Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Blaðsíða 84

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Blaðsíða 84
Skipulciq svcitarfélaga á breytingatímum YFIRLITSSKIPULAG I i I 5 1 TÆKNI 2 § 3 z EKISTICS nAttúra MADUR SAMFÉLAG TENGSL MANNVIRKI SAMTALS I 1 I j s í 2 11 3 z EKISTICS NATTURA MADUR SAMFÉLAG TENGSL MANNVIRKI SAMTALS 1 STJÚRNVÖLD 2 RÍKI 3 SVEITARFÉLAG 4 atvinnumAlastefna 5 FÉLAGSMÁLASTEFNA 6 STARFSSVIÐ SKIPULEGGJANDA 7 ATVINNUREKSTUR 8 EINSTAKLINGAR 9 SAMSKIPTASVID EINSTAKL. OG ATVINNUREKSTRAR SKIPULAG OG STJÚRNUN í JAFNVÆGI Eftirfarandi greinarkorn er útdráttur úr rit- smíö, sem ég lagði fram viö námsstefnu í Gávle haustið 1984. (Nordiska institutt- et för samhállsplanering). Viðfangsefnið var skipulagning sveitarfélaga við þrýsting vegna breytinga á samfélagsbyggingunni. Umræðan snerist að mestu um skipulagsstarfið og við- horf þeirra er það vinna. ( upphafi skýrði ég þær breytingar, sem þá stóðu fyrir dyrum, á sveitarstjórnar- og skipu- lagslögum og gerði jafnframt grein fyrir skiln- ingi mínum á þróun sveitarfélaga á (slandi. Niðurstaða þess var að í upphafi hafi sveitar- félögin fyrst og fremst verið samfélagseiningar mannúðlegs eðlis en síðar verið aö breytast í stjórnunar- og valdastofnanir tengdar ríkis- valdinu, þó gætir á síðari tímum nokkurrar til- hneigingartil að tryggja sjálfstæði þeirra gagn- vart ríkisvaldinu á sviði ákvarðanatöku og fjár- málasjálfstæðis. Þegar farið er að hugleiða viðfangsefnið, verð- ur manni fyrst að velta fyrir sér hlutverki skipuleggjandans í Ijósi vinnuaðferða og áhrifa á lokaniðurstöður. ( því sambandi minntist ég erindis danska arkitektsins Arne Gárdmans á norrænu skipulagsmóti í Reykjavík í maí 1984. Hann sagði m.a.: „Hingað til hafa rannsóknir og kannanir verið afturverkandi og stuðlað að því aö festa það í sessi sem fyrir er. Sú starf- semi hefur ekki verið á undan þróuninni eins og margir hafa haldið, bæði borgarar og þeir sem stunda skipulagsrannsóknir. Að öllu jöfnu skrá menn vandamálin, þegar þau liggja fyrir staðfest í framkvæmdu skipulagi." Þessi fullyrðing er sannanleg, og segir okkur að rannsóknir á sviði skipulagningar eru aftur- virkar og verða til þess að hefta þróun fram á við vegna upplýsinganna sem notast er viö til að reikna fram í tímann. Þaö láist oft að taka með í reikninginn aö allar reikniaðferðir eru í eðli sínu kyrrstæðar þ.e.a.s. þær eru ekki sveigjanlegar. Þrátt fyrir það að auðvelt er á örskömmum tíma með fullkomnum tölvum að líkja eftir mörgum ólíkum mynstrum, þá er hver einstök reikningsaðgerð ákveðin af ein- hlítum grunni. Það er ekki unnt að setja inn í reiknilíkanið hina síbreytilegu og óvæntu at- burðarás. Óvænt viðbrögð almennings og gagnverkandi viðbrögð stjórnenda verða ekki sett sem reikningstærð í tölvulíkanið. Tölvan hugsar ekki. Ég orða það svo að tvisvar tveir eru fimm. Það er að segja einn fyrir heildina eins og sagt var. Heildarsýn kallast það og felst í að skynja framtíðina sem sumir kalla að spá en er fólgið í að sjá fyrir breytingar frá stöðunni í samtím- anum. Slíkt er ekki gert með því einu að leggja saman, margfalda eða hagræða tölum. Það er ekki gert með því að flokka og einangra fyrir- bærin í aðgreinda sjálfstæða þætti. Svo samof- in eru skipulagsvandamálin. Sú heildarsýn, sem til þarf, byggist á skilningi og þekkingu á hinu takmarkaða samfélagi, sem máliö snýst um, og stöðu þess í stærri heild. Að skipuleggja fyrir framtíðarþróun, er að velja markmið og stjórna í átt að þeim. Það er hvorki tölfræði né framreikningur