Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Blaðsíða 14
9. Flokkurinn telur þjóðarnauðsyn að efla og
styrkja íþróttalífið í landinu og telur, að íþróttirnar
séu ómetanlegur þáttur í uppeldis- og heilbrigðis-
málum æskulýðsins.
Samgöngumál.
Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherzlu á, að sam-
göngur á landi, sjó og í lofti, séu endurbættar og
auknar í sem fyllstu samræmi við kröfur nútímans
og þarfir þjóðarinnar. Telur flokkurinn, að þessu
marki verði bezt náð með því:
1. Að haga svo framkvæmdum við vega- og brúa-
gerðir, að notaðar séu sem mest hraðvirkar vélar, og
áherzla sé lögð á, að tengja á sem hagkvæmastan
hátt fjölmenn þorp og héruð við akvegakerfi lands-
ins, einkum þar sem vegleysur hamla eðlilegri þróun
viðskipta á milli sjávarþorpanna og byggðanna.
2. Að efla Eimskipafélag íslands og skapa því þau
starfsskilyrði, að það geti hér eftir sem hingað til
innt af hendi þá þjóðnytjastarfsemi, sem það hefir
rækt.
3. Að stefnt sé að því, að ísland geti sjálft haft
með höndum allar flugsamgöngur innanlands og
einnig tekið eðlilegan þátt í að halda uppi flugsam-
göngum við önnur lönd. Telur fundurinn, að ríkinu
beri að leggja fram fé í þessu skyni, ef með þarf,
án þess þó að seilast til yfirráða í félögum þeim,
sem það starf hafa með höndum. Einnig telur fund-
urinn að halda beri áfram fyrirgreiðslu fyrir þróun
flugmála, á líkan hátt og gert var á síðasta þingi,
þ. e., að ríkið byggi og viðhaldi flughöfnum eftir því,
sem þörf er á víðsvegar í landinu.
12