Fréttablaðið - 18.03.2023, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 18.03.2023, Blaðsíða 49
Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla við varnarsvæðið árið 1976. MYND/LJÓSMYNDASAFN BYGGÐASAFNS REYKJANESBÆJAR Dvöl setuliðsins á Íslandi svífur yfir vötnum á Safnahelgi á Suður- nesjum. Þar verður kynnt frá- sagnasöfnun um varnarliðið á Miðnesheiði auk þess sem stríðs- minjasýning fer fram í Keflavík. arnartomas@frettabladid.is Nú stendur yfir Safnahelgi á Suðurnesj- um þar sem margvísleg dagskrá fer fram á sýningum og söfnum á svæðinu. Í Duus safnahúsi munu þær Eva Kristín Dal, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar, og Helga Vollertsen, sérfræðingur þjóð- hátta við Þjóðminjasafn Íslands, kynna nýja heimildasöfnum um varnarliðið á Miðnesheiði og áhrif þess á líf og störf Íslendinga. „Við erum að safna þjóðháttum eða nú-heimildum um veru varnarliðsins og áhrifin sem hún hafði á íslenskt sam- félag,“ segir Eva Kristín um verkefnið sem ber heitið Innan girðingar og utan. „Varnarliðið var á Miðnesheiði frá 1949 til 2006 þannig að þeir sem muna elstu tímana og unnu fyrst á vellinum eru kannski orðnir frekar gamlir svo það fer hver að verða síðastur að safna þessum heimildum frá fyrstu tíð.“ Eva Kristín segir þó að líka sé mikill áhugi á að heyra frá yngra fólki sem upplifði tímann undir síðari hluta tutt- ugustu aldar og fram til 2006. Söfnunin fer fram með fjórum spurningaskrám, hverri með sínu þema, sem svarað er á vefnum í gegnum gagnagrunninn Sarp. „Fjórða skráin er á ensku og heitir „On and off base“. Þar er markhópurinn hermenn og fjölskyldur þeirra sem voru staðsett hér á Miðnesheiði. Við ætlum að reyna að teygja okkur til Bandaríkjanna og fá þeirra upplifun af því hvernig lífið á Íslandi var.“ Með heimildasöfnuninni segir Eva Kristín að einna helst sé verið að leita að sögum og frásögnum af upplifun ein- staklinga. „Það er til mikið af formlegum sögu- legum heimildum en við viljum endilega fá persónulega upplifun fólks.“ Stríðsmunirnir trekkja að Þá geta þeir sem eru áhugasamir um sögu og muni frá tímum varnarliðsins einnig lagt leið sína á stríðsminjasýn- ingu í Gamla Pakkhúsinu í Keflavík. Þar sýna safnarar muni úr einkasöfnum og þrátt fyrir að sýningin sé minni í sniðum en sú síðasta verður þar mikið af hlutum sem hafa ekki verið sýndir áður. „Það komu yfir tvö þúsund manns hérna síðast þar sem þetta var tals- vert stærri sýning,“ segir Sigurður Már Grétarsson safnari. „Við verðum fimm safnarar með muni hérna núna en það verður hellingur af f lottum hlutum, til dæmis frá þeim sem komust ekki á sýn- inguna núna.“ Sem safnari er Sigurður helst í vopn- um og skotfærum frá fallbyssum og skriðdrekum. Þá eru aðrir safnarar hver með sína sérstöðu. „Það eru einhverjir sem sérhæfa sig í skjölum og við erum með einn sem er sérfræðingur í hjálmum,“ segir hann. „Þetta skiptist skemmtilega á milli svo við erum ekki allir með sömu hlutina.“ Þá verða munir frá sprengjudeild Landhelgisgæslunnar til sýningar. „Þarna verður til dæmis 57 millimetra fallbyssa, sprengjueyðingarbúningur og eitthvað f leira,“ segir Sigurður sem ítrekar að sýningin sé fjölskylduvæn. „Við verðum með bás þarna þar sem við leyfum krökkunum að setja á sig hjálm og hluta af búningum til að taka myndir og svona.