Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1982, Síða 15

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1982, Síða 15
hlutaskipulag án nokkurrar frekari skilgreiningar. Ekki er fyllilega ljóst, við hvað er átt. Hvort átt er eingöngu við „skipu- lag”, sem nái til margra sveitarfé- laga í heilu héraði eða landshluta eða hvort átt er við skipulag í víð- tækari merkingu sbr. enska hug- takið „Regional planning”, sem miklu víðtækara en hugtakið skipulag í merkingu skipulagslag- anna. Því „Regional planning” merkir almenna þróunaráætlun stórra landssvæða m.a. varðandi uppbyggingu atvinnuvega, skóla- ntál, heilbrigðis- og félagsmál („sector planning”) auk landnot- kunarskipulags og byggingar- skipulags. „Regional planning” er því svipaðrar merkingar og hug- takið „Byggðaáætlanir”. Allt Iandið er skipulagsskylt Skv. gildandi skipulagslögum eru öll sveitarfélög skipulags- skyld. Meginreglan er, að skipu- lagning er bundin við einstök sveitarfélög, en í lögunum eru einnig ákvæði um sameiginlegt skipulag (svonefnt svæðaskipulag sbr. 12. gr.) samliggjandi sveitar- félaga. Spyrja má, hvað í því felist, að öll sveitarfélög eru skipulags- skyld. Hvort skylt sé að skipu- leggja hvern fermetra lands í hverju einstaka sveitarfélagi landsins. Því er strax til að svara, að svo langt nær skipulagsskyldan ekki. Raunar kveða skipulags- lögin ekki á um það, hversu víð- tæk skipulagsskyldan sé. En af ýmsum ákvæðum laganna má leiða þessa niðurstöðu. I fyrstu skipulagslögunum frá 1921 var skipulagsskyldan bundin við þétt- býlisstaði með 500 íbúa og fleiri, síðar var þetta mark lækkað í 200 íbúa og loks í 50 íbúa eða þar sem ætla má að dómi skipulagsstjórn- ar, að þéttbýli muni rísa. Skipu- lagsskyldan er í raun bundin við þéttbýli eða þau landssvæði, þar sem ætla má, að þéttbýli muni rísa, svo og önnur svæði, þar sem mannvirkjagerð er fyrirhuguð og ennfremur varðandi landnotkun s.s. útivistarsvæði, landbún- aðarsvæði o.s.frv. Það er skipulagsyfirvalda, sveitarstjórna og skipulags- stjórnar ríkisins, að meta, hversu víðtæk skipulagsskyldan skuli vera sbr. t.d. 2 mgr. 10 gr. lag- anna um frestun á skipulagningu hluta af skipulagsskyldu svæði. Skv. skipulagslögunum er skipulagsstjórn ríksisins ætlað frumkvæði varðandi skipu- lagningu skv. lögunum. Það er meginregla skv. lögunum, að skipulagsstjóri eða embætti hans annist gerð skipulagsuppdrátta og sjái m.a. um framlagningu og staðfestingu skipulagsuppdrátta. Hinsvegar er það undantekning- arregla skv. lögunum, að sveitar- félög annist sjálf skipulagsgerð. Þó fer það í vöxt, að hin stærstu sveitarfélög annist sjálf skipu- lagningu. Hvað er „gildandi skipulag”? Víða í skipulagslögum eru ákvæði um „skipulag” eða „gildandi skipulag” án þess að skilgreint sé nánar, við hvað sé átt. Af ýmsum ákvæðum skipu- lagslaganna sbr. t.d. ákvæði 4. gr. 1. mgr. og 20. gr. 4. mgr. má draga þá ályktun, að um skipulag eða gildandi skipulag í merkingu skipulagslaganna sé að ræða, ef fyrir liggur skipulagsuppdráttur samþykktur af sveitarstjórn og skipulagsstjórn ríkisins. Staðfest skipulag og gildi þess Skv. skipulagslögum er staðfest skipulag skipulagsuppdráttur ásamt greinargerð, sem hlotið hefur meðferðskv. 