Fréttablaðið - 18.03.2023, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 18.03.2023, Blaðsíða 42
Einar Kárason, María Reyndal og Gunnar Helgason hitt- ust á Hressó í Austurstræti þar sem þau ræddu meðal annars ritskoðun á verkum Roalds Dahl. Fréttablaðið/ Ernir Rithöfundarnir Gunnar Helgason og Einar Kárason og handritshöfundurinn og leik­ stjórinn María Reyndal ræða hvað má og hvað má ekki þegar kemur að ritskoðun bókmennta og uppfærslum á leikverkum í tengslum við heitar umræður undanfarið. Mikil umræða hefur verið undanfarið um ritskoðun bók­ mennta og annarra ritverka. Til dæmis hafa verk breska rithöfundarins Roalds Dahl verið til umræðu. Einn­ ig hefur verið bent á rasisma í upp­ færslu Íslensku óperunnar á verkinu Madama Butterfly. Helgarblaðið fékk rithöfundana Gunnar Helgason og Einar Kárason og handritshöfundinn og leikstjór­ ann Maríu Reyndal til að ræða hvað má og hvað má ekki þegar kemur að ritskoðun og uppsetningu verka. Gunnar: „Í þessum töluðu orðum er verið að brenna bækur í Banda­ ríkjunum, það er kannski alvarleg­ asta birtingarmyndin af þessu.“ María: „Já, það er alveg hinn póll­ inn, að verið sé að banna og brenna bækur. Banna það að saga svartra sé lesin í skólum eða saga samkyn­ hneigðra. Það er auðvitað miklu alvarlegra en að strika út orð úr bókum Roalds Dahl, og er umræða sem heyrist ekki mikið hérna en hún er mjög mikilvæg og við vitum ekkert hvort eða hvenær þessi þróun verður hér.“ Einar: „Ég held að þessi þróun sé að einhverju leyti byrjuð hér, það er að segja umræðan og tendensarnir. Í Bandaríkjunum eru þetta trúar­ hópar á biblíubeltinu sem agnúast út í allt sem er afbrigðilegt, það sem þeim finnst klámfengið, róttækt eða guðlaust. Þetta eru oft stór samtök sem mynda rosalegan þrýsting, segja að börnin okkar eigi ekki að fara í háskóla þar sem þetta er kennt og setja þrýsting á útgefendur og jafn­ vel bókabúðir sem eru viðkvæm fyrir svona. Það þýðir að fjöldanum öllum af stórmerkilegum heimslitteratúr hefur bara hreinlega verið slaufað.“ Einar: „Það sem mér finnst sorg­ legt er að frjálslynt víðsýnt fólk, sem tilheyrir ekki þessum öfgahópum, hefur tekið upp þessi merki og blæs nú ofan í kolakjallara með bókum af því að orðin eru ekki nógu falleg að þeirra mati. Þetta eru bækur eftir höfunda eins og Joseph Conrad og Mark Twain og svo heyrir maður þetta oft í umræðunni um J.K. Rowl­ ing.“ Gunnar: „Er það ekki umræða þar sem þarf að skilja á milli höfundar­ ins og höfundarverksins? Hún hefur verið gagnrýnd fyrir það sem hún segir en ekki það sem hún skrifar.“ Einar: „En bara af því hún hefur einhver ákveðin sjónarmið þá viljum við ekki að henni eða hennar bókum sé hampað. Ef rithöfundur er með slæmar skoðanir þá reynum við að blása þær af eða slaufa þeim. Þegar J.K. Rowling var hérna í Reykjavík hugsaði ég með mér: Hvar er móttak­ an í Ráðherrabústaðnum eða orðan frá forsetanum? Hún er búin að ala upp kynslóðir af krökkum sem bók­ menntafólk, en það var ekkert.“ María: „Það er kannski eitthvað sem hún er búin að kalla yfir sig.“ Reynið þið að huga að því hvað er í lagi og hvað ekki þegar þið skrifið ykkar verk? Gunnar: „Ég reyni það. Það er einhver þörf hjá mér að skrifa um hluti sem eru í deiglunni í mínar bækur. Ég hef skrifað um fatlaða krakka og núna er ég að skrifa um trans krakka í bók sem kemur út í vor. Þá hafði ég bara samband við Samtökin '78 og spurði hvernig væri best að gera þetta. Þau sögðu mér hvað er rétt og hvað ekki, hvað er meiðandi og hvað ekki. Setning­ arnar litu næstum því alveg eins út í mínum augum en fyrir þeim var þetta mikil breyting og ég fer auð­ vitað eftir því.“ María: „Já, en málið er bara að heimurinn breytist svo hratt. Það sem var í lagi í gær er maður kannski búinn að átta sig á að sé ekkert í lagi í dag. Ef ég tala fyrir mig þá breyt­ ast skoðanir mínar mjög hratt og maður er að taka skrefin með sam­ tímanum. Ég setti upp Línu Lang­ sokk fyrir tuttugu árum síðan. Í einu atriðinu voru frumbyggjar í strápils­ um, ég myndi ekki setja þetta eins upp núna. Ég myndi nota ímyndun­ araflið og reyna að gera þetta þann­ ig að það myndi ekki særa neinn eða láta einhverjum líða illa.