Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Page 28

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Page 28
Hrauneyjarfoss Kraftanlæg Kraftstation Thjorsá Elv, Island HrauneVJarfoss Kraftanlæg Kraftstation 150 rn- 1 e^' vandforing, 96 m. tryhhoide, 144 000 hh. 6 3 83ter a 24 000 hh., 300 omdr. pr. min. Tungna Elv, Island §. Szetersmoen, •Ji-ybrotnhnisk ^Durcau &ger 2unó ingeniorer m. s t. r anirnar á snærum Norömanna en verslun og viöskipti voru mál Englendinga. Einar haföi nefnilega séð fyrir því aö til einhvers þyrfti að nota orkuna, sem fengist úr fallvötnunum. Því stóö hann í sambandi viö hlutafélag aö nafninu The British North-Western Syndicate og þó einkum hluta þess sem hét The North-Western Trading Company. Ýmsar áætlanir voru tengd- ar þessum félögum og þá aðallega námugröft- ur og vinnsla kalksaltpéturs. Áriö 1913 er Einar enn á ferðinni meö hug- mynd um gróðafyrirtæki í sambandi viö verk- smiðjurekstur og hafnargerö í Skerjafiröi og Skildinganesi. f því skyni stofnar hann með enskum hluthöfum fyrirtækið Port Reykjavík en þaö var skráö í Lundúnum undir nafninu The Harbours and Piers Association Limited. Hug- myndin aö höfn í Skerjafiröi var þó ekki ný af nálinni því í grein eftir einhvern kommandör R. Hammer, sem birtist í ísafold 4. október 1902, er því haldið fram aö besta hafnaraðstaða fyrir Reykjavík sé í Skerjafirði og mótbárur í þá veru aö íshætta sé og fjarlægð frá byggðinni í Kvos- inni séu haldlitlar. Eitthvað voru ensku hluthaf- arnir efins um áætlanirnar því voriö 1913, nokkrum mánuðum eftir stofnun félagsins er óskaö eftir skýrslu um framgang málsins hér á landi. Ýmislegt ber meö sér aö Einar Bene- diktsson hafi lagt til efni í skýrsluna en þar er haldið fram fullum fetum að framkvæmdir hafi þegar veriö hafnar og tilgreindir verkfræðingar og verktakar, en eins og kunnugt er hefur aldrei verið byrjaö á stórskipahöfn í Skerjafirði og ekki líkur á að slíkt mannvirki muni rísa þar. Meö gögnum á aöalfundi félagsins áriö 1913 er uppdráttur sem sýnir hafnarsvæðið í Skerja- firði. Fylgir uppdrátturinn hér meö. Þótt flest áform Einars hafi verið stórbrotin voru það fossafélögin, sem voru mikilfengleg- ust. Áöur er minnst á félögin Skjálfanda og Gigant en Titan-félagið tók þeim langt fram. Mikil og dýr áætlun var gerö um virkjanir á ein- um sex stöðum í Þjórsá og átti aö framleiða þar 600-800 megavött samkvæmt áætlun norska verkfræöingsins G. Sætersmoens. Þrátt fyrir aö áætlunin sé frá fyrstu tímum virkjunar- framkvæmda og í mjög stórum stíl hefur aldrei veriö efast um aö áætlunin væri góð svo langt sem hún nær enda voru Sætersmoen og sam- starfsmenn hans viðurkenndir sérfræðingar í virkjunarmálum. Þaö sem aftur á móti varö áætluninni að falli voru smásmuguleg sjónarmiö hér heima fyrir og ótti landsfeöranna um að verið væri að of- urselja landiö útlendu fjármagni til „spekula- tiona“. Þessi ótti er enn landlægur meöal okkar hér og er langt í aö brái af mönnum í þeim efn- um. Titan-félagið varð því litið annað en háleit- ar hugmyndir sem jafnvel einum sjötíu árum síðar hafa ekki komið til framkvæmda nema að hluta. Með grein þessari eru nokkrar teikningar úr skýrslu G. Sætersmoens: Vandkraften i Thjorsa Elv, Island, Planer for utbygning af 6 kraftanlæg. 72 bls. og 32 blöð með teikning- um, Kristiania 1918. Ekki treysti ég mér að til- greina stíl þann sem arkitektúrinn fylgir og læt lesendum það eftir. ■ Þorsteinn Þorsteinsson 26 27

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.