Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Blaðsíða 22
á þá, er fastast héldu á málinu, og þykir eigi ólík-
legt, að þegar frá líður, muni sögunnar dómur um hið
sanna hugarfar þessara manna mótast af nefndum
blaðaskrfum. Er það maklegt.
Landsfundurinn markar sporin:
Síðasti landsfundur Sjálfstæðismanna gerði sér
ljóst, að nú riði á að slaka til í engu, heldur fylgja
málinu sem fastast fram. Lagði hann því megin-
áherslu á Sjálfstæðismálið. Voru fluttar um það
margar ágætar ræður, og bar þó ein langt af, en það
var ræða Bjarna Benediktssonar, borgarstjóra, er
síðar var prentuð í 20 þúsund eintökum og dreyft
um allt landið. Er ræða sú öll hin gagnmerkasta og
hefir án efa haft stórvægileg áhrif, jafnt í þá átt að
brjóta á bak aftur baráttuspor undanhaldsmanna
sem og til að vekja þjóðina og hvetja til sleitulausrar
baráttu að lokamarkinu.
Þá gerði og landsfundurinn skeleggar samþykktir
i málinu, og var í engu hvikað frá, að lýðveldið skyldi
endurreist eigi síðar en 17. júní 1944. Stigu menn á
stokk og strengdu þess heit, að una sér engrar hvíld-
ar fyrr en því marki væri náð.
Dregur til samkomulags:
Sjálfstæðismenn gerðu sér nú fullljóst, að margt var
með óheilindum um afstöðu ýmsra kunnra manna
til málsins. Valt því á miklu að stefna beint, en stýra
gætilega. Víkja hvergi frá stefnunni, en taka þó ekki
fast í taumana nema nauður ræki til. Var og aðstað-
an fyrir það óvissari, að í forsæti ríkisstjórnarinnar
sat maður, er í árslok 1942 hafði flutt ræðu, er bar
20