“ Einar: „Sem skáldsagnahöfundur þá verður þú að geta skrifað um vont og gott fólk. Fólk sem hefir kosti og fólk sem hefur galla. Ég hef til dæmis áhuga á karakter sem hafði mikla kosti en var rosalega gallaður, hann var til dæmis gyðingahatari, ég held að þetta gæti orðið mjög áhugaverð bók ef það er hægt að koma henni saman, það væri erfitt, en mætti það? Fengi höfundurinn á sig ámæli?“ Gunnar: „Það færi eftir því hvern­ ig þú myndir sýna hann. Hvort það væri í jákvæðu ljósi sem fyrirmynd eða ekki.“ Einar: „Það myndi aldrei hvarfla að mér að búa til persónu sem ég ætlaði að hafa sem fyrirmynd fyrir annað fólk. Bara aldrei.“ Hvað finnst ykkur þá um uppsetn- inguna á Madama Butterf ly núna? Einar: „Þegar þarna koma fram einstaklingar og benda á að þeim sárni við að sjá hvernig þetta er gert þá er það auðvitað eitthvað sem á að taka tillit til. Eins og þegar það kom upp hvort ófatlaður leikari mætti leika fatlaðan. Auðvitað má það og við verðum að gera ráð fyrir því að leikarar geti brugðið sér í öll gervi en það þarf að vanda sig við það.“ María: „Það hlýtur að vera okkar ábyrgð sem listamanna að það Boð og bönn í heimi lista og bókmennta Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is verði framþróun í samfélaginu, að við séum ekki að viðhalda staðal­ ímyndum heldur brjóta niður for­ dóma. Við þurfum að taka ábyrgð og vanda til verka.“ Gunnar: „Það er mjög greinilegt að Þjóðleikhúsið brást mun betur við en Óperan. Þegar umræðan kom upp með fatlaða leikara þá opnaði leikhúsið dyrnar og sagði: Kennið okkur.“ María: „Þjóðleikhúsið fagnaði umræðunni og í kjölfarið var haldið málþing. Þetta hjálpaði okkur öllum að skilja, læra og þroskast sem sam­ félag og á sama tíma að opna leik­ húsið sem vinnustað fyrir fatlað fólk, ekki bara á sviðinu heldur þannig að það eigi rödd inni í þess­ ari listastofnun. Það hlýtur að vera mikilvægt fyrir okkur öll. Á meðan fer Óperan í vörn og sama gerir J.K. Rowling, það er munurinn. Vonandi mun Óperan nýta þetta tækifæri til að efla umræðuna.“ Einar: „Við getum fabúlerað um það hvað hún hefur sagt á Twitter og eitthvað en að ráðast gegn höf­ undarverkum og reyna að afstýra útbreiðslu þeirra og dreifingu og helst að læsa verkin niðri í kjallara vegna einhverra skoðana sem höf­ undurinn hefur eða hefur haft, það er alveg ömurleg þróun.“ María: „Hvort sem við erum að setja upp sýningu frá öðrum menn­ ingarheimum, eins og í Madama Butterfly eða ritskoða verk Roalds Dahl, þarf að vanda til verka. Maður upplifir það í ritskoðun á hans verk­ um að það sé illa að þessu staðið, að þetta sé ekki endilega vel gert. En þá erum við líka farin að tala um hvort það sé kannski bara betra að endur­ skrifa sögur heldur en að breyta ein­ hverjum orðum hér og þar.“ Gunnar: „Það er enginn munur á því að breyta strápilsunum í Línu og að breyta orðum Roalds Dahl. Það er verið að reyna að gera þetta þannig að allt sé réttum megin við strikið og að fólki sárni ekki. Ég skil þetta sérstaklega með leikhús en þetta er orðið svo mikið. Ég held til dæmis að mjög fáir núlifandi Íslendingar hafi lesið H.C. Andersen í upphaf­ legri útgáfu. Það er mjög erfitt að finna orginal H.C. Andersen­sögur á Íslandi en ég hef lesið þær og það var rosalegt. Það er búið að mýkja þær svo mikið og taka svo margt út.“ Voru þær þá svona grimmar? Gunnar: „Já, rosalega, en svo horfði ég á Harry Potter­mynd­ irnar og þær eru ekkert síður brútal og þannig eru breskar barnabók­ menntir. Þess vegna spyr ég mig af hverju við erum að breyta þessu. Af hverju reynum við ekki bara að finna næsta Roald Dahl og af hverju erum við að setja upp Línu Lang­ sokk í tuttugasta skipti í staðinn fyrir að gera eitthvað nýtt? Það sem við erum að gera núna verður svo ritskoðað í döðlur eftir 20, 40 eða 100 ár eða jafnvel ekki gefið út. Það er bara þannig.“ En hvernig tilhugsun er það? Að ykkar verk verði ritskoðuð og þeim jafnvel breytt? Það er enginn munur á því að breyta strápils- unum í Línu og að breyta orðum Roalds Dahl. Það er verið að reyna að gera þetta þannig að allt sé rétt- um megin við strikið. Gunnar Helgason 26 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 18. MARs 2023 lAUgARDAgUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.