Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Blaðsíða 19
merk, en þinghald hið lengsta miðað við afrek. Er
það sízt sagt stjórninni til lasts fremur en Alþingi,
og er slíkt aðeins óhjákvæmileg afleiðing starfs þings
og stjórnar, þegar enginn heldur um stjórnvölinn, en
allt er látið reka á reiðanum. Þykir eigi taka að geta
hér neinna þeirra laga, er þá voru sett, enda eru
meðal þeirra engin, er spor marka.
Þingræðið í hættu:
Ef saga þessa tímabils væri nú öll sögð, myndi
þess síðar getið fyrir það eitt, að þá var vegur Al-
þingis minni, en dæmi voru til áður og væntanlega
einnig síðar, svo að við lá, að Alþingi hefði með öllu
glatað trausíi alls almennings í landinu. Er það ekki
ofmælt, að um þær mundir var þingræðið í mikilli
hættu, svo að vart mátti milli sjá, hvort það riðaði
fram af barminum eða næði að rótfestast að nýju.
Lokabaráttan í Sjálfstæðismálinu:
En svo sem öllum er kunnugt, verður samt sem
áður einmitt þetta tímabil um langa framtíð og von-
andi um allar aldir, þrátt fyrir allt, talið hið allra
merkasta í sögu þjóðarinnar. Veldur því, eins og allir
vita, lokabaráttan í sjálfstæðsmálinu, er lauk með
endurreisn hins íslenzka lýðveldis á Þingvöllum,
hinn 17. júní s. 1. Er sá þáttur stjórnmálasögunnar,
þrátt fyrir einstök skuggaleg fyrirbrigði, með þeim
glæsileik, að bera mun birtu af í hugum komandi
kynslóða til sóma jafnt fyrir þing sem þjóð.
Allir munu þeir viðburðir í fersku minni alls þorra
Islendinga. Samt sem áður þykir ekki annað hlýða
í slíku stjómmálayfirliti en að geta þeirra að nokkru.
17