AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Síða 29

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Síða 29
Tengifesting. til að styrkja hönnunina gegn því að fá framleiðslurétt á stólnum. Atvinnumálanefnd staðarins bauðst til að útvega mann á verkstæðið sem átti að framleiða stólinn. Vegna seinagangs og neikvæðra viðbragða iðnþróunarfélags héraðsins virtist hugmynd þeirra um markað aldrei ná út fyrir landsteinana. Það var hér sem Sigurjóni þótti hann vera algjörlega strand og sjálfsagt hafa fleiri hönnuðir staðið í sömu sporum. Hann afréð þó að freista fáránleikans og leita á toppinn og fór á fund þáverandi iðnaðarráðherra Jóns Sigurðssonar. Það var í ráðuneytinu sem fjárstuðningur fékkst til áframhaldandi vinnu, auk þess sem atvinnurekandi Sigurjóns, IKEA á íslandi, kostaði ferð hans og uppihald. Með þrotlausri vinnu hjáfagmönnum Stálkó sem smíðuðu grindina og Sigurði Knútssyni trésmið í Kópavogi varð „Rapsodiudraumurinn“ að veruleika tveimur tímum áður en loka átti gámnum sem flutti húsgögnin á sýninguna í Kaupmannahöfn. Að fenginni reynslu telur Sigurjón mikilvægt að efla frekar samvinnu hönnuða og framleiðenda. Þetta hafi lengi verið í umræðunni en herslumuninn vanti. „Það eru framleiðendurnir sem eru með fingurinn á púlsinum, þeir ættu frekar að leita til hönnuðarins heldur en öfugt. Þeir sem stjórna sölunni eru með markaðinn í sínum höndum. Hönnuðirnir ættu að eiga mun meiri þátt í framleiðslunni. Við þurfum að þróa verkþekkingu og handverk sem eru hreinlega í hættu. Þróun verkþekkingar felst í mun meiri samvinnu hönnuða og framleiðenda. Við þurfum ekki að bera kinnroða gagnvart erlendum hönnuðum, það kom skýrt fram á BellaCenter-sýningunni þar sem íslensku húsgögnunum var sýndur mikill áhugi og myndir af þeim birtust í fjölda tímarita. Ég fylgdist grannt með hinum norrænu hönnunarhópunum en enginn þeirra gat státað af viðbrögðum í líkingu við þau sem íslensku þátttakendurnir fengu. Við þurfum að hugsa okkar gang og meta okkar sérstöðu með tilliti til sameinaðrar Evrópu. Sérstaða íslenskrar framleiðslu er íslensk hönnun.“ Sigurjón taldi þátttöku íslenskra hönnuða í Bella Center- sýningunni vera gott frumkvæði hjá FHI. Hann hefur mikla trú á íslenskri hönnun og telur íslenska hönnuði hafa fyrir sér óplægðan akur,íslensk hönnun hafi mikið að- dráttarafl og eigi sér framtíð. Þróunin sé sú að Islendingar vilji velja íslenskt, þetta geti gerst á öðrum sviðum ef framleiðendur læri að nota íslenska hönnuði. Það þurfi að efla skilning framleiðenda á mikilvægi þess að markaðssetja rétt, á því grundvallist gróskan. Hann telur hönnunina vera fyrir hendi það sé aðeins framleiðsluapparatið sem þurfi að fara í gang. Af þeim níu íslensku hönnuðum sem sýndu í Bella Center komust fjórir í marktæk viðskiptasambönd við erlenda aðila en Sigurjón var eini sem kom heim með frágenginn samning. Sigurjón segir tilurð Rapsodiu og velgengni hafa einkennst af röð tilviljanafrekaren umhreint markmið væriaðræða. Hins vegar hafi hann unnið mjög mark visst að því að koma stólnum á framfæri á sýningunni í Bella Center. Það sé mikill vandi að taka þátt í sýningu sem þessari ef ná á einhverjum árangri. Mjög mikilvægt sé að hönnuðurinn eða framleiðandinn, ef hann er fyrir hendi, sé á staðnum allan tímann. Sigurjón útbjó fimmtán myndamöppur sem hann dreifði á sýningarbása þekktra húsgagnafyrirtækja. Brune Möbelfabrik var að leita að sérstakri gerð stóls sem átti að uppfylla ákveðið notagildi. Það gerði Rapsodia. En hvernig stóll er Rapsodia? Stóllinn er fyrst og fremst hugsaður fyrir veitingahús en getur engu að síður hentað til margvíslegra nota, svo sem á heimilum og sem ráð- stefnustóll. Hann sómir sér jafnvel einn sér og sem hluti af heild. Stólnum má stafla í stæður og einnig má tengja stólana saman á snjallan máta sem er lítt áberandi. Grind stólsins er úr stáli og beinist stöðluð framleiðsla að svartri eða krómaðri grind. Hins vegar er hægt að velja úr 26 litum á grindina en það kostar meira. Setan er bólstruð. Bak stólsins er ýmist spónlagt með beyki eða mahóníi. Form stólsins sækir Sigurjón til fiðlunnar og sellósins eins og sjá má í lögun setunnar útskurði, baksins og örmunum, en stóllinn fæst bæði með og án arma. En hljóðfæri Rapsodiunnar eru fleiri því lögun tengifestinganna sem eru ákaflega látlausar og fyrirferðarlitlar eru teknar frá þverflautunni. Sigurjón segist hafa hrifist af sígildri fegurð þessara hljóðfæra sem engum hefur enn tekist og mun sjálfsagt aldrei takast að betrumbæta. ■ 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.