Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Blaðsíða 50
St jómmálastraumhvörf:
Ég hefi þá í höfuðefnum gert grein fyrir stjórn-
arsamstarfinu í orði og á borði, loforðum og efndum.
Ég hefi þótzt sýna fram á, að á nær öllum sviðum
stjórnmálanna urðu fullkomin straumhvörf, þegar
Alþingi að nýju tók forystuna í sínar hendur. Ég
hefi sannað, að ekki aðeins tókst Alþingi að forminu
til að rétta við, eftir nær tveggja ára niðurlægingu,
heldur og að hef ja stórvirka sókn. Það tókst að sam-
ræma hin ólíku sjónarmið. Það tókst að sameina
kraftana í því skyni að tryggja frelsi landsins og
hagsmuni þess út á við og rétta hagnýtingu skjót-
fenginna efna til bættra lífskjara og aukins öryggis
komandi kynslóða.
Það hefir þegar tekizt að hrinda mörgu þörfu
áleiðis, jafnt á sviði löggjafar sem athafna. Það lán-
aðist að skapa sæmilegan vinnufrið í landinu í stað
langvarandi og sívaxandi verkfalla, er sviptu þúsund-
ir manna lífsviðurværi. Það heppnaðist að ná tökum á
óreiðunni, sem framundan var 1 sölu og útflutningi
sjávarafurða. Það tókst að selja allar afurðirnar svo
góðu verði, að komizt verður hjá að lækka lífskjör
almennings í landinu.
Það hefir tekizt að þoka svo langt áleiðis nýsköp-
unarfyrirætlunum stjórnarliðsins, að öruggt er, að þar
verður eigi látið sitja við loforðin ein, heldur er nú
sýnt, að framundan eru stórvirkari framfarir en áður
eru dæmi til í atvinnusögu þjóðarinnar.
Vonlaus stjórnarandstaða:
Með þessari skýrslugjöf um jákvæðar athafnir
48