Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Side 18

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Side 18
Skipulag Bolungarvíkur -1924 Prátt fyrir mikinn eril í starfi lét Guöjón Sam- úelsson ekki hjá líða að fylgja tillögum þeim er hann geröi í nafni skipulagsnefndar ríkisins eftir út í ystu æsar hvað varðar útfærslu og framsetningu. Merkust tillagna hans er án efa skipulagsuppdrátturinn af Bolungarvík frá 1924. Segja má að í þessu tilviki hafi Guðjón í nafni skipulagsnefndarinnar teiknað og skipu- lagt frá grunni íslenskt „fyrirmyndarsjávar- þorp“ með öllu sem því tilheyrði, höfn, ráð- húsi, kirkju, verslunargötu, iðnaðar- og íbúðar- hverfum. ( þessari tillögu hélst arkitektúr og skipulag í hendur, ólíkt því sem síðar varö. Af uppdrættinum má lesa raunverulegt, áþreifan- legt umhverfi með húsum, götum og torgum sem hver maður gat séð fyrir sér. Hver bygg- ing hafði sitt ákveðna form, sem endursþegl- aði tilgang hennar og hlutverk í bæjarfélaginu. Opinberum byggingum var komið fyrir á opn- um svæðum eöa við enda gatna. íbúðargöt- urnar voru sveigöar í anda enskra og þýskra fyrirmyndarbæja. íbúðarhverfin voru aögreind frá atvinnusvæðum og tekiö var tillit til sólar- átta við staðsetningu húsa á lóöum. (tillögunni má finna dæmi um ýmsar tegundir íbúðarhús- næðis, þ.á m. lítil sérbýlishús úrtorfi og grjóti, sem löguð eru að þéttbýlinu (til hægri) og sveigð fyrir horn líkt og sambygging í enskum garðbæ. Greinarhöfundur leyfir sér að fyllyrða að ís- lensk skipulagslist hafi ekki risið hærra en í þessari tillögu frá 1924. Líta má á hana sem hápunktinn í verkum Guðjóns Samúelssonar, hér má finna í einni samstæöri heild allar hug- myndir hans um skipulag bæja og þjóðlega húsagerð, húsnæðismál almennings sem og staðsetningu og formuppbyggingu opinberra bygginga. Svo víðtæka heildarsýn um mótun umhverfis er ekki að finna í verki neins annars íslensks arkitekts. (tillögunni er hið besta úr skipulagskenningum samtímans lagað að ís- lenskum aðstæðum. ( fræðilegum skilningi byggist tillagan í veigamiklum atriðum á þeim kenningum sem samstarfsmaöur hans, Guð- mundur Hannesson læknir, setti fram í riti sínu árið 1916. Tillaga skipulagsnefndarinnar að Bolungarvík var samþykkt nokkrum árum síðar í allbreyttri mynd en aldrei varð neitt úr framkvæmdum. ísafjörður Skipulagstillaga aö Eyrartúni á ísa- firöi -1924 Hinn 27. júni 1921 samþykkti Alþingi fyrstu lögin um skipulag kauptúna og sjávarþorpa. Seinna sama ár voru þeir Guðjón Samúelsson, Guðmundur Hannesson læknir, og Geir Zoéga skipaðir í skipulagsnefnd, en áður höfðu þeir unnið að gerð ofangreindra laga. Fyrsti upþ- drátturinn sem hlaut staðfestingu var skipulag Isafjarðar. Guðjón Samúelsson hafði fáum ár- um áður lokið við teikningar af sjúkrahúsinu á (safirði. f skipulaginu var gert ráð fyrir sam- safni opinberra bygginga á svæðinu umhverfis spítalann, þar sem heitir Eyrartún. Fyrir utan sjúkrahúsið og fáein íbúðarhús á vinstri hönd náði þessi hugmynd ekki fram að ganga. ■ Pétur H. Ármannsson 16

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.