Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Qupperneq 28

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Qupperneq 28
Hrauneyjarfoss Kraftanlæg Kraftstation Thjorsá Elv, Island HrauneVJarfoss Kraftanlæg Kraftstation 150 rn- 1 e^' vandforing, 96 m. tryhhoide, 144 000 hh. 6 3 83ter a 24 000 hh., 300 omdr. pr. min. Tungna Elv, Island §. Szetersmoen, •Ji-ybrotnhnisk ^Durcau &ger 2unó ingeniorer m. s t. r anirnar á snærum Norömanna en verslun og viöskipti voru mál Englendinga. Einar haföi nefnilega séð fyrir því aö til einhvers þyrfti að nota orkuna, sem fengist úr fallvötnunum. Því stóö hann í sambandi viö hlutafélag aö nafninu The British North-Western Syndicate og þó einkum hluta þess sem hét The North-Western Trading Company. Ýmsar áætlanir voru tengd- ar þessum félögum og þá aðallega námugröft- ur og vinnsla kalksaltpéturs. Áriö 1913 er Einar enn á ferðinni meö hug- mynd um gróðafyrirtæki í sambandi viö verk- smiðjurekstur og hafnargerö í Skerjafiröi og Skildinganesi. f því skyni stofnar hann með enskum hluthöfum fyrirtækið Port Reykjavík en þaö var skráö í Lundúnum undir nafninu The Harbours and Piers Association Limited. Hug- myndin aö höfn í Skerjafiröi var þó ekki ný af nálinni því í grein eftir einhvern kommandör R. Hammer, sem birtist í ísafold 4. október 1902, er því haldið fram aö besta hafnaraðstaða fyrir Reykjavík sé í Skerjafirði og mótbárur í þá veru aö íshætta sé og fjarlægð frá byggðinni í Kvos- inni séu haldlitlar. Eitthvað voru ensku hluthaf- arnir efins um áætlanirnar því voriö 1913, nokkrum mánuðum eftir stofnun félagsins er óskaö eftir skýrslu um framgang málsins hér á landi. Ýmislegt ber meö sér aö Einar Bene- diktsson hafi lagt til efni í skýrsluna en þar er haldið fram fullum fetum að framkvæmdir hafi þegar veriö hafnar og tilgreindir verkfræðingar og verktakar, en eins og kunnugt er hefur aldrei verið byrjaö á stórskipahöfn í Skerjafirði og ekki líkur á að slíkt mannvirki muni rísa þar. Meö gögnum á aöalfundi félagsins áriö 1913 er uppdráttur sem sýnir hafnarsvæðið í Skerja- firði. Fylgir uppdrátturinn hér meö. Þótt flest áform Einars hafi verið stórbrotin voru það fossafélögin, sem voru mikilfengleg- ust. Áöur er minnst á félögin Skjálfanda og Gigant en Titan-félagið tók þeim langt fram. Mikil og dýr áætlun var gerö um virkjanir á ein- um sex stöðum í Þjórsá og átti aö framleiða þar 600-800 megavött samkvæmt áætlun norska verkfræöingsins G. Sætersmoens. Þrátt fyrir aö áætlunin sé frá fyrstu tímum virkjunar- framkvæmda og í mjög stórum stíl hefur aldrei veriö efast um aö áætlunin væri góð svo langt sem hún nær enda voru Sætersmoen og sam- starfsmenn hans viðurkenndir sérfræðingar í virkjunarmálum. Þaö sem aftur á móti varö áætluninni að falli voru smásmuguleg sjónarmiö hér heima fyrir og ótti landsfeöranna um að verið væri að of- urselja landiö útlendu fjármagni til „spekula- tiona“. Þessi ótti er enn landlægur meöal okkar hér og er langt í aö brái af mönnum í þeim efn- um. Titan-félagið varð því litið annað en háleit- ar hugmyndir sem jafnvel einum sjötíu árum síðar hafa ekki komið til framkvæmda nema að hluta. Með grein þessari eru nokkrar teikningar úr skýrslu G. Sætersmoens: Vandkraften i Thjorsa Elv, Island, Planer for utbygning af 6 kraftanlæg. 72 bls. og 32 blöð með teikning- um, Kristiania 1918. Ekki treysti ég mér að til- greina stíl þann sem arkitektúrinn fylgir og læt lesendum það eftir. ■ Þorsteinn Þorsteinsson 26 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.