Fréttablaðið - 18.03.2023, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 18.03.2023, Blaðsíða 40
 Það er undan- tekning að ég fái hraðtísku- föt til að selja í búðinni, einfaldlega vegna þess að þau endast ekki nógu lengi til að eiga sér framhalds- líf. Jóhanna María Einarsdóttir jme @frettabladid.is Þann 1. febrúar var opnuð ný verslun að Austurströnd 10 á Seltjarnarnesi. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að búðin byggir alfarið á frjálsum framlögum og allur ágóði rennur óskiptur til góðgerðarmála. Sigríður Marta Harðardóttir starfrækir verslunina Elley í hús- næði sem er í hennar eigu. Allur hagnaður rennur óskiptur til Kvenna athvarfsins og varningur- inn samanstendur algerlega af frjálsum framlögum í formi fatn- aðar og gjafavöru. Sigríður segist afar þakklát fyrir viðtökurnar sem verslunin hefur fengið sem og alla fatapokana sem búðinni hafa borist síðan hún var opnuð í febrúar. Þráði að gefa til baka Þegar Sigríður Marta, eða Sigga eins og hún er alltaf kölluð, flutti til baka til Íslands eftir tíu ára veru í Bandaríkjunum, í miðjum Covid- 19 faraldri, kviknaði hugmyndin að því að finna leið til að gefa til baka til samfélagsins. „Ég var sjálfboðaliði í sambærilegri búð í Bandaríkjunum og í Los Angeles tók ég þátt í að safna fjármagni til að borga fyrir lista- og tónlistar- kennslu fyrir börn í almennings- skólum. Svo þegar ég var í meistara- námi í lögfræði í Duke University í Norður-Karólínu tók ég þátt í ýmsum „pro bono“-verkefnum. Svo þegar ég flutti til Íslands í faraldr- inum fór ég að hugsa með mér hvað ég gæti gert til að gefa til baka til samfélagsins. Hvernig gætum við hjálpað þeim sem standa höllum fæti,“ segir Sigga. Forréttindi og hollt fyrir sálina „Sjálfboðaliðastarf hefur alltaf verið eitthvað sem togar í mig því það er svo góð tilfinning að gefa til baka. Það eru hreinlega forrétt- indi og andlega hollt fyrir sálina að gefa ef maður getur og það kemur margfalt til baka. Í meistaranáminu mínu var ég framkvæmdastjóri lögfræðinga- þjónustu Lögréttu, félags laga- nema við HR, og fór í samstarf við Kvennaathvarfið. Þar veittum við endurgjaldslausa ráðgjöf til þeirra sem þurftu á því að halda. Þannig kynntist ég starfi Kvennaathvarfs- ins og fannst ótrúlegt að verða vitni að því hvernig þau gripu konur sem voru að upplifa versta tímabil lífs síns og veita þeim stuðning. Ég bjó í tíu ár samtals í Banda- ríkjunum og af þeim var ég um sjö ár í Los Angeles eða LA eins og Kaninn kallar borgina. Þaðan kemur líka nafnið á búðinni. Í Los Angeles varð ég fyrir miklum áhrifum af því hvernig second hand-búðir eru nú í fyrsta sinn að vaxa hraðar en hraðtískurisarnir. Það er nefnilega sorgleg staðreynd að tískuiðnaðurinn er annar mest mengandi iðnaður í heimi og það er ljóst að þetta er ekki sjálfbært dæmi og mun ekki ganga mikið lengur. Unga fólkið í dag er með puttann á púlsinum í þessum málum og velur frekar að gefa flíkum framhaldslíf heldur en að kaupa nýtt. Það þekkir þau nei- kvæðu áhrif sem hraðtískuiðnað- urinn hefur á umhverfið og myrku hliðarnar á því að vera stanslaust að kaupa ný föt. Hugsaðu þér. Það þarf þrjú þúsund lítra af vatni til þess að búa til einn bómullarbol. Það samsvarar drykkjarvatni fyrir eina manneskju í þrjú ár!