Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1984, Qupperneq 22
22
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
Sé litið á uppbyggingu íslensks iðn-
aðar, kemur í ljós, að helstu greinar
hans eru þær, sem erlendis eru yfir-
leitt taldar til láglaunaiðnaðar.
Gildir þetta um ýmsar greinar mat-
vælaframleiðslu, fataiðnaðar, hús-
gagnaiðnað og ýmsar greinar málm-
iðnaðar. Sumar þessara greina hafa
á undanförnum árum átt í miklum
erfiðleikum í nágrannalöndunum
vegna samkeppni frá láglauna-
löndum og hefur starfsmönnum í
greinum eins og fataiðnaði, hús-
gagnaiðnaði og skipasmíðaiðnaði
fækkað mjög í flestum nágranna-
löndunum. Ekki er ólíklegt, að
svipuð fækkun eigi eftir að verða í
þessum greinum hér á landi. Jafn-
framt bendir margt til þess, að
starfsmenn í íslenskum bygging-
ariðnaði séu óeðlilega margir. Hlut-
fall byggingariðnaðar af heildar-
mannafla er 11% á íslandi á meðan
hlutfall byggingariðnaðar í flestum
öðrum þróuðum ríkjum er undir
5%. Bendir margt til þess að auka
megi mjög framleiðni í íslenskum
byggingariðnaði og er líklegt, að
með aukinni fjöldaframleiðslu
byggingahluta í verksmiðjum megi
fækka nokkuð starfsmönnum í
þessari grein iðnaðar. Margt bendir
einnig til þess, að á næstu áratugum
muni koma fram tækni, sem gerir
mögulegt að auka mjög sjálfvirkni
við fiskvinnslu. Þessi tækni mun
hafa í för með sér mikla fækkun
starfa við fiskvinnslu. Má því með
nokkrum rökum halda fram að um-
talsverð fækkun starfa verði í ýms-
um þeim greinum iðnaðar, sem
sterkastar eru á íslandi í dag. Eigi
iðnaðurinn að halda sínum hlut
hlutfallslega verða því að koma til
nýjar greinar iðnaðar.
Aukin stóriðja gæti leyst þetta
vandamál að nokkru. Nú er talað
um að byggja á næstu tveimur ára-
tugum álver við Eyjafjörð, kísil-
málmverksmiðju á Reyðarfirði,
stækkun við álverið í Straumsvík,
steinullarverksmiðju á Sauðár-
króki. stálvinnslu á Vatnsleysu-
strönd og jafnvel kísilkarbíðverk-
smiðju á Suðurlandi. Hjá þessum
fyrirtækjum er líklegt að starfa
muni um 1000 starfsmenn. Miðað
við, að eitt starf í stóriðju leiði til
tveggja starfa í öðrum greinum iðn-
aðar mun uppbygging stóriðju
fjölga störfum í iðnaði um 3000.
Gert er ráð fyrir, að til þurfi að vera
störf yfir 126.232 íslendinga árið
2000. Til þess að hlutur iðnaðar
verði hlutfallslega óbreyttur frá því
sem nú er (miðað við tölur frá
1982), þurfa störf í iðnaði að verða
43.171. Þetta þýðir, að fjölgunin
næstu 16 ár þarf að vera samtals
5125 störf. Þau störf við stóriðju,
sem hugsanlegt er, að byggð verði
upp til aldamóta, nægja því ekki til
að hlutur iðnaðar verði óbreyttur.
Ef litið er til annarra þjóða kemur í
ljós, að stefna svo til allra iðnaðar-
þjóða er að auka til mikilla muna
iðnað, sem byggður er á tækni og
þekkingu. Telja þessar þjóðir, að
þessi tegund iðnaðar verði til þess
að bæta lífskjör næstu áratugina
með sama hætti og hefðbundinn
framleiðsluiðnaður hefur gert á
undanförnum áratugum. Þær grein-
ar, sem flestir virðast leggja mesta
áherslu á eru eftirfarandi:
- Rafeindaiðnaður,
- lífefnaiðnaður,
- fjarskiptaiðnaður,
- framleiðsla á nýjum tegundum
efna,
- geimiðnaður.
Hér er um að ræða greinar með
nokkuð aðra kostnaðarskiptingu en
almennt gerist í hefðbundnum iðn-
aði. Hlutur rannsóknar- og þróun-
arstarfsemi í framleiðslukostnaði er
mun meiri en áður hefur þekkst.
Hráefnis- og launakostnaður er
hins vegar lægri en algengt er. Þetta
hefur það í för með sér, að þjóðir
sem ráða yfir þekkingu fá forskot.
Litlu máli skiptir hvar þær eru stað-
settar í heiminum vegna þess, að
flutningskostnaður á hráefni til
framleiðslustaðar og á fullunnum
vörum til markaðar verður hlut-
fallslega lítill miðað við verðmæti
vörunnar. Til þess að hátækniiðn-
aður blómstri þarf að vera gott
framboð á velmenntuðu fólki.
Mjög æskilegt er, að iðnaðurinn sé í
námunda við háskóla og rann-
sóknastofnanir. Mikilvægt er, að
fyrirtækin geti ráðið til sín vel þjálf-
að vinnuafl. Þar sem rannsóknar-
og þróunarkostnaður er oft mikill
er nauðsynlegt, að áhættufjármagn
sé til staðar.