AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Qupperneq 11

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Qupperneq 11
G E S T U R Ó L A F S S O N UMHVERFI INNAN DYRA jóðir eins og við, sem búa nyrst á norðurhveli jarðar við myrkur og kulda utan dyra mikinn hluta vetrar, eiga mikið undir því að það umhverfi sem mótað er innan dyra í byggingum létti þeim leiki og störf þann tíma sem beðið er eftir hlýju og birtu sumarsins. Að hanna gott og heilsusamlegt umhverfi innan dyra sem hentar íslendingum sérstaklega er flókið mál, ef vel á að vera. Oft nær hönnunin ekki lengra en að nota síðustu tískulitina og tískuformin úr alheimstískublöðunum og oft vill sú þekking sem við eigum tiltæka um áhrif byggingarefna, ljóss, lita, hita, hávaða, geislunar og raka á fólk, svo eitthvað sé nefnt, gleymast í eltingarleiknum við tískuna. Oft gleyma hönnuðir því að á hverjum degi borðar hver manneskja u.þ.b. 1 kg af mat, drekkur um 2 kg af vatni og andar að sér um 24 kg af lofti. Rannsóknir hafa Iíka leitt í ljós að fólki líður að öllum jafnaði best og vinnuafköst eru mest við um 22 stiga hita. Aðeins fjögurra stiga frávik frá þessu lækkar vinnuafköst u.þ.b. 15%. Ahrif sólarljóss á fólk eru löngu þekkt og mælingar hafa sýnt fram á að bakteríur í lofti eru mun færri í herbergjum þar sem sólar nýtur en þar sem sólar nýtur lítið eða ekkert. Margar þjóðir sem búa sunnar á hnettinum en við hafa tekið upp ákvæði í sín byggingar- og skipulagslög um lágmarksfjölda sólskinsstunda í íbúðarherbergjum, en í íslenskri löggjöf er engin slík ákvæði að finna. Loftræsti- og rakakerfi í byggingum geta verið ágæt, en þau þurfa stöðugt eftirlit ef vel á að vera, ekki síður en sían í gufugleypinum yfir eldavélinni sem reglulega þarf að skipta um ef hún á ekki að verða gróðrarstía fyrir bakteríur. Þótt tiltölulega einfalt sé að mæla og fylgjast með breytingum á umhverfi innan dyra í byggingum er það alltof sjaldan gert, hvort heldur um er að ræða stóra vinnustaði eða heimili. Engu að síður hefur verið sýnt fram á að ef það er gert, getur verið um mjög góða fjárfestingu að ræða, sérstaklega ef tekið er tillit til aukinnar vellíðunar fólks, meiri afksta og færri slysa á vinnustað. Auðvitað eiga íslendingar að taka sér hér tak og sérhæfa sig í því að mynda gott umhverfi innan dyra í byggingum á norðlægum slóðum og nýta til þess alla fáanlega tækniþekkingu til viðbótar við tískubrellurnar úr alheimspressunni. Þá er aldrei að vita nema hér gæti verið um nýja útflutningsafurð að ræða. ■ 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.