Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Blaðsíða 15
Iðnaðarmál.
Sjálfstæðisflokkurinn vill vernda þann iðnað, sem
fyrir er í landinu, tryggja honum verkefni, reksturs-
fé og markað. Flokkurinn vill einnig stuðla að því,
að hér rísi nýr iðnaður, sem sýnt er, að eigi erindi
hingað og hefir tilveruskilyrði undir góðri stjórn.
Sjálfstæðisflokkurinn vill sérstaklega vinna að því
í iðnaðarmálum —
1. Að iðja og iðnaður eigi kost á lánsfé til starf-
semi sinnar í réttu hlutfalli við aðra atvinnuvegi þjóð-
arinnar.
2. Að útlendri iðnaðarframleiðslu verði ekki íviln-
að í tollaálögum gagnvart þeirri íslenzku, né veitt
aðstaða til ósanngjarnrar samkeppni.
3. Að sett verði löggjöf um iðnskóla, er tryggi
þeim svipaða aðstöðu og héraðs- og gagnfræðaskól-
um.
4. Að ekki verði dregið úr þeim kröfum um sér-
kunnáttu iðnaðarmanna, sem nú gilda, svo að stefnt
verði áfram að því að fá sem bezta iðnaðarvinnu og
iðnaðarframleiðslu.
5. Að unnið sé að því, að á hverjum tíma sé nægj-
anlegt efni og áhöld fyrirliggjandi í landinu til iðju-
og iðnaðarstarfa.
6. Að komið verði upp raforkuverum um land allt
fyrir sveitir og sjávarþorp, svo að iðnaður, hvar
sem er á landinu, eigi kost á nægilegu rafmagni til
starfrækslu sinnar.
7. Að hlynnt verði að því, að heimilisiðnaður eflist
sem mest og fái sem bezta aðstöðu.
8. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins lýsir sig full-
komlega samþykkan þeirri stefnu, er síðasta Alþingi
13