Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Blaðsíða 45
milljónir króna. Er það yfir tveim milljónum króna
meira en fyrrverandi stjórn lagði til, en sem kunnugt
er, fór einn af miðstjórnarmönnum Framsóknar-
flokksins með landbúnaðarmál í þeirri stjórn.
Þingið setti einnig ýmsa merka landbúnaðarlöggjöf,
þ. á. m. lög um jarðræktir og húsagerðarsamþykktir
i sveitum, lög um tilraunastöðvar í þágu landbúnað-
arins, lög um búnaðarmálasjóð o. m. fl. Hefði vitan-
lega engin slík löggjöf náð fram að ganga án frum-
kvæðis eða beins stuðnings stjórnarliða, er réðu lög-
um og lofum á Alþingi eftir stjórnarmyndunina. Vil
ég í þessu sambandi taka það fram og leggja sérstaka
áherzlu á, hversu áríðandi það er fyrir bændur, að
þeir skerist ekki úr leik eða sýni nýsköpunarfyrir-
ætlunum stjórnarliða áhugaleysi eða jafnvel óvild.
Það hefir verið illa á málum bænda haldið að undan-
förnu. Þeir standa í dag höllum fæti. Yfir þeim vofir
því mikil hætta, ef ekki er að gert. Forystan verður
að koma frá þeim sjálfum. Þeir eiga því jafnvel öll-
um öðrum fremur að taka vel á nýsköpuninni, starfa
að henni með lífi og sál og fylgja því fast fram, að
þeirra hlutur verði eigi látinn eftir liggja.
Þá var og myndarlega tekið á málefnum útvegsins.
Veitti þingið nær 20 milljónir á fjárlögum næsta árs
honum til framdráttar og var það 4 milljónum meira
en fyrrverandi stjóm lagði til. Ennfremur samþykkti
þingið mörg merk lög varðandi hagsmunamál útvegs-
ins, þ. á. m. yfir 20 mismunandi hafnalög, er kalla á
8 milljóna framlög og 13 milljóna ábyrgð ríkissjóðs.
Lánsheimild að upphæð 20 milljón krónur til bygg-
inga nýrra síldarverksmiðja var samþykkt. Ennfrem-
ur 15 milljóna lánsheimild til að greiða fyrir kaupum
43