Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Blaðsíða 53

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Blaðsíða 53
Vakning sem fjaraði út Umhverfisvakningin lét okkur íslendinga ekki ósnortna. Áhugasamtök um nátt- úruvernd voru stofnuö í öllum lands- hlutum 1969-75 og Landvernd - Land- græðslu- og náttúruverndarsamtök fslands - meö miöstöö í Reykjavík 1969. Ný lög um nátt- úruvernd voru samþykkt á Alþingi voriö 1971 og fyrsía Náttúruverndarþingiö haldiö sam- kvæmt þeim vorið 1972. Starf Náttúruverndar- ráös, sem kosiö var af þinginu, tók mikinn fjörkipp. Sérstök landgræöslu- og landnýting- arnefnd var skipuö á vegum stjórnvalda 1971 til aö gera tillögur um aðgerðir í landgræöslu og skipulegri landnýtingu og af starfi hennar spratt þjóöargjöf til landgræðslu 1974 í tilefni 11 alda byggöar á íslandi. Allt voru þetta vor- boðar sem gáfu fyrirheit um aö (sland myndi hlýöa kalli tímans í umhverfismálum. Þaö fór hins vegar svo, aö skilningur á nauð- synlegum kerfisbreytingum í stjórnsýslunni reyndist takmarkaður. Hugmyndir um stofnun umhverfisráðuneytis eöa a.m.k. sameiningu helstu átta umhverfismála í einu ráöuneyti hafa enn ekki náö fram aö ganga. Það vill svo til, aö sá sem þetta ritar varö fyrstur til aö hreyfa því máli á Náttúruverndarþingi 1972 meö svohljóðandi tillögu frá NAUST - Náttúru- verndarsamtökum Austurlands: „Náttúruverndarþing beinir þeim eindregnu til- mælum til Alþingis, aö þaö kjósi nefnd til aö endurskoða og samræma alla löggjöf varöandi umhverfismál meö það fyrir augum, aö stjórn þeirra verði falin sérstöku umhverfisráðu- neyti." Náttúruverndarþing hefur ítrekaö samþykkt til- lögu í þessa átt og frumvörp hafa komið fram um þetta efni á Alþingi. Niðurstaðan hefur hins vegar jafnoft veriö dapurleg: Skammsýnum stjórnmálamönnum og þröngsýnum embættis- mönnum í Stjórnarráðinu hefur í sameiningu tekist aö drepa málinu á dreif. Ríkisstjórn eftir ríkisstjórn hefur lofað að taka stórt á til úrbóta, en allt hefur það koðnaö niöur í sundurlyndi og lágkúru. Hvers vegna umhverfisráðuneyti? Eölilegt er aö menn spyrji, hvaöa nauðsyn beri til að stofna sérstakt umhverfisráðuneyti. Er ekki unnt meö góöum vilja að sinna þessum málum í óbreyttu stjórnkerfi, þótt sex eða fleiri ráöuneyti komi þar við sögu? Ég tel aö reynsl- an ætti aö hafa fært mönnum heim sanninn í þessu efni. Umhverfismálin eru hvarvetna hornrekur í viökomandi ráðuneytum og hvorki hærra settir embættismenn né ráðherrar líta á þau sem meginviðfangsefni. Þar viö bætist landlæg og inngróin togstreita í embættis- mannakerfinu, þar sem enginn vill sjá af neinu og jafnvel minniháttar atriði veröa hluti af heil- ögu stríði í skriffinnskunni. Umhverfismálin kalla á heildarsýn, langsæ sjónarmið og samstæöar lausnir byggðar á bestu þekkingu. Sundurþykkjan, handahófiö og skammsýnar lausnir eru andstæða þeirra vinnubragða, sem beita þarf til að koma í veg fyrir vistkrepþu og umhverfisvá. Góöar heildar- lausnir í manngeröu umhverfi borga og viö hönnun mannvirkja einnig í strjálbýli nást ekki fram nema leidd séu saman á undirbúnings- stigi skipulagsleg, verkfræöileg, félagsfræöileg og vistfræöileg sjónarmið. Til þess aö slík viöhorf fái brautargengi þurfa helstu þættir umhverfismála aö tengjast saman í einu ráöuneyti á ríkisstjórnarvettvangi og einnig að falla í einn farveg á vettvangi sveitar- stjórna og svæðisbundið. Hvers er að vænta á næstunni? Eðlilega gætir vaxandi óþolinmæöi hjá þeim sem bera umhverfismálin fyrir brjósti. Ráöandi stjórnmálamenn skynja þetta óþol, en gallinn er sá aö fæstir þeirra bera teljandi skynbragö á þessi stóru mál samtímans og eru því illa und- ir þaö búnir aö veita þar forystu. Þó er það ein- mitt frá stjórnmálamönnunum sem stefnu- mörkun og ákvaröanir um breytingar á stjórn- sýslunni veröa aö koma. Hvorki embættismenn né sérfræöingar á einstökum sviöum geta leyst málin fyrir þá. