Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1984, Blaðsíða 29
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
29
Jón H. Magnússon verkfræðingur
VÍSINDA- OG TÆKNI-
IÐNAÐARHVERFI FYRIR
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
1. INGANGSORÐ
Fyrirhugað er að skipuleggja á
Keldnasvæðinu sérstakt rannsókna-
og tækniiðnaðarhverfi. Þessi skipu-
lagsvinna er á byrjunarstigi og hef-
ur Menntamálaráðherra og Borgar-
stjórinn í Reykjavík skipað sér-
staka nefnd til að hefja undirbún-
ingsvinnu. Ætlunin er að koma
þarna upp ákjósanlegu umhverfi og
starfsvettvangi fyrir mennta- og
rannsóknastofnanir ásamt háþróuð-
um iðnaði á höfuðborgarsvæðinu.
Slík hverfi eru nú orðin algeng víða
erlendis vegna þeirra jákvæðu örv-
andi áhrifa sem aukin samskipti
sérfræðinga úr ólíkum greinum
hafa á vísindastörf hvers annars.
Að auki verður samnýting rann-
sóknartækja í slíku hverfi mun
meiri en ella.
Segja má að áhugi hérlendis á
eflingu háþróaðs iðnaðar hafi
aukist verulega á síðustu árum.
Áhugi ungs fólks á háskólanámi og
fjöldi velmenntaðra sérfræðinga á
ýmsum sviðum vísinda og viðskipta
bendir til þess að hraða beri skipu-
lagningsvinnunni til að fjölga at-
vinnutækifærum í þess háttar iðn-
aði.
Eftirfarandi tillögur um vísinda- og
tækniiðnaðarhverfi á Keldnasvæð-
inu eru settar hér fram sem hugleið-
ingar til frekari umræðna hjá þeim
sem áhuga hafa á þessum málum.
2. ÖRVANDI STARFSVETT-
VANGUR OG UMHVERFI
Talið er að örvandi starfsvettvang-
ur einstaklinga sé mikilvægasta at-
riði til að efla nýsköpun í atvinnulífi
og ryðja nýjum rannsóknum og
framleiðsluaðferðum braut. Eftir-
talin atriði eru talin mikilvæg fyrir
slíkt starfsumhverfi:
- Á staðnum sé fjöldi háskóla-
menntaðra sérfræðinga á ýmsum
sviðum.
- Þar sé ráðgjafaþjónusta á ýmsum
sviðum, t.d. á sviði fjármála, mark-
aðsmála og tæknimála.
- Þar séu fjölmargir verktakar er
fást við framleiðslu; rann-
sóknastofnanir og þróunarstarfsemi
í stórfyrirtækjum á tæknisviðum
framtíðarinnar.
- Þar sé unnt að útvega áhættufjár-
magn og þróunarstyrki, þar sé
kauphöll.
- Vísinda- og tækniiðnaðarhverfi
með fyrsta flokks starfsaðstöðu og
með möguleika á gagnkvæmum
tengslum milli vísindagreina.
- Tæknibókasöfn og fyrsta flokks
upplýsingabankar.
- Þar sé aðgangur að háþróuðum og
og vönduðum tækjabúnaði til þró-
unar og framleiðslu. Er þetta talin
ein helsta ástæðan fyrir mörgum
tækniiðngörðum við háskóla á
Norðurlöndum.
- Sem stystar vegalengdir milli
vinnustaða til þess að auðvelda
samskipti sérfræðinga rannsókna-
stofnana og starfsmanna iðnaðar-
fyrirtækja.
- Þar ríki góð stjórnun fyrirtækja og
rannsóknastofnana.
3. VÍSINDA- OG TÆKNIIÐN-
AÐARHVERFI ERLENDIS
Erlendis eykst það stöðugt að borg-
arfulltrúar og forsvarsmenn at-
vinnulífs og háskólastofnana leitist
við að skapa ofarígreindar aðstæður
í tengslum við háskólastofnanir. Á
Norðurlöndunum hefur verið lögð
mikil áhersla á þessi mál nú eru t.d.
komnir vísinda- og tækniiðngarðar
við flesta háskóla í Svíþjóð og Finn-
landi. Þekkt er SINTEF stofnunin
við Tækniháskólann í Þrándheimi.
Oulu í Norður-Finnlandi hefur tek-
ist með markvissum aðgerðum að
byggja upp öflugan rafeindaiðnað á
skömmum tíma í tengslum við há-
skólann þar. Önnur þekkt vísinda-
og tæknibæjarhverfi erlendis eru:
“Kísildalurinn“ í San Fransisco,
“Route 128“ við Massachusetts
Institute of Technology í Boston,
vísindagarðurinn í Cambridge og
vísindaborgin Tsukuba við Tókíó.
Ein helsta ástæðan fyrir þessum
tækniiðngörðum í tengslum við há-
skólana er að auðvelda starfs-
mönnum við rannsóknastofnanirn-
ar að stofna ný fyrirtæki byggðar á
hugmydum þeirra og jafnvel láta
þau vaxa upp í skjóli rannsókna-
stofnanna, þangað til búið er að
leysa flest tæknileg vandamál,
þannig að hefja megi markaðsað-
gerðir og framleiðslu.
4. VÍSINDA- OG TÆKNIIÐN-
AÐARHVERFI FYRIR HÖFUÐ-
BORGARSVÆÐIÐ
Eins og áður getur hefur komið
fram áhugi á því að byggja vísinda-
og tækniiðnaðarhverfi á Keldum
með mennta- og rannsóknastofnun-
um og iðnaðarfyrirtækjum á há-
tæknisviðum. Hefur verið skipuð
nefnd til að kanna áhuga þeirra sem
vilja flytja þangað og að sjá um
skipulagningu svæðisins.
Hér vakna strax ýmsar spurningar,
t.d. hvort leggja eigi aðaláherslu á
Keldnasvæðið núna eða hvort önn-
ur landsvæði í lögsagnarumdæmi
höfuðborgarinnar komi einnig til
greina, og þá helst hvort skynsam-
legt sé að þjappa saman háskóla-
byggingum í náinni framtíð á núver-
andi Háskólasvæði, eins og farið er
að gera erlendis í æ ríkari mæli.
Þetta skipulag ætti að vera sérstak-
lega hentugt hérlendis vegna veður-
skilyrða til að auðvelda samskipti
manna á mismunandi rannsókna-
stofnunum. Þar sem fyrirhugað er
að byggja ný hús fyrir verkfræði- og
líffræðideild Háskólans, þá er
nauðsynlegt að taka sem fyrst