Fréttablaðið - 18.03.2023, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 18.03.2023, Blaðsíða 22
börn lengur og höfðu verið með okkur í þessari uppvinnslu allri. Næst tók við að segja okkar nánasta fólki fréttirnar en ég veit að það er erfið ákvörðun hjá mörgum, hverj- um á að segja og hvernig.“ Magnús segir þau hafa upplifað létti við að segja frá, um leið og ein- hver vissi af veikindunum fannst þeim sem byrðinni hefði verið dreift á fleiri herðar. „Fyrsta hugsun hjá öllum er umhyggja, þó að fólk eigi misauð- velt með að sýna hana – þá er það yfirgnæfandi tilfinning.“ Magnús, sem á þessum tíma starf- aði sem deildarforseti Læknadeildar við Háskóla Íslands, tók sér leyfi frá störfum. „Ellý ræddi við sitt nánasta sam- starfsfólk og tók næstu mánuði í að hugsa næstu skref, vinna í sjálfri sér og hvernig við ættum að melta þetta. Þegar hún svo tók ákvörðun um að tala um þetta opinberlega breytti það lífi okkar allra í fjöl- skyldunni og umgengni okkar við alla,“ segir Magnús en þau hjón eiga stóra vinahópa og mikið af sam- starfsfólki. Þögnin mengar öll samskipti Magnús lýsir því að þegar þessi stóri ósagði hlutur var kominn út í almannaróm hafi það breytt öllum samskiptum. „Það er svo f lókið að hitta ein- hvern sem maður þekkir vel og þykir vænt um og viðkomandi spyr hvað sé að frétta. Ef þú getur ekki sagt stóru fréttina þá er allt sam- talið á yfirborðinu. Svo veit maður líka að svona alvarlegir hlutir berast út. Á meðan það er ekki opinbert segir fólk kannski næsta manni í trúnaði, maður veit að það er gert af umhyggju en ekki sem kjaftasaga. En á meðan það er ósagt þá er það í þagnargildi og sá sem er með sjúkdóminn veit ekki hverjir vita. Það mengar og gerir öll samskipti erfiðari. Fólk verður jafnvel feimið við að hitta viðkomandi því hvernig áttu að umgangast manneskju sem þú veist að er með alvarlegan sjúk- dóm en þú getur ekki faðmað hana og rætt það við?“ Ótrúlegt afrek að halda erindi Þann 29. mars 2017 flutti Ellý erind- ið „Þegar minnið hopar“ á fræðslu- fundi Íslenskrar erfðagreiningar, þar sagði hún á opinskáan hátt frá reynslu sinni af Alzheimer, sjúk- dómnum sem hún hafði greinst með rúmu hálfu ári áður. „Það var ótrúlegt afrek hjá henni að gera það. Þar lýsti hún því vel hvernig hún fór að draga sig í hlé eftir að hún sagði af sér sem borgar- ritari.“ Hjónin voru vön að stunda félags- líf af miklum móð, fara á tónleika, veitingastaði og á sýningaropnanir en Ellý var farin að draga sig inn í skel. „Hún forðaðist að hitta fólk og ef við fórum á tónleika vildi hún fara beint heim. Allt í einu rennur upp fyrir henni að hún er orðin fangi eigin sjúkdóms. Hún er með sjúk- dóm eins og aðra sjúkdóma en getur ekki talað um það, það verður smátt og smátt óbærilegt og mjög ólíkt hennar persónuleika. Ég segi ekki að hún sé mjög opin en hún hefur alltaf verið mjög hreinskilin og talað hreinskiptið um alla hluti. Hún hefur alltaf, bæði í vinnu og einka- lífi, getað tekið óþægileg mál og talað um þau og þarna var stærsta málið í lífi okkar og við gátum ekki rætt um það.“ Ellý sagði Magnúsi að sig langaði að segja frá greiningunni opinber- lega og hann vissi að verið væri að undirbúa hjá Íslenskri erfðagrein- ingu fyrirlestraröð um heilann og sjúkdóma honum tengda. „Ég spurði Kára hvernig honum litist á að Ellý myndi tala um sinn sjúkdóm. Hann var fyrst hræddur við það. Í fyrsta lagi óttaðist hann að þetta yrði óbærilega erfitt fyrir Ellý, það hafði enginn gert þetta svo við vissum ekki hvað þetta myndi þýða fyrir hana. Hún var enn þá að vinna, yrðum við fyrir áreiti? En Ellý var alveg ákveðin. Þetta var á fallegum snemmvordegi og þegar við fjölskyldan gengum út eftir þetta var of boðslega þungu fargi af okkur létt. Okkur leið öllum svo vel, það varð ekki aftur snúið, þetta breytti alveg lífi okkar.