AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Síða 36
ISLENSK FYNDNIIBYGGINGARLIST
ÁRNI ÞORVALDUR JÓNSSON
ARKITEKT
Kynlegur kokteill íslenskrar byggingarlistar.
Margir kannast við söguna um ameríska
leikstjórann, sem fékk séralltaf skemmti-
túr með leigubíl þegar hann lenti í
nokkurra tíma „stop-over“ á Keflavíkur-
flugvelli. Skemmtitúrinn fólst í því að aka um helsta
þéttbýlissvæðilandsinsog hlæjasigmáttlausanyfirskringi-
legheitum í byggingarlist og skipulagi íslenskra bæja.
En hvað er svona fyndið við þessa sýn? geta menn spurt
sig. Auðvitað er það sundurgerðin og sérkennileg tilþrif
í einstökum húsum, auk furðulegra tilburða í skipulagi
sem minna erlend augu á trúðslegan klæðaburð. I trúðs-
tískunni er það sundurgerðin sem skapar heildina.
Hvernig getur sundurgerð skapað heild? Er von að spurt
sé. Þetta er samt sem áður fullyrðing sem heyrist æ oftar
í athugasemdum landsmanna þegar borgarmyndina ber á
góma. Menn segja að það sé einmitt hinn mikli fjölbreyti-
leiki og skörðóttar götumyndir sem skapi „sjarma“ reyk-
vískrar borgarmyndar.
Á sama hátt eru viðvaningslegar lausnir í einstökum
húsum trúlega „sjarmerandi"! Sérkennileg hlutföll, ósam-
stæðgluggasetning, tilgerðarlegartískubólur, súlurhérog
súlur þar, „epal“ gluggar út úr veggjum og þökum og
ofvaxin burðarvirki (vissara að vera réttu megin við öryggis-
mörkin ef menn vita ekki hvar þau liggja) eru helstu
kryddið í þessum „kynlega“ kokkteil. En er það nokkuð
annað en skilyrðislaus uppgjöf gagnvart gerðum hlut að
finnast þetta „sjarmerandi"? Ef þú færð ekki sigrað
andstæðinginn gakktu til liðs við hann.
Það er ef til vill ekki nema von að menn gefist upp við að
reyna að ná einhverri heildarmynd á okkar ástkæru borg,
því ekki virðist okkur hafa orðið mikið ágengt. „ Mjög
ískyggilegur galli er það á skipulagi Reykjavíkur, að enn
eru engin föst ákvæði um það, hvar byggja megi marglyft
hús með háum brunagöflum, sem rísa upp hingað og
þangað innan um sundurlaus, lág hús, án þess að nokkur
trygging sje fyrir því, að nokkru sinni fáist skaplegt sam-
ræmi í byggingarnar." (Um skipulag bæja, eftir Guðmund
Hannesson 1916.)
Þessi orð gæti ég allt eins gert að mínum því þau virðast
eiga jafnvel við í dag og þegar þau voru skrifuð fyrir 77
árum.
En hvað er til ráða ef menn vilja ekki gefast upp? Harla
34