15., 17.ogl8. gr. laganna og þar með verið stað- festur af félagsmalaráðhera. Staðfesting skipulags er skv. lög- unum síðasta stigið í skipu- lagningu og meðferð skipulags- mála. Þegar staðfesting skipulags er fengin og birt í Stjórnartíðind- um, má segja, að endanlegt skipu- lag liggi fyrir, þó að slíku skipu- lagi megi breyta sbr. 19 gr. lag- anna. Með opinberri birtingu staðfests skipulags í Stjórnartíð- indum er skipulagið og skipulags- ákvarðanir kunngerðar al- menningi og öllum sem hlut eiga að rnáli. Við þetta skapast ákveðin festa, og með því er komið í veg fyrir tíðar breytingar á skipulagi og hringlandahátt. Skipulagsstjórn ríkisins ber að sjá um, að skipulagstillögur, sem samþykktar hafa verið og hlotið meðferð skv. lögunum séu sam- þykktar. Svo hefur víða verið gert. Hinsvegar er liitt líka til, að skipulag hafi ekki hlotið staðfest- ingu. Byggist það trúlega á því, að sveitarstjórnum finnist hentugra og þægilegra að höndla með óst- aðfest skipulag, sem auðveldara er að breyta, ef með þarf, en stað- festu skipulagi. Skv. skipulagslögum hefur staðfest skipulag sérstakt gidli í tveimur tilgreindum tilvikum. I fyrsta lagi þarf staðfest skipulag að liggja fyrir, ef sveitarstjórn óskar að taka eignarnámi einstak- ar fasteignir eða hluta fasteignar í sveitarfélaginu sbr. 28. gr. lag- anna. I öðru lagi getur sveitarfé- lag orðið bótaskylt, ef staðfest skipulag gerir ráð fyrir rýrnun á verðmæti fasteignar sbr. 3. og 4. mgr. 29. gr. laganna. I því tilviki getur staðfesting skipulags orðið grundvöllur bótakröfu fsteigna eigenda, enda sé kröfugerð og málsmeðferð í samræmi við ákvæði laganna. Að öðru leyti en því, sem að framan er nefnt, virð- ast réttaráhrif staðfests skipulags ekki önnur eða meiri en samþykkts eða gildandi skipulags. Af ákvæðum skipulagslaga má álykta, að ákvæði 18. gr. laganna um staðfestingu gildi eingöngu um aðaluppdrætti. I V. kafla reglu- gerðar um skipulagsáætlanir er hinsvegar jöfnum höndum ákvæði um staðfestingu aðalskipulags og deiliskipulags og jafnvel gert ráð fyrir staðfestingu deiliskipulags án þess að aðalskipulag sé fyrir hendi sbr. 28. gr. reglugerðainnar. í 29. gr. er ennfremur heimilað* að binda staðfestingu við ákveðna þætti aðalskipulags (eða deili- skipulags) s.s. aðalumferðaræðar eða meginlandnotkun. Er þörf á að endurskoða skipu- lagslöggjöfina? Hér að framan hefur verið stiklað á nokkrum atriðum í gildandi skipulagslögum og farið fljótt yfir sögu. Skipulagslögin sjálf eru nú hartnær 2ja áratuga gömul. Því er ástæða til að hug- leiða, hvort þeim þurfi að breyta og þá hvernig. Lög úreldast eins og önnur mannanna verk og að- stæður og sjónarmið breytast. Ef til endurskoðunar löggjafarinnar kæmi, væri að sjálfsögðu eðli- legast, að skipulagslögin sjálf og skipulagsreglugerðin verði endurskoðuð samtímis. Eg tel, að þegar skipulagslögin verða tekin til endurskoðunar væri æskilegt, að ákvæði þeirra yrðu fastmótaðri en er í gildandi lögum. Akvæði væri um tilgang laganna, og ýmis hugtök í lögun- um færu skilgreind rækilega. Við 15

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.