Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Síða 41

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Síða 41
Hallæris plan“ IBUDIR VERSL WÓN VERSL 1 ~ MIDBŒJARMARKADUR ....... ÍBÚÐIR ÍBÚDIR ÍBÚDIR Arkitekt Gestur Ólafsson, samstarfs- menn Hilmar Þór Björnsson arkitekt og Örn Sigurösson arkitekt. Fyrir röskum 10 árum voru margir arki- tektar farnir að gera sér grein fyrir því að æskilegt gæti verið að byggja yfir versl- unargötur og torg hér á landi til þess að mynda skemmtilegra verslunarumhverfi fyrir gangandi fólk. Á þessum árum voru m.a. settar fram hugmyndir um yfir- byggða verslunargötu í nýjum miðbæ við Miklubraut/Kringlumýrarbraut (þar sem Kringlan stendur nú), yfirbyggðan miðbæ í Garðabæ, og yfirbyggt Austur- stræti að hluta. Einnig voru settar fram tillögur 1977 um að byggt yrði þak yfir „Hallærisplanið“ og reistar þriggja til fimm hæða byggingar umhverfis það sem teygðu sig upp að aðliggjandi brunagöflum sem eru til lýta á þessu svæði. Ajarðhæö og fyrstu hæð var gert ráð fyrir margs konar félagsaðstöðu, veit- ingum, aðstööu fyrir leiksýningar, barnagæslu o.m.fl., auk sérverslana og þjón- ustustarfsemi. Á efri hæðum þessara bygginga var gert ráð fyrir 90 íbúðum. ( kjallara undir þessum byggingum var gert ráð fyrir um 140 bílastæðum, sem fyrst og fremst voru þáver- andi stæði á þessu svæði. Lagt var til að göm- ul timburhús á þessu svæði væru flutt um set á auðar lóðir f Grjótaþorpi og endurnýjuö þar. Þessar tillögur voru fyrst og fremst settar fram með það að markmiði að bæta umhverfi í Kvosinni tímanlega og auka samkeppnishæfni verslana og þjónustufyrirtækja þar áður en bygging nýs miðbæjar við Miklubraut/Kringlu- mýrarbraut hæfist. Þá þegar gerðu menn sér fulla grein fyrir því að Kvosin gæti aldrei keppt við ný verslunarhverfi um fjölda bílastæða og aðgengileika heldur þyrfti aö bjóða upp á eitt- hvað annað; gróna fjölbreytta byggð, gott menningarlegt umhverfi; miðstöð sérverslunar og þjónusta á (slandi. Settar voru fram þrjár mismunandi hugmyndir um uppbyggingu á „Hallærisplaninu" og þar af var ein valin til frekari útfærslu. Ekki voru allir á eitt sáttir um ágæti þessara tillagna frekar en fyrri daginn. Þeir sem vildu mótmæla tillögun- um héldu því fram í dreifibréfi að þarna stæði til að rífa 11 hús og byggja í staðinn 5 hæða verslunar- og íbúðasamstæðu. Boðuðu þeir til mótmælafundar á „Hallærisplaninu" í janúar 1978, þar sem Hamrahlíðarkórinn og Spilverk þjóðanna sungu, og boðiö var upp á heitt te. Nokkru síðar tók nýr meirihluti við völdum í Reykjavík sem áleit önnur mál mikilvægari en að byggja þak yfir „Hallærisplanið“. Síðan er liðinn áratugur. Nýr miðbær er risinn við Miklubraut/Kringlumýrarbraut, með yfir- byggðri verslunargötu. Þótt mikið hafi verið skipulagt í Kvosinni síðan þetta var hefur lítið verið gert til að bæta umhverfi Steindórsplans og „Hallærisplans" síðastliðinn áratug. Von- andi hefur það þó glatt einhver hjörtu. Þeir í Reykjavík, sem ennþá leggja það á sig að versla í Kvosinni í Reykjavík þegar norðangarr- inn næðir um bílastæðin á „Hallærisplaninu“ eiga þó ekki neitt yfirbyggt torg með laufguð tré þar sem hægt er að hlusta á góða tónlist, rabba saman og drekka heitt te undir þaki áður en haldið er út í kafaldsbylinn og næðinginn á ný. ■ Gestur Ólafsson 38 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.