Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Side 22

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Side 22
á þá, er fastast héldu á málinu, og þykir eigi ólík- legt, að þegar frá líður, muni sögunnar dómur um hið sanna hugarfar þessara manna mótast af nefndum blaðaskrfum. Er það maklegt. Landsfundurinn markar sporin: Síðasti landsfundur Sjálfstæðismanna gerði sér ljóst, að nú riði á að slaka til í engu, heldur fylgja málinu sem fastast fram. Lagði hann því megin- áherslu á Sjálfstæðismálið. Voru fluttar um það margar ágætar ræður, og bar þó ein langt af, en það var ræða Bjarna Benediktssonar, borgarstjóra, er síðar var prentuð í 20 þúsund eintökum og dreyft um allt landið. Er ræða sú öll hin gagnmerkasta og hefir án efa haft stórvægileg áhrif, jafnt í þá átt að brjóta á bak aftur baráttuspor undanhaldsmanna sem og til að vekja þjóðina og hvetja til sleitulausrar baráttu að lokamarkinu. Þá gerði og landsfundurinn skeleggar samþykktir i málinu, og var í engu hvikað frá, að lýðveldið skyldi endurreist eigi síðar en 17. júní 1944. Stigu menn á stokk og strengdu þess heit, að una sér engrar hvíld- ar fyrr en því marki væri náð. Dregur til samkomulags: Sjálfstæðismenn gerðu sér nú fullljóst, að margt var með óheilindum um afstöðu ýmsra kunnra manna til málsins. Valt því á miklu að stefna beint, en stýra gætilega. Víkja hvergi frá stefnunni, en taka þó ekki fast í taumana nema nauður ræki til. Var og aðstað- an fyrir það óvissari, að í forsæti ríkisstjórnarinnar sat maður, er í árslok 1942 hafði flutt ræðu, er bar 20

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.