra fermetraverð en í dæminu að ofan frá Raufarhöfn. n n Sauðárkrókur 18.000.000 krónur. n Raufarhöfn 23.900.000 krónur. n Akureyri 21.900.000 krónur. n Raufarhöfn 14 .000.000 krónur. olafur@frettabladid.is DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur sýknaði í gær ríkið og Lindar- hvol af kröfum Frigusar II um bætur vegna sölu Lindarhvols á Klakka ehf. Sigurður Valtýsson, forsvarsmaður Frigusar II, segir dóminn vera mikil vonbrigði. „Þau gögn og vitnisburðir sem komu fram við aðalmeðferð málsins sýndu alvarlegar brotalamir í tengslum við söluna á eignarhlut ríkisins hjá Lindarhvoli. Jafnræði var ekkert, gagnsæið hverfandi og leyndarhyggja ríkjandi, þvert á lög og siðareglur félagsins. Það eru mikil vonbrigði að dóm- arar málsins litu fram hjá þessum stóru ágöllum. Við munum fara yfir dóminn og taka ákvörðun í fram- haldinu um áfrýjun til Landsréttar.“ Birgir Ármannsson, forseti Alþing- is, situr enn á greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkis- endurskoðanda um málefni Lindar- hvols, og kom hún því ekki til skoð- unar fyrir dómi. Sigurður Valtýsson segir það óþolandi og ólíðandi að gögn sem eigi að vera opinber skuli vera falin í þessu dómsmáli, ríkinu til hagsbóta. Athygli vekur að fjölskipaður dómurinn vísar til ósamþykktrar skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2020 um að ekkert hafi verið út á starf- semi Lindarhvols að setja, en stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur ekki séð sér fært að afgreiða skýrsluna án þess að fá greinargerð Sigurðar Þórðarsonar til hliðsjónar. Þrátt fyrir að dómurinn hafni dómskröfum stefnenda var máls- kostnaður milli aðila felldur niður, sem þykir gefa til kynna að dómnum þyki stefnendur hafa haft eitthvað til síns máls. n Vísað í ósamþykkta skýrslu í dómi Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Frigusar II, fer yfir dóminn með Sigurði Val- týssyni, forsvarsmanni félagsins, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 8 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 18. MARS 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.