Fréttablaðið - 18.03.2023, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 18.03.2023, Blaðsíða 48
Þetta var rosa ávana- bindandi og ég var alltaf að spinna á halasnæld- unni í kaffitímum og hesthúsinu. MERKISATBURÐIR | Listakonan og skólabílstjór­ inn Jósefína Morell hefur nóg á sinni könnu en hún stendur fyrir sýningu á munum sínum tengdum ullarvinnslu á Akranesi um helgina. arnartomas@frettabladid.is Sýningin Fjársjóðir sauðkindarinnar var opnuð á Byggðasafninu í Görðum á Akranesi í vikunni og stendur yfir fram á sunnudag. Þar sýnir listakonan og skólabílstjórinn Jósefína Morell safn sitt af munum og áhöldum sem hún hefur viðað að sér við verkun á ullinni af kind­ unum frá Giljum í Hálsasveit. „Ég er voða mikið að spinna á rokk sem ég lærði fyrir rúmlega tuttugu árum síðan af henni Ástu í Kalmarstungu,“ segir Jósefína. „Hún sendi mér svo hala­ snældu sem er eitt elsta verkfæri heims. Þetta var rosa ávanabindandi og ég var alltaf að spinna á halasnældunni í kaffi­ tímum og hesthúsinu.“ Jósefína spinnur aðallega ull af kindum af jörðinni sem hún á ásamt fyrrverandi manninum sínum, en hefur líka verið að fikta við kanínuhár og jafnvel tófuhár sem hún fær frá nágranna sínum sem er tófuveiðimaður. Áhuginn á ullinni var til­ komin fyrir hálfgerða tilviljun. „Þegar ég var að flytja til Íslands sagði mér einhver að þá þyrfti ég að læra að prjóna,“ segir Jósefína sem kom hingað frá Svíþjóð. „Lopinn hér er fremur þykkur svo maður getur verið frekar fljótur að prjóna peysu.“ Hauskúpur og halasnældur Það kennir ýmissa grasa á sýningunni. Þar má sjá ýmis konar rokka, til dæmis þann fyrsta sem Jósefína eignaðist, heimasmíðaðan frá Hollandi. Þá er einn nýrri sem kemur frá Nýja­Sjálandi og meira að segja einn rafmagnsrokkur sem Jósefína segir að henti vel þegar maður er heima með börnin. Þá hefur Jósefína til sýnis ýmist band og fatnað sem hún hefur unnið. Sumir munirnir koma þó úr allt öðrum áttum, eins og til dæmis hauskúpur. „Ég hef verið að búa til málningu úr íslensku grjóti og svo hef ég verið að mála hauskúpurnar,“ segir hún og hlær. „Aðalstörfin mín eru að mála og að keyra skólabílinn en ullin hefur verið meira áhugamál.“ Er einhver munur í uppáhaldi hjá þér? „Það hlýtur að vera halasnældan,“ svarar Jósefína. „Ég kynntist konu á Hrafnagili þar sem vinkona mín var að sýna og hún sendi mér halasnældu sem ég fór að spinna á. Svo keypti ég mér sjálf aðeins nýtískulegri snældu á netinu og hef aðallega verið að nota hana. Maður festist alveg í þessu!“ Endurnýtir gamlar hurðir Þegar Fréttablaðið náði tali af Jósefínu var hún að gera sig tilbúna til að keyra með nemendur í Heiðaskóla í Hval­ fjarðarsveitinni. „Ég keyri inn Svínadalinn og til baka og enda á að taka mín börn. Þetta hentar mér mjög vel með mína aðalvinnu, að vera ekki föst í átta tíma á daginn ein­ hvers staðar,“ segir hún og bætir við að skólabíllinn sé ekkert að þvælast fyrir ull­ inni. „Það er gott að hafa svona rútínu, að vakna snemma á morgnana, rúnta aðeins um sveitina og svo kemst maður heim og getur gert það sem mann langar.“ Og Jósefína situr svo sannarlega ekki auðum höndum þegar hún kemur heim til sín eftir rúntinn. „Ég hef til dæmis verið að safna göml­ um hurðum sem ég er að mála. Það er svo gaman að endurnýta hluti og nota það sem er til.“ Sýning Jósefínu er opin í dag og á morg­ un milli klukkan 13 og 17. n Skólabílstjóri grúskar í ull, kúpum og gömlum hurðum Jósefínu er margt til lista lagt en hún flutti til landsins frá Svíþjóð. MYND/AÐSEND Sýningin á munum Jósefínu er opin í dag og á morgun milli klukkan 13 og 17. ÞETTA GERÐIST | | 19. MARS 1962 Fyrsta plata Bobs Dylan, sem heitir einfaldlega Bob Dylan, kom út þann 19. mars 1962. Platan var framleidd af John Hammond sem hafði samið við Dylan árið áður þrátt fyrir talsverða gagnrýni. Platan litast mjög af þeirri al- þýðutónlist sem Dylan sogaði í sig á hinum ýmsu kaffihúsum og klúbbum í New York. Af þrettán lögunum af plötunni eru aðeins tvö frumsamin en hin ellefu eru ábreiður af þekktum slögurum eins og House of the Risin' Sun og You're No Good. Dylan sagði síðar að hann hefði verið hikandi við að sýna of mikið af sjálfum sér svo snemma. Frumraun Dylans naut ekki mikillar hylli fyrst um sinn og var Dylan uppnefndur „feilspor Ham- monds“ um tíma. Platan náði síðar nokkrum vinsældum samhliða rísandi frægðarsól Dylans og komst í þrettánda sæti á breska vinsælda- listanum þremur árum eftir að hún kom út. n Fyrsta plata Bobs Dylan gefin út Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Útfararþjónusta í yfir 70 ár Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892 Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað Sverrir Einarsson S: 896 8242 Jón G. Bjarnason S: 793 4455 Jóhanna Eiríksdóttir Útfararstofa Íslands www.utforin.is w Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararstofa Hafnarfjarðar www.utfararstofa.is w Dofrahellu 9b, Hafnarfirði 37 Kalígúla verður Rómarkeisari. 1871 Parísarkommúnan er stofnuð. 1922 Mahatma Gandhi er dæmdur í sex ára fang- elsi á Indlandi fyrir borgaralega óhlýðni. Hann situr í fangelsi í tvö ár. 1926 Útvarpsstöð tekur formlega til starfa í Reykjavík. Hún hættir fljót- lega, en í kjölfarið hefur Ríkisútvarp- ið útsendingar 1930. 1971 Hæstiréttur Danmerkur kveður upp úrskurð sem gerir dönsku ríkisstjórninni kleift að afhenda Íslend- ingum handrit sem geymd höfðu verið í Árnasafni í Kaupmannahöfn. 1985 Ástralska sápuóperan Nágrannar hefur göngu sína á Seven Network. 2003 Listi viljugra þjóða sem styðja afvopnun Íraks er birtur og er Ísland á honum. Tveimur dögum síðar hefst innrásin í Írak. 2004 Lið MR tapar í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í fyrsta skipti síðan 1992. 32 TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 18. MARS 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.