“ Nánar um dagskrána má finna á safnahelgi.is. n Innan girðingar og utan Það er til mikið af form- legum sögulegum heim- ildum en við viljum endilega fá persónulega upplifun fólks. Eva Kristín Dal, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, Gunnhildur Óskarsdóttir lést á heimili sínu þann 17. mars 2023. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 24. mars kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarfélagið Göngum saman. Arnór Þórir Sigfússon Óskar H. Gunnarsson Óskar Örn Arnórsson Agla Sigríður Egilsdóttir Ragnhildur Erna Arnórsdóttir Snorri Már Arnórsson Chanel Björk Sturludóttir Magnús Óskarsson Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Aðalfríður Dýrfinna Pálsdóttir og faðir minn, Steinn Mikael Sveinsson létust á hjúkrunarheimilinu Skjóli þann 15. mars síðastliðinn. Útför þeirra fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 5. apríl kl. 13.00. Páll Eyjólfsson Signý Kjartansdóttir Gaukur Eyjólfsson Birna Jónsdóttir Stefán Eyjólfsson Bergþóra Tómasdóttir barnabörn og barnabarnabörn Hörður Steinsson Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Guðrún Hólmfríður Sigurðardóttir fyrrum talsímakona á Kópaskeri er látin. Sigmar Sigurðsson Helga Sigfríður Ragnarsdóttir Árni Páll Ragnarsson Guðrún Ósk Valtýsdóttir Anna Þuríður Jónsdóttir Manfreð Jóhannsson Sigurður Ragnarsson Þóra Sigríður Gísladóttir barnabörn og barnabarnabörn Elsku mamma, dóttir, systir og mágkona, Nína Karen Grétarsdóttir tækniteiknari, lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum við Hringbraut síðastliðinn miðvikudag. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 30. mars klukkan 11. Sigrún Elísa Gylfadóttir Sandra Jóhannsdóttir Grétar Þorsteinsson Hjörtur Þór Grétarsson Anna Kristín Pétursdóttir Selma Björk Grétarsdóttir Halldór Gunnarsson Anna Borg Harðardóttir og fjölskyldur Helen Gunnarsdóttir Jónsson fæddist í Bandaríkjunum 18. febrúar 1953. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík þann 10. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Við minnumst þín eins og þú varst. Aðstandendur Elsku eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Önundur Kristjánsson skipstjóri og útgerðarmaður, Aðalbraut 41a, Raufarhöfn, lést í faðmi fjölskyldu sinnar á Skógarbrekku á Húsavík, föstudaginn 3. mars. Útför hans fer fram frá Raufarhafnarkirkju laugardaginn 25. mars klukkan 14.00. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Skógarbrekku fyrir frábæra umönnun og hlýju. Una Þórdís Elíasdóttir Gunnþóra H. Önundardóttir Þorkell Ingimarsson Elva Önundardóttir Páll Karlsson Freyja Önundardóttir Kristján Marinó Önundarson Þóra Björg Sigurðardóttir Sindri Önundarson Ragnhildur Halla Bjarnad. afabörn og langafabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir og systir, Þuríður Þórðardóttir Þjóðbraut 1, Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, sunnudaginn 5. mars eftir erfiða baráttu við krabbamein. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 21. mars kl. 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök HVE, Akranesi, eða Sveinusjóð til styrktar Ölveri sumarbúðum (kt. 540580-0149, banki 0552-14-11000). Sérstakar þakkir sendum við til starfsfólks Lyflækningadeildar á Sjúkrahúsinu á Akranesi, fyrir hlýhug, frábæra umönnun og stuðning. Þórður Sævarsson Valgerður Jónsdóttir Benedikt Sævarsson Sunna Lind Ægisdóttir Lilja Sævarsdóttir ömmustelpurnar Sigþóra Karlsdóttir systkini FRÉTTABLAÐIÐ TÍMAMÓT 3318. MARS 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.