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar hefur svipaö og fyrri stjórn kveðið á um í stjórnarsáttmála „aö sett veröi almenn lög um umhverfismál og samræming þeirra falin einu ráðuneyti“. Nefnd var skipuð 3. september 1987 til að vinna aö þessu máli og gera drög aö frumvarpi. Hún skilaði af sér meö tillögum til forsætisráðherra 26. apríl 1988. Tillögur nefndarinnar voru kynntar ríkisstjórn og þingflokkum stjórnar- liðsins, en ekkert hefur enn verið lagt fram á Alþingi sem afrakstur af þessu nefndarstarfi. Því miður eru tillögur nefndarinnar allsendis ófullnægjandi og raunar lítil samstaða um þær innan ríkisstjórnarinnar. Þar er ekki lagt til aö stofnað veröi umhverfisráöuneyti sem einhvers veröi megnugt og rísi undir nafni. f „frum- varpi“ nefndarinnar er tekiö fram aö umhverf- ismál samkvæmt lögunum skuli heyra undir þrjú ráöuneyti: félagsmálaráöuneyti, heilbrigð- is- og tryggingamálaráöuneyti og samgöngu- ráöuneyti. Þaö síðasttalda á aö taka viö þeim þáttum umhverfismála sem nú heyra undir menntamálaráðuneytið og heita síðan sam- göngu- og umhverfisráðuneyti. Togstreitan sett í nefnd f staö þess aö stofna heildstætt ráöuneyti, sem m.a. tæki viö náttúruvernd, mengunarvörnum og skipulagsmálum, er búin til „stjórnarnefnd umhverfismála". Ofangreind þrjú ráöuneyti eiga að tilnefna fulltrúa í nefndina, svo og Samband íslenskra sveitarfélaga og Náttúru- verndarþing. Þessi stjórnarnefnd skal skipuð til fjögurra ára og hún á aö glíma við aö stilla ráöherrana og ráðuneytin þrjú saman í aðgerð- um á sviöi umhverfismála. Samkvæmt tillögum nefndarinnar á aö leggja Náttúruverndarráö í núverandi mynd niður, en verkefni þess aö flytjast inn í samgönguráöu- neytið. Þess í staö á að setja á fót 7-manna „umhverfismálaráö" sérfræðinga, og „skal það vera til ráðgjafar og umsagnar fyrir ríkisstjórn og stjórnarnefnd umhverfismála". Enn verður aö þreyja þorrann Margt er óljóst og hálfkarað í tillögum nefndar- innar frá í apríl s.l., og þegar eru komnar upp deilur milli ráöherra um einstök atriði tillagn- anna. Þaö eru því litlar líkur á að þær hljóti brautargengi, þótt þær veröi lagðar fyrir næsta Alþingi. Meö þessum tillögum hafa andstæðingar nauðsynlegra breytinga á stjórn umhverfismála enn einu sinni farið með sigur af hólmi. Ég tel þó að ekki geti liöið á löngu áöur en rofi til f þessum efnum. Krafan um breytingar er orðin rík og hávær. Umhverfisslysin allt í kringum okkur kalla á viöbrögö. Stór og vaxandi vanda- mál á sviði umhverfismála hér innanlands þrýsta á um aðgerðir. Þar hef ég m.a. í huga jarðvegseyðingu og vaxandi mengun, en einn- ig nauðsynina á heildstæðu skipulagi í þágu al- menningshagsmuna, útivistar og náttúru- verndar. Áhugamenn um umhverfisvernd eiga nú aö þjaþpa sér betur saman en hingaö til og gera um þaö kröfu til stjórnmálaflokkanna í landinu að þeir sinni skyldum sínum [ þessum stærstu málum samtíöar og framtíöar. ■ Hjörleifur Guttormsson 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.