“ Magnús lýsir því að opinberunin hafi breytt miklu fyrir sjálfsöryggi Ellýjar og hún hafi aftur orðið eins og hún átti að sér að vera. „Við fórum aftur út að hitta fólk.“ Aðspurður um viðbrögðin segir Magnús: „Ég held ég get sagt að alveg und- antekningarlaust er þetta ekkert nema jákvæð upplifun. Ellý upplifði það aftur og aftur að ókunnugt fólk þakkaði henni fyrir.“ Lifðu innihaldsríku lífi Hjónin tóku meðvitaða ákvörðun um að njóta hversdagsins. „Eðli starfs síns vegna þurfti Ellý að skipta um starfsvettvang og fór niður í 60 prósent starfshlutfall. Ég sagði starfi mínu sem deildarforseti Læknadeildar lausu og starfaði sem prófessor í rannsóknum og kennslu og losnaði þannig úr þeim erli sem áður hafði fylgt starfi mínu. Í stað þess að ætla okkur að fara að gera einhverja stóra hluti tókum við ákvörðun um að njóta hversdagsins. Við gengum yfirleitt daglega langa göngutúra um borgina og ég var með myndavélina með. Við fórum mikið út að borða og á tónleika og hittum mikið af fólki. Þetta var okkar leið til að lifa innihaldsríku lífi.“ Smátt og smátt missti Ellý ákveðna getu, hún sem hafði verið mjög bókhneigð hætti að geta lesið. „Þá fórum við meira í bíó eða að horfa á góðar myndir í sjónvarpinu og gátum þannig fengið svipaða útrás og af bókunum, á annan hátt.“ Magnús segir sér hafa verið hætt við að fókusera á það sem Ellý missti en uppgötvað síðar mikilvægi þess að beina sjónum að því sem hún enn hafði og efla það. Lítið innsæi í eigin getu Aðspurður hvernig Ellý hafi upp- lifað að finna getu sína hverfa smátt og smátt svarar Magnús: „Þar kemur líklega til blanda tvenns: Geta Ellýjar til að fókusera á hið jákvæða í lífinu, án þess að vera í einhverjum Pollýönnu-leik, síðan gerist það líka með þennan sjúk- dóm, og kannski almennt í mann- legu eðli, að maður hefur ósköp lítið innsæi í eigin getu. Við þekkjum það öll, þegar við eldumst, að við sjáum það ekki endilega sjálf og dauð- bregður þegar við sjáum jafnaldra okkar,“ segir hann í léttum tón. „Þegar sjúklingur með Alzheimer er að tapa einhverri getu, hefur hann lítið innsæi í það, þannig að Ellý hélt áfram að elska bækur þó að hún gæti ekki lesið. Þegar sjúk- dómurinn var orðinn nokkuð langt genginn tók hún upp á því að taka upp bækur og renna fingrum sínum yfir letrið. Fyrst þegar ég sá það fannst mér það sorglegt, henni fannst hún vera að lesa, en var ekki að því. En svo rann það upp fyrir mér að sennilega var hún bara að upplifa það sem bókalesturinn gaf henni áður, oft voru þetta bækur sem hún þekkti til og sennilega fékk hún einhverja minningu upp þar sem hún fór samviskusamlega yfir letrið, hverja blaðsíðuna á eftir annarri.“ Lærðum mikið af Ellý Magnús hefur deilt ýmsu um fram- þróun sjúkdóms Ellýjar og þær til- finningar sem henni fylgja, á sam- félagsmiðlum. Fylgjendur hans, stórir vinahópar hjónanna og koll- egar, fá þannig ómetanlega innsýn í upplifun aðstandanda Alzheimer- sjúklings. „Ég hef aldrei verið mjög opinn á mínar persónulegu tilfinningar en hef lært í gegnum þetta. Við fjöl- skyldan lærðum mikið af Ellý og það hefur hjálpað okkur mikið. Fyrst er það þetta óbærilega svartnætti sem blasir við manni. Svo er það sjálfsbjargarviðleitnin sem er innbyggð í okkur f lest. Maður getur ekki lifað við upphaf- legu sýnina, svo smátt og smátt lærir maður að njóta þess sem hægt er og við náðum að lifa mjög innihalds- ríku lífi í þrjú, fjögur, fimm ár eftir greininguna.