Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Blaðsíða 60
IFHP 75 ára
Það eru liðin 75 ár síöan Ebenezer Howard
stofnaði Alþjóðlegu samtökin um skipulags-
og byggingarmál (International Federation of
housing and planning) árið 1913. Samtökin
vöru upphaflega alþjóðleg samtök um garðbæi
og skipulagsmál (International Garden Cities
and Town Planning Association). Meðlimir í
samtökunum eru einstaklingar, félagasamtök
og stofnanir í 65 löndum. Skrifstofa samtak-
anna og ýmsir vinnuhópar eru ráðgjafar ým-
issa stofnana á vegum Sameinuðu þjóðanna
auk þess að vera ráðgefandi fyrir EAROPH (Ea-
stern Regional Organisation for Planning and
Housing - Asia & Pacific) og SIAP (Sociedad
Interamericana de Planificación - Latin Amer-
ica).
Markmið IFHP er að auka almenna þekkingu á
húsnæðismálum, skipulagsmálum og öðrum
skyldum málum og bæta þannig vinnubrögð
þeirra sem vinna á því sviði um heim allan.
IFHP reynir að auðvelda meðlimum sínum aö-
gang aö nýjum upplýsingum um skipulags- og
húsnæðismál alls staðar að og skapar þeim
meö ráðstefnuhaldi og fundum möguleika á að
hitta á alþjóðlegum grundvelli sérfræðinga frá
öðrum löndum.
Starfsemi IFHP byggist mikið á skipulagningu
námsferða, alþjóðlegum námsstefnum og ár-
legum ráðstefnum á sviði skipulags- og bygg-
ingarmála. Árlegu ráðstefnurnar sem haldnar
eru víðs vegar um heim sækja venjulega 800-
1000 manns.
f tilefni 75 ára afmælisins var haldin ráðstefna í
Haag í Hollandi dagana 15.-20. maí 1988. Yfir-
skrift ráöstefnunnar var: „Nýjar leiðir í skipu-
lags- og byggingarmálum.” Um það efni var
fjallað meö því að líta yfir farinn veg undan-
farin 75 ár og reynt aö átta sig á hvert stefni
héðan í frá. Hverjar verða okkar helstu þarfir,
hvaða áhrif hefur tækniþróunin og hvaða
helstu vandamál þarf að leysa til að búa mann-
inum betra umhverfi?
Fyrir utan aöalefni ráðstefnunnar voru jafnhliða
henni minni fundir um fjöldamörg efni, eins og
t.d. hver áhrif þróun í tölvumálum hefur á
staðarval fyrirtækja, kennslu í skipulagsfræð-
um, tillit til reynslu kvenna í skipulagi í hinum
ýmsu heimshlutum o.s.frv.
Næsta árlega ráðstefna IFHP verður haldin í
Japan í nóvember 1989.
Stefán Thors
Nýbyggingarhverfi í Zoetermeer
í Hollandi.