Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Qupperneq 49

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Qupperneq 49
Forgangsverkefni Þetta eru helstu ástæöur þess að umhverfis- og náttúruverndarmál ættu aö vera forgangs- verkefni þjóðarinnar. Og fleira kemur þar raun- ar til. Mengun fer vaxandi bæði í byggö og á hafinu við landiö. Með vaxandi þéttbýli þarf að auka og bæta kosti manna til útivistar og um- gengni við óspillta náttúru landsins En því fer fjarri að umhverfismálin séu forgangsverkefni í dag. Nær væri að nefna þau olnbogabörn bæði stjórnvalda og Alþingis sem hér ráða mestu um alla þróun mála. Lítum nánar á nokkur at- riði sem máli skipta. Heildarstjórn umhverfismála skort- ir Enginn einn aðili í stjórnkerfinu ber ábyrgð á umhverfismálum. Af því leiðir ýmist ofstjórn eða vanstjórn. Átta ráðuneyti fara með hina ýmsu þætti umhverfismála. Því er löngu orðið tímabært að breyta og koma á einni yfirstjórn. Árið 1978 lagði þáverandi félagsmálaráðherra fyrsta umhverfismálafrumvarpiö fyrir Alþingi. Þar var gert ráð fyrir nýrri ráðuneytisdeild sem færi með yfirstjórn flestra umhverfismála. Frumvarpið náði ekki fram að ganga og við það sama hefur setið þótt það hafi tvisvar ver- iö endurflutt. Vonandi rofar þó senn til því í sáttmála núverandi ríkisstjórnar segir svo um þennan málaflokk: „Sett veröi almenn lög um umhverfismál og samræming þeirra falin einu ráöuneyti." Framkvæmd þessa fyrirheits hefur m.a. verið sú að nefnd sérfræðinga hefur sam- ið nýtt lagafrumvarp og sent það forsætisráðu- neytinu. I frumvarpinu, sem væntanlega veröur lagt fyr- ir þing í haust, er gert ráð fyrir að samgöngu- ráöuneytiö fari meö yfirstjórn umhverfismála, en þó heyri nokkrir þættir þeirra áfram undir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og fé- lagsmálaráðuneyti. Á því leikur enginn vafi að mikil bót væri að þessari nýju skipan mála. Æskilegast væri að vísu að sameina öll um- hverfis-, náttúruverndar- og skipulagsmál í einu ráðuneyti. En reynsla síðustu ára, innan þings og utan, sýnir að fyrir því er ekki enn pólitískur vilji eða skilningur. Kerfið streitist á móti allri nýbreytni. Sé litiö raunhæft á málið er sennilega ekki unnt að koma því í höfn í ein- um áfanga. Þess vegna er þetta nýja frumvarp mikilvægt skref að settu marki. Því ættu allir þeir, sem telja brýnt að gera umbætur í stjórn- sýslu umhverfismála, að veita því fulltingi sitt í stað þess að skattyrðast um efni og form. Stöövum gróðureyðingu Annað mikilvægasta verkefniö í umhverfismál- um er stöðvun þeirrar landeyðingar sem nú á- sér stað. Það er meö ólíkindum aö þjóð sem semur fjárlög upp á 70 milljarða króna skuli aðeins verja 100 milljónum árlega til gróður- verndar og sandgræðslu. Hér þarf rækilega aö snúa við blaðinu því þjóðargjöfin frá 1974 er löngu fokin á haf út. Verst er ástandið á afrétt- arsvæðum Suður-Þingeyjarsýslu og hvergi er gróðureyðingin meiri en á Mývatnssvæðinu. Veruleg gróðureyðing og uppblástur á sér einnig stað sunnan fjalla, bæði í Árnes- og Rangárvallasýslu. En hvað er þá til ráða? f fyrsta lagi þarf að veita nægilegt fé til land- græðslu og gróðurverndar svo sú mikla jarð- vegseyðing sem nú á sér stað verði stöðvuð. í öðru lagi er löngu orðið tímabært að tak- marka lausagöngu búfjár. Ofbeit er ekki eina orsök uppblásturs og landeyðingar en hún er stærst þeirra og sú eina sem við verður ráðið. Verið er að draga saman búfjárframleiðslu af markaðsástæðum og þá á skilyrðislaust að takmarka hana helst á þeim svæðum þar sem otbeitin hefur verið mest. Fyrst og fremst þarf aö takmarka og hætta loks með öllu beit á af- réttum á eldfjallasvæðum landsins þar sem gróður er viðkvæmastur. Þetta verður ekki gert nema í nánu samráði og samvinnu viö bænd- ur, og gegn banni við lausagöngu verða að koma í þeirra hlut tilsvarandi bætur. Og þegar allt kemur til alls mun ríkissjóður hagnast en ekki tapa þótt fækkun sauðfjár eigi sér stað með þessum hætti. [ þriöja lagi þarf að virkja unga fólkið i landinu til öflugs átaks í landgræðslu- og gróðurvernd- armálum. (sumar komu hingað unglingar frá Noröurlöndum og gróðursettu tré í Þórsmörk. (slenskir unglingar hafa ekki verið hvattir til slíks framtaks. Ég efast þó ekki um að margir þeirra væru reiðuþúnir til þess aö verja mánuði á hverju sumri við landgræðslustörf, ef um skipulögð verkefni og starfsemi væri að ræða. Um 20.000 unglingar eru á aldrinum 13-17 ára. Við eigum að virkja áhuga þeirra, stofna með þeim „grænar sveitir" sem fara um landið og leggja landgræðslunni og skógræktinni lið. [ fjórða lagi þarf aö stemma strax stigu við þeim spjöllum á viðkvæmum gróðri hálendis- ins sem þar eru unnin af örtröð ferðamanna. Landmannalaugar eru sá staður sem sker einna mest í augun en þeir eru miklu fleiri. Til þess þarf nýjar reglur um skipulag umferðar og takmarkanir en fyrst og fremst miklu virk- ara eftirlit. Á öræfum búa engir kjósendur og því má með réttu kalla þau öskustó íslenskra umhverfismála í dag. [ fimmta lagi ætti aö gefa mönnum kost á jarð- næði á eyðijörðum ríkisins um land allt til úti- vistar og sumarhúsabyggingar gegn því eina endurgjaldi að þeir rækti þar skóg. Víöa myndi það gjörbreyta ásýnd landsins. Áður þurftum við aö verja fiskimiðin. Nú þurf- um við að verja landið. Eftir örfá ár er komið að aldamótum. Þau ár ættum við að nota til að snúa vörn í sókn, græða og gróðursetja þar sem nú er örfok og melur. Betri afmælisgjöf gæti þjóðin vart gefið sjálfri sér á þeim tíma- mótum. Gunnar G. Schram 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.