“ Þegar Magnús er spurður hvort þau í upphafi, þegar Ellý hafði enn getu til, hafi rætt árin fram undan, og hvernig skyldi taka á því þegar getan færi hverfandi, hugsar hann sig um og svarar: „Það er eflaust gott að eiga slíkar samræður, en ákvarðanir sem maður tekur fimm árum áður, án innsýnar í stöðuna á þeim tíma- punkti, eru dálítið marklausar. Á endanum eru þær ákvarðanir, sem ég og börnin erum nú að taka fyrir hönd Ellýjar, byggðar á væntum- þykju fyrir henni og okkar þekk- ingu á hennar persónuleika. Sem læknir veit ég að það er oft hvatt til þess að fólk sé búið að taka ákvarðanir fyrir fram og gera samn- inga um lífslokameðferð og slíkt, en ég upplifði í þessu ferli að maður er svo lítt meðvitaður um hvernig manni muni líða þegar kemur að þessum erfiðu tímapunktum í líf- inu.“ Rosalega erfið ákvörðun Magnús nefnir ákvörðunina um að Ellý færi á hjúkrunarheimili en nú er komið ár síðan hún flutti á Roða- sali, sambýli og dagdeild fyrir heila- bilaða. „Sú ákvörðun var alveg rosalega erfið. Þetta er ekki samræða sem hægt er að taka á vitrænum grunni við þá manneskju sem er að fara inn á hjúkrunarheimili, ekki í rökræn- um skilningi. Þá skiptir svo miklu máli að hafa í gegnum allt ferlið haft börnin og nána ættingja með í samræðunni, þannig verða slíkar ákvarðanir náttúrulegar. Engin af þessum skrefum hafa verið tekin í ósætti eða minnsta vafa um að þar séu hagsmunir Ellýjar í forgrunni.“ Magnús segist hafa rætt mikið við fólk í svipaðri stöðu og áttað sig á að flestir upplifðu áþekkar tilfinningar við þau tímamót. „Flest upplifðum við að hvorki töldum við að kominn væri tími, né að við og okkar makar þyrftum á því að halda. Maður er alltaf á eftir í þessu og kannski áttar sig ekki á þreytunni og álaginu á fjölskyld- unni. Þarna stígur fagfólkið inn.“ Erfitt að hætta að vinna Ellý fékk inni í dagþjálfun í Hlíðar- bæ rúmum tveimur árum eftir að hún greindist. „Það voru svolítið erfið skref fyrir Ellý sem þá hafði verið að vinna í hlutastarfi og fannst verið að kippa fótunum undan tilveru sinni.“ Upphaflega átti hún að vera hluta úr degi en Magnús segir henni undir eins hafa liðið vel þar og því hafi hún fljótt verið þar allan daginn. „Ég er sannfærður um að dagþjálf- un sé úrræði sem eigi að byrja fyrr þegar kemur að þessum sjúkdómi. Við erum ekkert feimin við að tala um endurhæfingu eftir hjartaáfall, heilablóðfall eða krabbamein, en í þessum sjúkdómi er eitthvert stigma tengt því að fara í dagþjálf- un. Eins og það sé einhver viður- kenning á því að þú sért kominn ákveðið langt í ferlinu, að það sé uppgjöf. Það er allt of mikið af fólki með heilabilun sem situr heima hjá sér og þá makar og ættingjar jafnvel líka að sinna þeim. Svo þegar farið Magnús er fær áhugaljósmyndari og eiginkonan hans aðalviðfangsefni. Hér er uppáhaldsmyndin hans af Ellý. Það sem er erfiðast við þennan sjúkdóm er hvað þetta er langt kveðjuferli og það er erfitt að átta sig á að maki manns er orðinn allt annar en hann var. Í stað þess að ætla okkur að fara að gera einhverja stóra hluti tókum við ákvörðun um að njóta hvers- dagsins.  22 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 18. mARs 2023 lAUgARDAgUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.