fortíðar. Það er að stjórna mót hugmyndafræðilegum mark- miðum. Þegar þetta er sagt vakna spurningar um hver sé staða og hlutverk skipuleggjenda í samfélaginu. Þeir kallast ráðgjafar eða ráðu- nautar. Eru þeir í því hlutverki t.d. þjónar (án sjálfstæðra skoðana) eöa stjórnendur eða hug- myndafræöingar? Til að nálgast niðurstöðu í því efni má grípa til framsetningar gríska arki- tektsins og skipuleggjandans Doxiadis. Hann hefur sett fram kenningar um búsetu manna og kallar þau fræði „Ekistiks". Skema I. Vegna lagasetninga greinum við starfssvið okkar í starfsgreinar og ákvörðunarsvið. Doxi- adis greinir starfssviðið í eðliseiningar og fræðisvið. Ef beitt er starfsaðferð Doxiadis veröur staða skipuleggjenda Ijósari vegna þess hvernig samhengið skýrist. Hans aðferð varpar Ijósi á mikilvægi heildarsýnar á viðfangsefnin. Við erum ekki bara félagsfræðingar, landfræð- ingar, hagfræðingar, tæknifræðingar eða arki- tektar. Skipuleggjendur verða að gera sér Ijóst að á þýðingarmestu stigum skipulagsstarfsins er verið að fjalla um pólitík. Þeir hafa ekki leyfi til að láta svo sem starfsvettvangur þeirra sé ópólitískur. Hvers vegna? Skema II. Af skema Doxiadis er Ijóst aö fræðisviðin hag- fræöi, félagsfræði, pólitík eru það sem við nefnum einu nafni pólitík. Þau spanna öll efri stig skipulagningar til og með aðalskipulagi sveitarfélaga. Þegar ég nota hér hugtakið póli- tík á ég ekki við flokkspólitík, heldur hug- myndafræðilega stefnumótun. (stuttu máli má segja að yfirlitsskipulagning sé pólitík og póli- tík sé skipulagningarþáttur. Þó að okkur greini á um leiðir, erum við vafa- laust sammála um að markmiðið er betra sam- félag, betra samfélag að lifa í, betri bæir að búa I, betra land að lifa (. Skipuleggjendur eru neyddir til að velja. Þar kemur til skjalanna gildismatið. Við veljum okkur forsendur og röksemdir. Þetta val er háð þekkingu okkar og lífsviðhorfum og hæfileikum til að skynja í stórum dráttum afleiðingar af valinu. Það er hreinn yfirdrepsskapur að halda því fram að þetta val sé án gildismats. Það er óeðlileg krafa að skipuleggjendur leggi fyrir stjórnmála- menn fjölda kosta til að velja úr og taka hinar tilviljanakenndustu ákvarðanir. Með því móti veröur mat og val ráðgjafans óljóst. Skipulag er stjórntæki. Án stjórnunar er skipu- lagning tilgangslaus. Skipulagning sem beitir leiðsögn að óljóst skilgreindum markmiðum leiðir ekki til neinnar niðurstöðu. f þessu Ijósi má segja að skipulagning er árangur af sam- spili stjórnmálamanna og skipuleggjenda, sem þáttur í valdatafli almennings og valdhafa í at- vinnulífinu. Skema III. Þegar þetta valdatafl ber á góma koma í hug- ann tvö hugtök - lýðræði og frelsi. Við skulum skoða fyrst hið síðarnefnda. ( óskipulögðu samfélagi ríkir óheft frelsi. Sérhver hópmynd- un takmarkar frelsi. Skipuleg sambýlismyndun eins og t.d. myndun sveitarfélaga leiðir til tak- mörkunar á hinu óhefta frelsi. Félagsmyndunin þýðir að einstaklingum úr hópnum er veitt um- boð til að taka ákvarðarnir og stjórna á vegum félagsheildarinnar. Til að geta stjórnað þurfa menn að hafa áætlun eða skipulag til að stjórna eftir. Skipulagning er í senn afleiðing af þörfinni til að stjórna og forsenda stjórnunar. Vandamálið er: hverjum á skipulagningin og stjórnunin að þjóna. Þetta leiöir hugann að hugtökunum frelsi - forræði. Skipulagning get- ur haft tvenns konar stjórnunaráhrif - jákvæð eða neikvæð. Hin jákvæðu áhrif eru fólgin í því að stjórnað er mót ákveðnum markmiðum sem samkomulag hefur orðið um. Neikvæðu áhrifin