Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1984, Page 12
12
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
hægt að selja, á hvaða verði og
vinna út frá því.
Með minnkandi fiskveiðum má
gera ráð fyrir að matvælaiðnaður-
inn eigi eftir að þróast mikið. Það
þarf að nýta hráefnið betur en gert
er nú, en þetta kallar á stórt átak í
markaðsmálum, stærra en við erum
vön.
íslendingar búa yfir fleiri mögu-
leikum en fiskiðnaði. Þekking á
ýmsum sviðum er hér á mjög háu
stigi. Nú þegar eru t.d. 4 fyrirtæki í
landinu í rafeindaiðnaði, þar af 3 í
Reykjavík. Efnaiðnaður á líka
góða möguleika að þróast og verða
útflutningsvara. Tækniþekking á
sviði jarðvarma og orkuverum er
mikil og þegar er hafinn útflutning-
ur á slíkri þekkingu. Vélar og tæki
fyrir sjávarútveginn er líka iðnaður
sem er háþróaður og getur eflst
mikið enn. í því sambandi þyrfti að
koma á meira samstarfi milli fyrir-
tækja sem framleiða tæknibúnað
fyrir sjávarútveginn, þannig að þau
gætu staðið að því að framleiða
sameiginlega heil kerfi, eða jafnvel
heil frystihús.
Þær iðnaðargreinar sem mögu-
leikar eru á að hagkvæmt sé fyrir
íslendinga að stunda þurfa að hafa
innanlandsmarkað, byggjast á
þekkingu sem íslendingar hafa yfir
að ráða og geta náð framleiðsluhag-
kvæmni í styttri seríum en hag-
kvæmt er í stórum fyrirtækjum.
Þegar eru dæmi um fyrirtæki á ís-
landi sem fengið hafa framleiðslur-
éttindi erlendis frá, vegna þess að
séríuframleiðslan var of stutt til að
hagkvæmt væri að framleiða er-
Iendis. Fyrir þessa framleiðslu á að
vera innanlandesmarkaður. Er-
iendu aðilarnir sem seldu fram-
leiðsluréttinn, hafa ýmist keypt
hluta framleiðslunnar eða látið við-
skiptasambönd sín fylgja með, og
tækniþekking var fyrir í fyrirtækj-
unum sem nýttist í framleiðslunni.
Fyrirtækjaformið virðist vera að
breytast frá mjög stórum verks-
miðjum yfir í smærri einingar.
Dæmunum, eins og sagt er frá hér
að ofan, þar sem framleiðslan er
hagkvæm í færri einingum, á áreið-
anlega eftir að fjölga á næstu árum.
Hvað framtíðin ber í skauti sér á
sviði atvinnulífsins mun ráðast mik-
ið af ytri aðstæðum. Takist okkur
að minnka verðbólguna og gera ytri
skilyrði hagstæð, mun án efa verða
mikil þróun í útflutningsiðnaði.
Samkeppnishæfni íslendinga á er-
lendum mörkuðum ræðst af kostn-
aði innanlands og gengi íslensku
krónunnar. Með góðri samkeppnis-
stöðu og nauðsyn þess að leita ný-
rra leiða, mun án efa verða mikil
þróun í útflutningsiðnaði.
Guðmundur Magnússon, rektor háskóla íslands
UM SAMSTARF HÁSKÓLA VIÐ
FYRIRTÆKI OG SVEITARFÉLÖG
í kjölfar olíkreppunnar uppúr 1970
og minnkandi framleiðni í iðnaði
varð fyrirtækjum enn ljósara en
áður hve nauðsynlegt er að hafa
gott samstarf við háskóla og aðrar
rannsóknarstofnanir ef takast á að
keppa á alþjóðamarkaði á sviði há-
tækniiðnaðar. Einnig hafa sveitar-
félög lagt sitt af mörku til að efla
samvinnu af þessu tagi í því skyni
að auka tekjur og atvinnu. Segja
má að við allflesta stærri skóla í
Bandaríkjuum séu komnar tækni-
þróunarmiðstöðvar. Sömu sögu er
að segja um Evrópu. Sérstaklega í
Bretlandi og á Norðurlöndum hafa
risið “vísindagarðar". Það er því
ekki að furða að þessi mál séu til
umræðu hér á íslandi um þessar
mundir og að háskólinn, fyrirtæki
og Reykjavíkurborg velti fyrir sér
hvernig megi efla rannsóknir og
þróunarstarfsemi í tengslu við
Háskóla íslands.
Menntun háskólakennara
í Árbók Háskóla íslands fyrir há-
skólaárið 1980-1981 er að finna
skrá er sýnir menntun kennara við
háskólann eftir stúdentspróf. Þar
kemur berlega í ljós hve fjölþætt
það undirbúningsstarf er sem menn
hafa lagt af mörkum til þess að gera
sig hæfa til háskólakennslu og rann-
sókna. Þar kemur t.d. fram að 91 af
230 kennurum skólans hefur dokt-
orspróf frá 42 mismunandi há-
skólum, og það yfirleitt þeim bestu
í heiminum á þeirra sviði. Það er
því augljóst að við háskólann er
samankominn mikill þekkingar-
forði sem klaufaskapur er að ríkið
og Reykjavíkurborg nýti ekki sem
best til rannsókna á sviði nýjunga
og tækni.
Skipting tekna Háskóla íslands
og rannsóknarstarfsemi
Eins og kunnugt er nýtur háskóiinn
þess að hafa Happdrætti Háskóla
íslands að bakhjarli. Hann fær 80%
af tekjuafgangi þess, en 20% (eða
andvirði þeirra) renna til annarrar
rannsóknarstarfsemi í landinu. Læt-
ur nærri að 15% af tekjum H.í.
komi frá happdrættinu, 80% úr
ríkissjóði og 5% eru þjónustutekj-
ur. Eru þá ekki taldar með tekjur
Háskólabíós og Reykjavíkurapó-
teks sem háskólinn rekur. Reyndar
er þessi mikli fyrirtækjarekstur
óvenjulegur á evrópska vísu. Sé
borið saman við aðra skóla er skipt-
ingin við Tækniskólann í Stokk-
hólmi sú að 67% tekna koma á
fjárlögum 28% frá rannsóknar-
ráðum og 5% eru þjónustutekjur.
Við Minnesotaháskóla er 1/3 tekna
frá fylkinu, annar þriðjungur frá
alríkisstjórninni (mest samkvæmt
rannsóknarsamningum) en afgang-
urinn er skólagjöld og ýmsar aðrar