“ segir Sigga. Vandaðri flíkur „Sjálf er ég af þeirri kynslóð sem á sínum tíma leit varla við notuðum Gefur fötum framhaldslíf fyrir sálina og samfélagið Sjálfboðaliðastarfið hefur alltaf togað í Sigríði Mörtu Harðardóttur og úr varð að hún opnaði góðgerðarverslunina Elley á Seltjarnarnesi. Sigríður vill þakka Eddu Sif Guðbrandsdóttur hjá Stúdíó Brandi fyrir að hanna inniviði verslunarinnar. Fréttablaðið/Ernir Sigga er þakklát fyrir öll framlögin og segir flíkurnar seljast fljótt. Nú þegar hefur safnast hátt í hálf milljón sem hefur runnið beint til Kvennaathvarfsins. Kvennaathvarfið nýtur góðs af starfsemi Elley. flíkum, því það var eitthvert tabú. En staðreyndin er sú að flíkurnar sem fást í second hand-búðunum eru almennt í mun meiri gæðum en hraðtískufötin. Þetta sést líka á því að það er eiginlega undan- tekning að ég fái hraðtískuföt til að selja í búðinni, einfaldlega vegna þess að þau endast ekki nógu lengi til að eiga sér framhaldslíf. Í dag leitast ég sjálf mun frekar eftir því að gefa fötum framhaldslíf því þetta eru almennt vandaðri föt og á góðu verði.“ Sigga bætir við að það sé hollráð að láta hraðtískuiðnaðinn ekki segja sér hvað maður eigi að kaupa heldur að sýna frekar sjálfstæða hugsun í fatavali og sköpunargleði. „Það er svo miklu skemmtilegra að skapa sinn eigin stíl og finna hvað manni sjálfum þykir flott, heldur en að láta tískubransann mata sig á því. Ég segi líka stundum að þegar þú kaupir föt úr nytjaverslun þá sértu að velja úr fallegum fötum sem aðrir hafa valið að kaupa áður. Margt af því sem ég er að fá í búðina er líka úr búðum sem sjást ekki hér á landi. Sumt kemur frá París eða jafnvel Egyptalandi. Fólk er þá búið að ferðast um heiminn og finna sér eitthvað fallegt. Svo þegar tími er kominn er það til- búið að gefa flíkinni framhaldslíf og kemur með hana hingað.“ Hefur safnast hátt í hálfa milljón Elley berast frjáls framlög á nánast hverjum einasta degi og kemur ýmislegt fallegt upp úr gjafapok- unum, allt frá fatnaði til gjafavöru. „Þegar við mætum á daginn til að opna búðina bíða eftir okkur nýir pokar af fötum og hlutum sem fólk hefur ekki lengur not fyrir. Það er frábær tilfinning að vita til þess að fötin sem þjónuðu manni vel eitt sinn, en ekki lengur, geti átt sér framhaldslíf hjá nýjum eiganda, í stað þess að hanga ónotuð í fataskápnum, húka í poka inni í geymslu eða veltast um í gáma- skipi á leið í sorpbrennslu erlendis. Enn betra er að vita til þess að ágóðinn sem hlýst af sölu fatanna rennur beint og óskiptur til góðs málefnis,“ segir Sigga. „Allt sem við seljum rennur til Kvennaat- hvarfsins og þau sem vilja borga með korti leggja upphæðina inn á reikning Kvennaathvarfsins. Við höldum skrá yfir það sem hefur safnast síðan á opnunardeginum og er upphæðin komin upp í hátt í hálfa milljón. Þetta er gott fyrir alla, þau sem gefa og þau sem versla. Gott fyrir sálina, samfélagið og góðgerðarmálin,“ segir hún. Alltaf pláss fyrir hjálp Sigga segir það gaman að geta gefið fólki tækifæri til að gefa til baka til samfélagsins. „Við erum alltaf með opnar dyr fyrir sjálfboðaliða og kunnum að meta alla þá hjálp sem við getum fengið, hvort sem fólk getur séð af einni mínútu eða tíu klukkustundum á mánuði til að hjálpa til í búðinni. Þetta á að vera skemmtilegt samfélagslegt verkefni þar sem fólk getur látið gott af sér leiða. Við reynum að standa vakt- ina frá klukkan 15.00-17.00 alla virka daga og laugardaga og höfum náð að manna flestalla dagana frá opnun. Svo auglýsum við á Insta- gram og Facebook ef við erum með opnanir á öðrum tímum. Ég bjóst í raun alltaf við því að þetta myndi ganga vel því það er markaður fyrir þetta. Fólk vill gefa hlutunum framhaldslíf og versla við áhugaverðar búðir þar sem hægt er að finna einstaka hluti. Enda sést það að flíkurnar fara hratt út. Þetta gengur vel. Að lokum vil ég þakka enn og aftur fyrir öll þau framlög sem okkur hafa borist og þau sem eiga eftir að berast í framtíðinni. Hérna sjáum við samfélagið vera að gefa til baka.“ Það verður spennandi að fylgjast með Elley vaxa og dafna og halda áfram að stuðla að bættu sam- félagi. n 8 kynningarblað A L LT 18. mars 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.