AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Blaðsíða 42
Eftir ýtarlegar athuganir á texta Hejduks nálguðust
nemendurnir verkefnið og byrjuðu í teikningum, módelum,
efni og skurðpunktalíkönum í fullri stærð að nálgast
formið á verkunum, alltaf í samráði við og með athuganir
á vinnu Johns Hejduks sem bakgrunn.
Ýmsar orsakir urðu tilþess að sköpunarferill verkanna tók
óvenjulangan tíma. Arið sem verkunum Hús sjálfs-
morðingja og Hús móður sjálfsmorðingja lauk árið 1990,
varð árið 0 í endurreisn lýðræðisins í Tékkóslóvakíu.
Verkin, sem líta má á sem eins konar heimkomu Jans
Palachs, urðu að bíða þar til sjálfsfóm hans virtist ekki
lengur skipta máli.
Árið 1990 heimsótti forseti Tékkóslóvakíu, Vaclav Havel,
New York. I þeirri ferð var meðal annars ákveðið að setja
verk Johns Hejduks, Hús sjálfsmorðingja og Hús móður
sjálfsmorðingja, upp í Prag. Hægt væri að tala um „heim-
komu“ í víðum skilningi þar sem uppruni bæði verkanna
og arkitektsins er í Tékkóslóvakíu.
Uppsetningunni var aftur stjómað af arkitektinum James
Williamson, smíðina unnu tvö tékknesk smíðaverkstæði
og fór hún fram sumarið 1991. Verkin eru úr máluðum
krossviðseiningumogburðarvirkiðereinnigúrtré. Verkin
eru sett saman á endanlegum stað, í garðinum bak við
höllina í Prag.
Verk Johns Hejduks, sett upp í Prag, voru gjöf til tékknesku
þjóðarinnar. En eins og tékkneska föðurlandið eru Hús
sjálfsmorðingja og Hús móður sjálfsmorðingja, þegar
þetta er skrifað, í upplausn og er það einungis spurning um
tíma, hvenær rústir beggja verða óaðgengilegar, ósýnilegar.
■ Þýð.ÓlöfGuðný Valdimarsdóttir.
ÞEKKING
0G ÞJÓNUflK
/ 70 ár hefur Glerslípun og speglagerð
þjónað landsmönnum, stórum og smáum.
Með tilkomu fullkomins tækjakosts og áratuga reynslu starfsmanna okkar getum við boðið
sanngjarnt verð og góða þjónustu sem áður. Líttu á dæmin hér að neðan til sannfæringar.
Stokke tripp trapp
Stóllinn sem vex
með barninu
5 ára ábyrgð
Sama verð og annars staðar
á Norðurlöndunum
kr. 9.760,-
Faxaieni 7
s. 687733