felast í því að hömlur eru settar á ýmsar athafnir eða framkvæmdir. (velferðarsamfélaginu ertilhneiging til að beita jákvæöum aðferöum. Upp á síðkastiö hefur það verið gagnrýnt af öflum, sem telja það að- ferðir forræðis og afskiptasemi. ( pólitískri um- ræðu heldur frjálshyggjan á loft hugmyndum um algjörlega frjálst samfélag, þar sem at- vinnulífið á að stjórnast af frjálsu spili hins einstaklingsframtaks. Það þýðir að ekki má leggja hömlur á framtak einstaklingsins með skipulögðum markmiðum samfélagsins. Hér er komið að rótum pólitískrar umræðu og jafn- framt grundvelli skipulagsstarfsins í víðustu merkingu. Hér verður að viðurkenna að hugtökin skipulag - skipulagning er farið að nota um svo marg- víslegar athafnir að tímabært er orðiö aö skapa ný orð og skilgreiningar. Þegar kemur að hlut- deild almennings í skipulagsstarfinu veröa uppi ágreiningsefni. Hlutdeild almennings er háð þeim lýðræðislegu stjórnarháttum okkar að við veitum fulltrúum, sem við veljum leyni- lega, umboð til að taka ákvarðanir fyrir okkar hönd. Það skiptir ekki máli hvort þeir eru full- trúar pólitískra flokka eða kosningasamtaka. Krafan er tvíbent um að einstakir borgarar fái að hafa áhrif á skipulagninguna í eiginhags- munaskyni án tillits til annarra, vegna þess að flestir telja hagsmuni sína veigameiri en ann- arra. Hér verður þó að greina á milli grunnrétt- ar og almennrar skipulagningar. Hér að framan hef ég fjallað aðallega um skipulagsstarfið á stigi yfirlitsskipulagningar. Á því stigi er að finna undirstöðu og forsendur allrar skipulagn- ingar, þ.e.a.s. deiliskipulagningar. Hver er þá staða skipuleggjandans? Fyrir mér er hann hugmyndafræöingur, sem gerir sér Ijósa grein fyrir því að hann starfar á hápóli- tísku sviði, þegar fjallað er um yfirlitsskipulag. Á því sviði hefur hann ekki leyfi til að láta svo sem hann sjálfur sé óháður gildismati og geti því sem pólitískt óháð vélmenni sveiflast frá einu markmiði til annars í þjónustu einstakra flokka eftir því hvort vindurinn blæs frá hægri eða vinstri. Lengst af og í flestra augum er skipulag fólgið í deiliskipulagningu. Þaö hefur jafnan verið litið á þá athöfn sem hreint tæknilega-listræna starfsemi. Af þeim sökum hefur tæknilegt mat verið talið algjörlega hlutlægt og án pólitískra áhrifa. Deiliskipulag án hugmyndafræðilegrar undirstöðu er ekki til. Öll sköpun á sér upphaf í hugmynd, sem byggist á hugmyndaheimi skapandans. Það þýðir að gildismat hins „ópólitíska" tækni manns mótast af hugmyndafræöi hans. Út- færsla hugmyndar getur verið góð eða slæm frá tæknilegu og listrænu sjónarmiði en hug- myndin er sú undirstaða sem skipulagið bygg- ist á og þar eru komin tengslin við allt þaö sem sagt er hér að framan. Niðurstaða mín af fram- anrituðu er því: Hlutverk skipuleggjandans er að undirbyggja hugmyndafræði skipulagsákvarðana að lang- tímamarkmiðum. Það getur hann ekki gert skoðanalaus ef komast á framhjá „tafli hinna röngu leikja", sem kalla má stefnulausa skipu- lagningu, þar sem menn sveiflast tilviljana- kennt frá einni stefnu til annarrar. Að lokum: Það verður að vera Ijóst að starf skipuleggj- andans er ekki eingöngu fólgiö í því að leysa úr vandamálum líðandi stundar. Skipulags starfið er fólgið í því að undirbyggja framtíðar lífsskilyröi þeirra sem eru ekki fæddir enn þá eða eru of ungir til að geta haft áhrif á ákvarð- anir okkar. Skipulagning er ekki síst að sjá fram í tímann og hafa hugrekki til að starfa í þeim anda. Skúli H. Norðdahl 82 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.