Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Blaðsíða 11
Fundurinn skorar á þingflokk Sjálfstæðismanna að
vinna að því, að forvextir af lánum til framleiðslunn-
ar verði lækkaðir frá því, sem nú er, og á næsta Al-
þingi að vinna að því, að löggjöf um afskrift á skipum
verði breytt þannig, að útvegsmönnum heimilist að
afskrifa meira af skipum en nú tíðkast og verði heim-
ilað að geyma rétt sinn til afskrifta, þegar svo illa
árar, að tekjuafgangur nægir ekki fyrir þeim.
Landbúnaðarmál.
Fundurinn vísar til yfirlýstrar stefnu Sjálfstæðis-
flokksins í landbúnaðarmálum, sbr. og samþykktir
síðasta landsfundar.
Fundurinn lýsir þeirri skoðun sinni, að baráttan
fyrir hagsmunum landbúnaðarins á undanförnum
áratugum, hafi ekki borið tilætlaðan árangur. Telur
fundurinn, að höfuðnauðsyn sé, að sú stefna verði
tafarlaust upp tekin, að fullkomnustu vélar séu not-
aðar bæði til að rækta landið og afla heyfengs, og
skorar á þingflokk Sjálfstæðismanna að styðja að
því eftir fremsta megni.
Niðurgreiðslur landbúnaðarafurða.
Fundurinn telur, að Alþingi hafi leiðzt inn á mjög
varhugaverða braut með niðurgreiðslum landbúnað-
arafurða, er kosta ríkissjóðinn tugi miljóna króna,
enda hafa bæði neytendur og bændur andmælt þeirri
skipan.
Lög um þetta efni falla úr gildi á næsta hausti. Á
hinn bóginn eru enn hvorki fyrir hendi nauðsynlegar
upplýsingar um markaðshorfur erlendis né f járhags-
afkomu og annað, er mestu máli skiptir.
9