Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Qupperneq 18

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Qupperneq 18
Skipulag Bolungarvíkur -1924 Prátt fyrir mikinn eril í starfi lét Guöjón Sam- úelsson ekki hjá líða að fylgja tillögum þeim er hann geröi í nafni skipulagsnefndar ríkisins eftir út í ystu æsar hvað varðar útfærslu og framsetningu. Merkust tillagna hans er án efa skipulagsuppdrátturinn af Bolungarvík frá 1924. Segja má að í þessu tilviki hafi Guðjón í nafni skipulagsnefndarinnar teiknað og skipu- lagt frá grunni íslenskt „fyrirmyndarsjávar- þorp“ með öllu sem því tilheyrði, höfn, ráð- húsi, kirkju, verslunargötu, iðnaðar- og íbúðar- hverfum. ( þessari tillögu hélst arkitektúr og skipulag í hendur, ólíkt því sem síðar varö. Af uppdrættinum má lesa raunverulegt, áþreifan- legt umhverfi með húsum, götum og torgum sem hver maður gat séð fyrir sér. Hver bygg- ing hafði sitt ákveðna form, sem endursþegl- aði tilgang hennar og hlutverk í bæjarfélaginu. Opinberum byggingum var komið fyrir á opn- um svæðum eöa við enda gatna. íbúðargöt- urnar voru sveigöar í anda enskra og þýskra fyrirmyndarbæja. íbúðarhverfin voru aögreind frá atvinnusvæðum og tekiö var tillit til sólar- átta við staðsetningu húsa á lóöum. (tillögunni má finna dæmi um ýmsar tegundir íbúðarhús- næðis, þ.á m. lítil sérbýlishús úrtorfi og grjóti, sem löguð eru að þéttbýlinu (til hægri) og sveigð fyrir horn líkt og sambygging í enskum garðbæ. Greinarhöfundur leyfir sér að fyllyrða að ís- lensk skipulagslist hafi ekki risið hærra en í þessari tillögu frá 1924. Líta má á hana sem hápunktinn í verkum Guðjóns Samúelssonar, hér má finna í einni samstæöri heild allar hug- myndir hans um skipulag bæja og þjóðlega húsagerð, húsnæðismál almennings sem og staðsetningu og formuppbyggingu opinberra bygginga. Svo víðtæka heildarsýn um mótun umhverfis er ekki að finna í verki neins annars íslensks arkitekts. (tillögunni er hið besta úr skipulagskenningum samtímans lagað að ís- lenskum aðstæðum. ( fræðilegum skilningi byggist tillagan í veigamiklum atriðum á þeim kenningum sem samstarfsmaöur hans, Guð- mundur Hannesson læknir, setti fram í riti sínu árið 1916. Tillaga skipulagsnefndarinnar að Bolungarvík var samþykkt nokkrum árum síðar í allbreyttri mynd en aldrei varð neitt úr framkvæmdum. ísafjörður Skipulagstillaga aö Eyrartúni á ísa- firöi -1924 Hinn 27. júni 1921 samþykkti Alþingi fyrstu lögin um skipulag kauptúna og sjávarþorpa. Seinna sama ár voru þeir Guðjón Samúelsson, Guðmundur Hannesson læknir, og Geir Zoéga skipaðir í skipulagsnefnd, en áður höfðu þeir unnið að gerð ofangreindra laga. Fyrsti upþ- drátturinn sem hlaut staðfestingu var skipulag Isafjarðar. Guðjón Samúelsson hafði fáum ár- um áður lokið við teikningar af sjúkrahúsinu á (safirði. f skipulaginu var gert ráð fyrir sam- safni opinberra bygginga á svæðinu umhverfis spítalann, þar sem heitir Eyrartún. Fyrir utan sjúkrahúsið og fáein íbúðarhús á vinstri hönd náði þessi hugmynd ekki fram að ganga. ■ Pétur H. Ármannsson 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.