Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Side 66
Allar borgir hafa sín einkenni eöa kennileiti,
sem hjálpa fólki aö rata um borgirnar. Þessi
kennileiti setja yfirleitt sterkan svip á borgirnar
og eru yfirleitt fyrstu myndirnar sem skjótast
upp í huga þeirra sem hugsa til viðkomandi
borgar. Petta veröur eitt þeirra.
Húsið er myndaö af álklæddum hitaveitugeym-
um, yfirbyggðum meö hálfkúlu úr gleri. Húsiö
er kennileiti í borginni og sést víös vegar aö. Á
daginn mun álklæöning tankanna alltaf vera í
andstöðu við birtu bakgrunnsins, þar sem hún
speglar birtu forgrunnsins. Á kvöldin mun
upplýst glerkúlan vera kennileiti í borgarmynd-
inni. Þegar inn í húsið er komið mun áherslan
lögö á samspil heita vatnsins og sameiginlegr-
ar eignar borgarbúa, þ.e. menningarmiðstöðv-
ar með aðstööu fyrir sýningar, leikrit, markaði,
myndlist og tónlist. Ramminn er aldingarður í
krafti heita vatnsins. Ennfremur er lögð áhersla
á útsýnið með útsýnispöllum og útsýnisskíf-
um, ferðamannaþjónustu í tengslum við það,
svo og sögu hitaveitunnar.
Grunnmyndir
Innra rýmið er myndað af 3 hæðum og kjall-
ara. Trappa og lyftukjarni ganga upp í gegnum
op í gólfum og tengja þannig hæðirnar annars
vegar tjörn heita vatnsins í kjallaragólfi, og
hins vegar við himininn í gegnum gler í hvolf-
þaki.
JARÐHÆÐIN, vetrargaröurinn
Jarðhæðin einkennist af samspili vatns og
gróðurs í 10 metra háu rými.
Þessi hæð inniheldur fjölbreytta menningar-
starfsemi fyrir borgarbúa, þannig að allir borg-
arbúar sjái tilgang í því að heimsækja húsið.
Starfsemin getur verið frá myndlistar- og
höggmyndasýningum til ráðstefna og opinna
markaða. Föst innrétting er kaffiteria með létt-
um færanlegum húsgögnum og upplýsinga-
þjónustu fyrir ferðamenn. öll þjónusturými fyr-
ir jarðhæð eru í kjallara.
Rýmið einkennist af stóru ofanlýstu miðtorgi
og litlum hliðarlýstum krókum.
Jarðhæðin er höfð sem opnust þannig að
möguleikar á breytilegri starfsemi séu sem
mestir.
64