Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Blaðsíða 7
Ályktanir landsfundar Sjálfstæðisflokksins.
Samþykktar á Þingvöllum 16. jání.
Sjálfstæðismálið.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins, haldinn á Þing-
völlum í júní 1945, lætur í ljós fögnuð sinn yfir því,
að lýðveldi var endurreist á íslandi 17. júní 1944, svo
sem síðasti landsfundur fól öllum trúnaðarmönnum
flokksins að vinna að. Þakkar fundurinn forystu-
mönnum flokksins ágæta forgöngu í málinu og öllum
landslýð nær einhuga fylgi við það á úrslitastund.
Afstaðan til ríkisstjórnarinnar.
Landsfundurinn lýsir ánægju sinni yfir því, að með
myndun núverandi ríkisstjórnar hefir verið fram-
fylgt þeirri ályktun síðasta landsfundar, að komið
yrði á sem víðtækastri stjórnmálasamvinnu í landinu
og að mynduð yrði þingræðisstjórn, er nyti stuðn-
ings meiri hluta Alþingis.
Lýsir fundurinn eindregnu fylgi við stefnuskrá rik-
iststjórnarinnar, sérstaklega það meginatriði hennar,
sem lýtur að nýsköpun atvinnulífsins og er í fullu
samræmi við yfirlýsta stefnu flokksins og fyrri
ályktanir landsfundar.
5